Berst fyrir lífi sínu í brasilísku fangelsi 25. ágúst 2006 07:45 "Ég geng um með tálgaðan tannbursta á mér allan daginn ef einhver skyldi ráðast á mig," segir Hlynur Smári Sigurðarson, 23 ára Íslendingur sem setið hefur í brasilísku fangelsi í tæpa þrjá mánuði fyrir tilraun til að smygla um tveimur kílóum af kókaíni út úr landinu. "Fyrsta daginn sem ég kom hingað reyndi einn að drepa mig með hníf því að hann vildi sígarettuna mína. Ég náði hnífnum af honum og stakk hann í sjálfsvörn." Aðbúnaðurinn í fangelsinu, sem er í Porto Seguro í Bahia-fylki í Brasilíu, er hræðilegur að sögn Hlyns. "Við erum hafðir tíu saman í tíu fermetra klefa sem er ætlaður fyrir tvo menn og klósettið er hola í jörðinni," Hlynur sefur á gólfinu við þriðja mann og þurfti að greiða sérstaklega fyrir svefnstaðinn. "Ég þurfti að borga um fjögur þúsund krónur íslenskar fyrir plássið í byrjun og ég held því enn." "Við erum allir grálúsugir og skítugir og erum fóðraðir á mygluðu brauði og vatni sem er fullt af ormum," segir Hlynur. "Við fáum kaffi á daginn og í því er lyf sem hefur áhrif á kynhvötina til að koma í veg fyrir að mönnum sé nauðgað. Svo er pottþétt líka lyf í matnum, því eftir mat getur maður varla hreyft sig vegna sljóleika og vill helst sofna." Til að fá eitthvað ætilegt að borða hefur Hlynur þurft að múta samföngum sínum. "Ég var kominn í smá skuld við kokkinn um daginn eins og við köllum hann, svo að hann réðst á mig og í átökunum brotnuðu tveir fingur á mér," segir Hlynur. "Það eru nokkrir dagar síðan og ég fæ ekki að fara á sjúkradeildina." Hann kveðst peningalaus um þessar mundir og skuldi enn mat fyrir þrjár vikur. Hlynur sefur á daginn af ótta við að verða fyrir árás samfanga sinna á næturna. "Ég vaki á næturnar og reyni að sofa á morgnana þegar allir eru komnir á kreik. Þá finnst manni eins og maður sé öruggastur," segir Hlynur. Það var stutt í tárin hjá Hlyni þegar blaðamaður spurði hvað það væri sem héldi honum gangandi. "Sko, ég má ekki láta neinn sjá mig gráta hérna inni," sagði hann og ræskti sig. "Það er fyrst og fremst sonur minn sem ég á heima á Íslandi og fjölskyldan mín og vinir," sagði hann þá brostinni röddu. Þrátt fyrir að hafa setið í tæpa þrjá mánuði í fangelsi hefur mál hans ekki enn verið tekið fyrir dómi. "Í þessu landi gengur allt út á peninga. Mig vantar peninga til að láta lögfræðinginn minn fá, svo að hann geti komið hreyfingu á hlutina," sagði Hlynur. Að sögn Péturs Ásgeirssonar, skrifstofustjóra hjá utanríkisráðuneytinu, eru engir framsalssamningar í gildi milli þjóðanna. "Það útilokar samt ekki að hægt sé að semja um framsal manna eftir að þeir eru dæmdir," sagði Pétur. Erlent Innlent Lög og regla Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
"Ég geng um með tálgaðan tannbursta á mér allan daginn ef einhver skyldi ráðast á mig," segir Hlynur Smári Sigurðarson, 23 ára Íslendingur sem setið hefur í brasilísku fangelsi í tæpa þrjá mánuði fyrir tilraun til að smygla um tveimur kílóum af kókaíni út úr landinu. "Fyrsta daginn sem ég kom hingað reyndi einn að drepa mig með hníf því að hann vildi sígarettuna mína. Ég náði hnífnum af honum og stakk hann í sjálfsvörn." Aðbúnaðurinn í fangelsinu, sem er í Porto Seguro í Bahia-fylki í Brasilíu, er hræðilegur að sögn Hlyns. "Við erum hafðir tíu saman í tíu fermetra klefa sem er ætlaður fyrir tvo menn og klósettið er hola í jörðinni," Hlynur sefur á gólfinu við þriðja mann og þurfti að greiða sérstaklega fyrir svefnstaðinn. "Ég þurfti að borga um fjögur þúsund krónur íslenskar fyrir plássið í byrjun og ég held því enn." "Við erum allir grálúsugir og skítugir og erum fóðraðir á mygluðu brauði og vatni sem er fullt af ormum," segir Hlynur. "Við fáum kaffi á daginn og í því er lyf sem hefur áhrif á kynhvötina til að koma í veg fyrir að mönnum sé nauðgað. Svo er pottþétt líka lyf í matnum, því eftir mat getur maður varla hreyft sig vegna sljóleika og vill helst sofna." Til að fá eitthvað ætilegt að borða hefur Hlynur þurft að múta samföngum sínum. "Ég var kominn í smá skuld við kokkinn um daginn eins og við köllum hann, svo að hann réðst á mig og í átökunum brotnuðu tveir fingur á mér," segir Hlynur. "Það eru nokkrir dagar síðan og ég fæ ekki að fara á sjúkradeildina." Hann kveðst peningalaus um þessar mundir og skuldi enn mat fyrir þrjár vikur. Hlynur sefur á daginn af ótta við að verða fyrir árás samfanga sinna á næturna. "Ég vaki á næturnar og reyni að sofa á morgnana þegar allir eru komnir á kreik. Þá finnst manni eins og maður sé öruggastur," segir Hlynur. Það var stutt í tárin hjá Hlyni þegar blaðamaður spurði hvað það væri sem héldi honum gangandi. "Sko, ég má ekki láta neinn sjá mig gráta hérna inni," sagði hann og ræskti sig. "Það er fyrst og fremst sonur minn sem ég á heima á Íslandi og fjölskyldan mín og vinir," sagði hann þá brostinni röddu. Þrátt fyrir að hafa setið í tæpa þrjá mánuði í fangelsi hefur mál hans ekki enn verið tekið fyrir dómi. "Í þessu landi gengur allt út á peninga. Mig vantar peninga til að láta lögfræðinginn minn fá, svo að hann geti komið hreyfingu á hlutina," sagði Hlynur. Að sögn Péturs Ásgeirssonar, skrifstofustjóra hjá utanríkisráðuneytinu, eru engir framsalssamningar í gildi milli þjóðanna. "Það útilokar samt ekki að hægt sé að semja um framsal manna eftir að þeir eru dæmdir," sagði Pétur.
Erlent Innlent Lög og regla Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira