Segir bankana okra á viðskiptavinum 14. ágúst 2006 07:30 Fari viðskiptavinur eina til fimm þúsund krónur umfram heimild á debetkorti borgar hann 750 krónur í refsigjald. Formaður Neytendasamtakanna segir gjaldið algjörlega út úr öllu korti. Neytendasamtökunum berast reglulega kvartanir vegna yfirdráttargjalda banka á Íslandi. Gjöldin, sem nefnast FIT-gjöld, leggjast ofan á debetkortafærslu ef ekki var innistæða fyrir henni. Fari eigandi reiknings eina til fimm þúsund krónur umfram heimild á debetreikningi sínum þarf hann að borga 750 krónur í refsigjald. Kostnaðurinn fer hækkandi eftir því sem fjárhæðin umfram heimild hækkar en gjaldskrár bankanna eru nánast eins hvað varðar FIT-gjöld. Bankarnir hafa komist upp með þetta en þetta er ekkert annað en okur, segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Oft á tíðum er verið að fara óverulega fram yfir, neytendum er gert að borga vexti og svo kemur þetta refsigjald sem er gjörsamlega út úr öllu korti að okkar mati. Mér finnst afskaplega léttvægt þegar maður fær svör í þá veru að þetta sé til að kenna neytendum að haga sér betur. Ég held að það geri þetta enginn að gamni sínu. Hann segir Neytendasamtökin hafa fengið fleiri kvartanir um þetta áður en nú. Ætli almenningur sé ekki farinn að líta á þetta sem eitthvað hundsbit sem hann verður að sætta sig við. Þetta er refsigjald fyrir það að draga reikninga án heimildar, sem er í sjálfu sér flokkað eins og fjárdráttur. Þetta er sama aðgerðin og að draga sér fé sem maður á ekki. Því eru þessi viðurlög sett hjá bankanum, segir Einar Georgsson hjá viðskiptabankasviði KB banka. Engar reglur gilda um gjaldskrár bankanna varðandi þessi gjöld, aðrar en þær sem þeir setja sjálfir. Einnig gefa bankarnir ekki upp heildartekjur þeirra vegna FIT-gjalda. Fulltrúar frá Fjármálaeftirlitinu og Neytendastofu segja hvoruga stofnunina hafa kannað þessi gjöld sérstaklega en berist kvartanir séu þær teknar til greina. Breskir bankar hafa verið í þarlendum fréttum undanfarið vegna ásakana um ólögleg yfirdráttargjöld. Samkvæmt blaðinu The Sunday Times hafa fjölmargir krafist þess að bankarnir endurgreiði þeim þau yfirdráttargjöld sem þeir hafi greitt undanfarin ár. Forsvarsmenn banka hafi brugðið á það ráð að semja við einstaklinga í stað þess að láta reyna á málið fyrir rétti. Innlent Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Fleiri fréttir Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Sjá meira
Neytendasamtökunum berast reglulega kvartanir vegna yfirdráttargjalda banka á Íslandi. Gjöldin, sem nefnast FIT-gjöld, leggjast ofan á debetkortafærslu ef ekki var innistæða fyrir henni. Fari eigandi reiknings eina til fimm þúsund krónur umfram heimild á debetreikningi sínum þarf hann að borga 750 krónur í refsigjald. Kostnaðurinn fer hækkandi eftir því sem fjárhæðin umfram heimild hækkar en gjaldskrár bankanna eru nánast eins hvað varðar FIT-gjöld. Bankarnir hafa komist upp með þetta en þetta er ekkert annað en okur, segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Oft á tíðum er verið að fara óverulega fram yfir, neytendum er gert að borga vexti og svo kemur þetta refsigjald sem er gjörsamlega út úr öllu korti að okkar mati. Mér finnst afskaplega léttvægt þegar maður fær svör í þá veru að þetta sé til að kenna neytendum að haga sér betur. Ég held að það geri þetta enginn að gamni sínu. Hann segir Neytendasamtökin hafa fengið fleiri kvartanir um þetta áður en nú. Ætli almenningur sé ekki farinn að líta á þetta sem eitthvað hundsbit sem hann verður að sætta sig við. Þetta er refsigjald fyrir það að draga reikninga án heimildar, sem er í sjálfu sér flokkað eins og fjárdráttur. Þetta er sama aðgerðin og að draga sér fé sem maður á ekki. Því eru þessi viðurlög sett hjá bankanum, segir Einar Georgsson hjá viðskiptabankasviði KB banka. Engar reglur gilda um gjaldskrár bankanna varðandi þessi gjöld, aðrar en þær sem þeir setja sjálfir. Einnig gefa bankarnir ekki upp heildartekjur þeirra vegna FIT-gjalda. Fulltrúar frá Fjármálaeftirlitinu og Neytendastofu segja hvoruga stofnunina hafa kannað þessi gjöld sérstaklega en berist kvartanir séu þær teknar til greina. Breskir bankar hafa verið í þarlendum fréttum undanfarið vegna ásakana um ólögleg yfirdráttargjöld. Samkvæmt blaðinu The Sunday Times hafa fjölmargir krafist þess að bankarnir endurgreiði þeim þau yfirdráttargjöld sem þeir hafi greitt undanfarin ár. Forsvarsmenn banka hafi brugðið á það ráð að semja við einstaklinga í stað þess að láta reyna á málið fyrir rétti.
Innlent Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Fleiri fréttir Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Sjá meira