Mislægu gatnamótin eru vel á veg komin 24. ágúst 2006 07:45 Hönnun mislægra gatnamóta Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar er langt á veg komin hjá Vegagerðinni og borgaryfirvöldum. Þetta segir Gísli Marteinn Baldursson, formaður samgöngu- og umhverfisráðs Reykjavíkur. Það er ekki komin nákvæm tímaáætlun en okkur er í raun ekkert að vanbúnaði að fara að byrja á þessu, segir Gísli. Fyrst þarf samt til dæmis að kynna þetta fyrir hagsmunaaðilum í nágrenninu og við munum halda samráðsfund fljótlega með íbúunum. Gísli segir að líklega verði framkvæmdin mjög langt komin fyrir næstu kosningar vorið 2010. Áætlað er að gatnamótin muni kosta um þrjá milljarða. Þá hefur verið samþykkt að skoða það samhliða að leggja Miklubraut í stokk meðfram Klambratúni og undir Lönguhlíð. Samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu hafa orðið á bilinu 40 til 50 umferðaróhöpp sem tilkynnt eru til lögreglu á gatnamótunum ár hvert undanfarin fimm ár. Þá er skýrslu um Sundabraut í jarðgöngum að vænta á næstu dögum. Gísli hefur boðað fund í samráðsnefnd um framkvæmdina á þriðjudaginn næsta þar sem rætt verður um þá möguleika sem fyrir hendi eru. Við þurfum einfaldlega að setjast að þessu verki og finna þá lausn sem hentar best en er jafnframt raunhæf hvað varðar kostnað og tímaramma, segir Gísli. Við viljum vinna verkið eins hratt og auðið er. Gísli segir að það myndi óhjákvæmilega taka lengri tíma ef valin yrði sú leið að leggja brautina í jarðgöng þar sem sú leið hafi ekki farið í umhverfismat, og það taki tíma. Fljótlegra væri að velja aðrar leiðir sem hefðu þegar farið í umhverfismat. Innlent Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Sjá meira
Hönnun mislægra gatnamóta Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar er langt á veg komin hjá Vegagerðinni og borgaryfirvöldum. Þetta segir Gísli Marteinn Baldursson, formaður samgöngu- og umhverfisráðs Reykjavíkur. Það er ekki komin nákvæm tímaáætlun en okkur er í raun ekkert að vanbúnaði að fara að byrja á þessu, segir Gísli. Fyrst þarf samt til dæmis að kynna þetta fyrir hagsmunaaðilum í nágrenninu og við munum halda samráðsfund fljótlega með íbúunum. Gísli segir að líklega verði framkvæmdin mjög langt komin fyrir næstu kosningar vorið 2010. Áætlað er að gatnamótin muni kosta um þrjá milljarða. Þá hefur verið samþykkt að skoða það samhliða að leggja Miklubraut í stokk meðfram Klambratúni og undir Lönguhlíð. Samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu hafa orðið á bilinu 40 til 50 umferðaróhöpp sem tilkynnt eru til lögreglu á gatnamótunum ár hvert undanfarin fimm ár. Þá er skýrslu um Sundabraut í jarðgöngum að vænta á næstu dögum. Gísli hefur boðað fund í samráðsnefnd um framkvæmdina á þriðjudaginn næsta þar sem rætt verður um þá möguleika sem fyrir hendi eru. Við þurfum einfaldlega að setjast að þessu verki og finna þá lausn sem hentar best en er jafnframt raunhæf hvað varðar kostnað og tímaramma, segir Gísli. Við viljum vinna verkið eins hratt og auðið er. Gísli segir að það myndi óhjákvæmilega taka lengri tíma ef valin yrði sú leið að leggja brautina í jarðgöng þar sem sú leið hafi ekki farið í umhverfismat, og það taki tíma. Fljótlegra væri að velja aðrar leiðir sem hefðu þegar farið í umhverfismat.
Innlent Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Sjá meira