Segir stjórnvöld geta sveipað söguna blæju 5. ágúst 2006 08:15 Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður sendi erindi til dómsmálaráðuneytis, þjóðskjalasafns og héraðsdóms Reykjavíkur í lok maí, þess efnis að hann fengi aðgang að skýrslum um símahleranir stjórnvalda á árunum 1949 til 1968. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur hafði birt upplýsingar um þessar hleranir fyrr í mánuðinum. Ragnar segist munu fara með málið fyrir dómstóla ef lausn fæst ekki á því. „Ráðuneytið neitaði mér tvívegis um aðgang að gögnunum. Ég gerði því kröfu um að dómsmálaráðherra viki sæti, en ráðuneytið brást við því með því að senda gögnin frá sér upp í Þjóðskjalasafn, nokkrum dögum áður en beiðninni var hafnað á þeim forsendum að gögnin væru ekki í ráðuneytinu,“ segir Ragnar. Ráðuneytið tók ekki afstöðu til málsins, en vísaði til þingsályktunartillögu Alþingis varðandi stofnun þingnefndar sem fjalla ætti um hvernig aðgangi fræðimanna að gögnunum yrði háttað. Ragnar segir þetta ekki vera lögfræðilegan rökstuðning fyrir synjuninni. „Ég vil vita í hvers konar samfélagi ég bý. Það er hægt að sveipa söguna blæju ef fjölmiðlar og fræðimenn hafa ekki aðgang að svona gögnum,“ segir Ragnar. Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður segir að Þjóðskjalasafni hafi ekki borist formleg beiðni frá Ragnari um aðgang að nýju gögnunum frá ráðuneytinu. „Við erum með gögn frá dómstólum sem hafa verið nokkuð lengi hjá okkur. Við veittum Ragnari takmarkaðan aðgang, eins og Guðna. Ráðuneytið skilaði okkur svo gögnum núna í júlí, þar á meðal umræddum gögnum um hleranir, en þau hefðu átt að vera komin fyrir löngu, þar sem 30 ára skilaskylda er á þeim. Þau yngstu eru frá 1968.“ Ólafur segir ástæðu þess að aðgangur að gögnunum sé ekki almennur vera persónuverndarsjónarmið, en lög um þetta séu óskýr eða ekki til staðar. „Mér finnst sjálfsagt að hver sem er fái að skoða þessi gögn fyrir sjálfan sig,“ segir Guðni. „Auðvitað á að láta þá sem voru hleraðir, eða aðstandendur þeirra, séu þeir látnir, vita af því að það var gert. Enginn þeirra hefur verið látinn vita, þótt margir hafi gert sér grein fyrir því engu að síður að verið var að hlera þá.“ Hvorki náðist í dómsmálaráðherra né ráðuneytisstjóra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Innlent Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar Sjá meira
Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður sendi erindi til dómsmálaráðuneytis, þjóðskjalasafns og héraðsdóms Reykjavíkur í lok maí, þess efnis að hann fengi aðgang að skýrslum um símahleranir stjórnvalda á árunum 1949 til 1968. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur hafði birt upplýsingar um þessar hleranir fyrr í mánuðinum. Ragnar segist munu fara með málið fyrir dómstóla ef lausn fæst ekki á því. „Ráðuneytið neitaði mér tvívegis um aðgang að gögnunum. Ég gerði því kröfu um að dómsmálaráðherra viki sæti, en ráðuneytið brást við því með því að senda gögnin frá sér upp í Þjóðskjalasafn, nokkrum dögum áður en beiðninni var hafnað á þeim forsendum að gögnin væru ekki í ráðuneytinu,“ segir Ragnar. Ráðuneytið tók ekki afstöðu til málsins, en vísaði til þingsályktunartillögu Alþingis varðandi stofnun þingnefndar sem fjalla ætti um hvernig aðgangi fræðimanna að gögnunum yrði háttað. Ragnar segir þetta ekki vera lögfræðilegan rökstuðning fyrir synjuninni. „Ég vil vita í hvers konar samfélagi ég bý. Það er hægt að sveipa söguna blæju ef fjölmiðlar og fræðimenn hafa ekki aðgang að svona gögnum,“ segir Ragnar. Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður segir að Þjóðskjalasafni hafi ekki borist formleg beiðni frá Ragnari um aðgang að nýju gögnunum frá ráðuneytinu. „Við erum með gögn frá dómstólum sem hafa verið nokkuð lengi hjá okkur. Við veittum Ragnari takmarkaðan aðgang, eins og Guðna. Ráðuneytið skilaði okkur svo gögnum núna í júlí, þar á meðal umræddum gögnum um hleranir, en þau hefðu átt að vera komin fyrir löngu, þar sem 30 ára skilaskylda er á þeim. Þau yngstu eru frá 1968.“ Ólafur segir ástæðu þess að aðgangur að gögnunum sé ekki almennur vera persónuverndarsjónarmið, en lög um þetta séu óskýr eða ekki til staðar. „Mér finnst sjálfsagt að hver sem er fái að skoða þessi gögn fyrir sjálfan sig,“ segir Guðni. „Auðvitað á að láta þá sem voru hleraðir, eða aðstandendur þeirra, séu þeir látnir, vita af því að það var gert. Enginn þeirra hefur verið látinn vita, þótt margir hafi gert sér grein fyrir því engu að síður að verið var að hlera þá.“ Hvorki náðist í dómsmálaráðherra né ráðuneytisstjóra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Innlent Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar Sjá meira