Hraðatakmarkandi búnaður skylda 8. ágúst 2006 07:15 Jón Magnús Pálsson, Lögbundið er að hafa hraðatakmarkandi búnað í vöruflutningabílum hérlendis sem hindrar það að þeir komist hraðar en á níutíu kílómetra hraða. Þetta segir Jón Magnús Pálsson, formaður Landssambands vörubifreiðastjóra. Vöruflutningabílstjórar hafa verið gagnrýndir undanfarið, meðal annars fyrir það að aka of hratt. Ýmsir hafa fullyrt að þeir hafi ekið á eftir vörubílum á 110 til 120 kílómetra hraða á þjóðvegum. Jón segir þetta varla geta staðist í ljósi þess að öllum beri skylda til að hafa slíkan búnað í bíl sínum, en sé það satt sé viðkomandi alvarlega brotlegur. Guðmundur Hallvarðsson, formaður samgöngunefndar Alþingis, hefur einnig varpað fram þeirri hugmynd að hugsanlega ætti að banna tengivagna við vörubíla því vegakerfið þoli þá ekki, og leggja ætti aukna áherslu á sjóflutninga. Jón Magnús segir markaðsaðstæður á Íslandi gera þá kröfu að vörur séu fluttar landleiðina. „Hvað á annars að gera við allan ferska fiskinn sem þarf að flytja frá Akureyri, Kópaskeri og vítt og breitt af landinu og fer beint í flug?“ Jón Magnús bendir á að á Íslandi séu í gildi Evrópustaðlar um lengdir ökutækja og þeim sé framfylgt. „Ef vagnarnir væru teknir aftan úr minnkuðu flutningarnir ekkert, bílunum myndi bara fjölga.“ Hann bætir við að ekki sé mögulegt að setja 12 til 14 metra langa gáma á bíla án tengivagna. Þá þyrfti að lengja bílana og þannig kæmust þeir til að mynda ekki í gegnum venjuleg hringtorg. „Ég held að stjórnvöld og samtök hagsmunaaðila ættu að setjast niður og reyna að ná sátt í þessum málum,“ segir Jón. Innlent Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Lögbundið er að hafa hraðatakmarkandi búnað í vöruflutningabílum hérlendis sem hindrar það að þeir komist hraðar en á níutíu kílómetra hraða. Þetta segir Jón Magnús Pálsson, formaður Landssambands vörubifreiðastjóra. Vöruflutningabílstjórar hafa verið gagnrýndir undanfarið, meðal annars fyrir það að aka of hratt. Ýmsir hafa fullyrt að þeir hafi ekið á eftir vörubílum á 110 til 120 kílómetra hraða á þjóðvegum. Jón segir þetta varla geta staðist í ljósi þess að öllum beri skylda til að hafa slíkan búnað í bíl sínum, en sé það satt sé viðkomandi alvarlega brotlegur. Guðmundur Hallvarðsson, formaður samgöngunefndar Alþingis, hefur einnig varpað fram þeirri hugmynd að hugsanlega ætti að banna tengivagna við vörubíla því vegakerfið þoli þá ekki, og leggja ætti aukna áherslu á sjóflutninga. Jón Magnús segir markaðsaðstæður á Íslandi gera þá kröfu að vörur séu fluttar landleiðina. „Hvað á annars að gera við allan ferska fiskinn sem þarf að flytja frá Akureyri, Kópaskeri og vítt og breitt af landinu og fer beint í flug?“ Jón Magnús bendir á að á Íslandi séu í gildi Evrópustaðlar um lengdir ökutækja og þeim sé framfylgt. „Ef vagnarnir væru teknir aftan úr minnkuðu flutningarnir ekkert, bílunum myndi bara fjölga.“ Hann bætir við að ekki sé mögulegt að setja 12 til 14 metra langa gáma á bíla án tengivagna. Þá þyrfti að lengja bílana og þannig kæmust þeir til að mynda ekki í gegnum venjuleg hringtorg. „Ég held að stjórnvöld og samtök hagsmunaaðila ættu að setjast niður og reyna að ná sátt í þessum málum,“ segir Jón.
Innlent Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira