Baráttujafntefli í Krikanum 11. ágúst 2006 10:00 tryggvi sterkur Tryggvi Guðmundsson skoraði tvö góð mörk í gær og lék vel fyrir FH. Fótbolti Eftir snarpa byrjun Fylkismanna náði FH fljótt góðum tökum á leiknum og komst yfir á 7. mínútu. Dennis Siim, sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir FH í sumar, átti góða sendingu á Tryggva Guðmundsson, sem kom boltanum í netið eftir einfaldan samleik við André Lindbaek. Vel gert hjá Tryggva. Páll Einarsson, leikmaður Fylkis, komst í dauðafæri í byrjun leiks en Daði Lárusson varði slakt skot hans. Fylkismenn gáfust ekki upp og þjörmuðu að FH-ingum með ágætis spilamennsku, en gekk illa að skapa marktækfæri. Eftir hornspyrnu jafnaði Fylkir metin með ansi skrautlegu marki. Daða Lárussyni mistókst að kýla boltann frá markinu með þeim afleiðingum að boltinn endaði í marki FH-inga. Slysalegt sjálfsmark hjá Daða, svo ekki sé meira sagt. Á 25. mínútu bætti Tryggvi öðru marki sínu við eftir fallega sendingu frá Ólafi Páli Snorrasyni. Arnar Þór Úlfarsson gleymdi sér í varnarleiknum og það nýtti Tryggvi sér vel. FH því komið með forystu að nýju. Seinni hálfleikurinn byrjaði fjörlega. André Lindbæk fékk fyrsta færi í seinni hálfleik þegar hann kom ágætis skoti á markið úr teignum, en Fjalar Þorgeirsson, markvörður Fylkis, sá við honum. Fylkismenn léku ágætlega á upphafsmínútum seinni hálfleiks en gekk sem fyrr, erfiðlega að skapa marktækifæri. Páll Einarsson sýndi lipra takta þegar hann lagði upp færi fyrir Christian Christiansen en Ármann Smári Björnsson, sem nýlega var valinn í A-landsliðshópinn í fyrsta skipti, bjargaði með skriðtæklingu á síðustu stundu. Lítið jafnvægi var í miðjuspili beggja liða en það voru einna helst Eyjólfur Héðinsson og Sigurvin Ólafsson sem glöddu augað með góðum leikskilningi. Páll Einarsson, sem hafði ekki látið mikið til sín taka, jafnaði leikinn á 60. mínútu með fallegu skoti efst í markhornið úr þröngu færi. Fylkismenn héldu áfram að sækja eftir markið en FH-ingum tókst smá saman að koma skerpa sóknarleikinn, og ná með því yfirhöndinni í leiknum. En markið lét þó á sér standa. Þrátt fyrir að FH oft leikið betur en í gær, þá virðist fátt geta komið í veg fyrir að leikmenn liðsins fagni Íslandsmeistaratitlinum þriðja árið í röð. Fylkismenn þurfa hins vegar, eins og önnur lið í deildinni, að berjast fyrir sæti sínu sínu fram í síðustu umferð. Þeir þurfa þó ekki að hafa áhyggjur ef leikmenn berjast eins og þeir gerðu í seinni hálfleik í gær. Íþróttir Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Al Horford til Golden State Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Dagskráin í dag: Fótboltinn í fyrirrúmi Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Sjá meira
Fótbolti Eftir snarpa byrjun Fylkismanna náði FH fljótt góðum tökum á leiknum og komst yfir á 7. mínútu. Dennis Siim, sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir FH í sumar, átti góða sendingu á Tryggva Guðmundsson, sem kom boltanum í netið eftir einfaldan samleik við André Lindbaek. Vel gert hjá Tryggva. Páll Einarsson, leikmaður Fylkis, komst í dauðafæri í byrjun leiks en Daði Lárusson varði slakt skot hans. Fylkismenn gáfust ekki upp og þjörmuðu að FH-ingum með ágætis spilamennsku, en gekk illa að skapa marktækfæri. Eftir hornspyrnu jafnaði Fylkir metin með ansi skrautlegu marki. Daða Lárussyni mistókst að kýla boltann frá markinu með þeim afleiðingum að boltinn endaði í marki FH-inga. Slysalegt sjálfsmark hjá Daða, svo ekki sé meira sagt. Á 25. mínútu bætti Tryggvi öðru marki sínu við eftir fallega sendingu frá Ólafi Páli Snorrasyni. Arnar Þór Úlfarsson gleymdi sér í varnarleiknum og það nýtti Tryggvi sér vel. FH því komið með forystu að nýju. Seinni hálfleikurinn byrjaði fjörlega. André Lindbæk fékk fyrsta færi í seinni hálfleik þegar hann kom ágætis skoti á markið úr teignum, en Fjalar Þorgeirsson, markvörður Fylkis, sá við honum. Fylkismenn léku ágætlega á upphafsmínútum seinni hálfleiks en gekk sem fyrr, erfiðlega að skapa marktækifæri. Páll Einarsson sýndi lipra takta þegar hann lagði upp færi fyrir Christian Christiansen en Ármann Smári Björnsson, sem nýlega var valinn í A-landsliðshópinn í fyrsta skipti, bjargaði með skriðtæklingu á síðustu stundu. Lítið jafnvægi var í miðjuspili beggja liða en það voru einna helst Eyjólfur Héðinsson og Sigurvin Ólafsson sem glöddu augað með góðum leikskilningi. Páll Einarsson, sem hafði ekki látið mikið til sín taka, jafnaði leikinn á 60. mínútu með fallegu skoti efst í markhornið úr þröngu færi. Fylkismenn héldu áfram að sækja eftir markið en FH-ingum tókst smá saman að koma skerpa sóknarleikinn, og ná með því yfirhöndinni í leiknum. En markið lét þó á sér standa. Þrátt fyrir að FH oft leikið betur en í gær, þá virðist fátt geta komið í veg fyrir að leikmenn liðsins fagni Íslandsmeistaratitlinum þriðja árið í röð. Fylkismenn þurfa hins vegar, eins og önnur lið í deildinni, að berjast fyrir sæti sínu sínu fram í síðustu umferð. Þeir þurfa þó ekki að hafa áhyggjur ef leikmenn berjast eins og þeir gerðu í seinni hálfleik í gær.
Íþróttir Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Al Horford til Golden State Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Dagskráin í dag: Fótboltinn í fyrirrúmi Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Sjá meira