Frjálslyndir tapa miklu fylgi 27. ágúst 2006 08:15 Frjálslyndi flokkurinn missir mest fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Flokkurinn, sem hlaut 7,4 prósent atkvæða í síðustu kosningum, nýtur nú fylgis 2,1 prósents svarenda. Ekki hafa færri sagst myndu kjósa Frjálslynda flokkinn, væri boðað til þingkosninga nú, síðan í febrúar 2003, þegar fylgi flokksins mældist 1,8 prósent í könnun blaðsins. Í síðustu könnun Fréttablaðsins, sem gerð var 28. júní, sögðust 6,2 prósent myndu kjósa flokkinn sem er rúmlega fjórum prósentustigum meira en nú. Mest fylgi missir flokkurinn meðal íbúa á landsbyggðinni og kvenna. Fylgi meðal íbúa á landsbyggðinni er nú 6,1 prósentustigi minna en í síðustu könnun og segjast nú 1,6 prósent þeirra myndu kjósa Frjálslynda flokkinn. Þá er fylgi meðal kvenna 5,5 prósentustigum minnan nú en í síðustu könnun og segjast 0,5 prósent kvenna myndu kjósa flokkinn. Ef þetta væru niðurstöður kosninga myndi flokkurinn einungis fá einn þingmann kjörinn. Fylgi Samfylkingar eykst nokkuð eftir að hafa dalað nokkuð samkvæmt könnunum Fréttablaðsins. 28,0 prósent svarenda segjast nú myndu kjósa flokkinn, en 24,2 prósent sögðust myndu kjósa flokkinn í síðustu könnun blaðsins. Samkvæmt þessu gæti flokkurinn fengið 18 þingmenn kjörna. Fylgi Samfylkingar er þó ekki komið í kjörfylgi, en flokkurinn hlaut 30,9 prósent atkvæða í síðustu kosningum. Mest bætir flokkurinn við sig fylgi meðal karla, en 26,5 prósent karla segjast nú myndu kjósa Samfylkinguna í stað 19,7 prósenta í könnun blaðsins í júní. Þá bætir flokkurinn einnig við sig tæplega fimm prósentustigum á landsbyggðinni. Nú segjast 26,5 prósent íbúa utan höfuðborgarsvæðisins myndu kjósa flokkinn í stað 21,6 prósenta áður. Vinstri grænir bæta einnig við sig fjórum prósentustigum frá síðustu könnun og segjast nú 18,8 prósent svarenda myndu kjósa flokkinn, en fylgi við Vinstri græn var 14,8 prósent í síðustu könnun. Samkvæmt þessu hefur flokkurinn rúmlega tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum þegar 8,8 prósent kusu Vinstri græn. Samkvæmt þessari niðurstöðu gæti flokkurinn fengið 12 þingmenn kjörna. Mest bætir flokkurinn við sig meðal kvenna. Nú segist 24,1 prósent kvenna myndu kjósa Vinstri græn, en fylgi meðal kvenna var 12,4 prósent í könnun blaðsins í júní. Þá bætir flokkurinn einnig við sig 7,3 prósentustigum á höfuðborgarsvæðinu, en 22 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu segjast nú myndu kjósa flokkinn, en hlutfallið var 14,7 prósent í síðustu könnun. Þá missir flokkurinn örlítið fylgi meðal karla, en nú segjast 14,7 prósent karla myndu kjósa Vinstri græn, en í júní var hlutfallið 17,1 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur verið að bæta við sig fylgi síðan í nóvember á síðasta ári, dalar aðeins frá síðustu könnun. Nú segjast 39,8 prósent svarenda myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, sem er 2,7 prósentustigum minna en í síðustu könnun. Ef þetta væru niðurstöður kosninga gæti Sjálfstæðisflokkurinn fengið 25 þingmenn kjörna. Mesta breyting á fylgi Sjálfstæðisflokksins er meðal kvenna sem dalar um tæp níu prósentustig frá síðustu könnun blaðsins. Nú segjast 34 prósent kvenna myndu kjósa flokkinn, en hlutfallið var 42,6 prósent í síðustu könnun. Því er aftur kominn nokkur kynjamunur á stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn sem mældist ekki í síðustu könnun, en 44,3 prósent karla segjast nú myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þá dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu um rúm fimm prósentustig frá síðustu könnun og segjast nú 40,0 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Engin breyting er á fylgi Framsóknarflokks frá síðustu könnun, en í millitíðinni hélt Framsóknarflokkurinn flokksþing þar sem Jón Sigurðsson var kjörinn nýr formaður flokksins, Guðni Ágústsson var áfram kjörinn varaformaður og Sæunn Stefánsdóttir var kjörinn ritari. Þá hefur Framsóknarráðherrann Valgerður Sverrisdóttir verið sökuð um að stinga skýrslu um byggingu Kárahnjúkavirkjunar undir stól í fréttum að undanförnu. 10,7 prósent kjósenda segjast nú myndu kjósa flokkinn sem er 0,1 prósentustigi meira en í síðustu könnun og gæti flokkurinn samkvæmt því fengið sjö þingmenn kjörna. Ríkisstjórnarflokkarnir tveir myndu samkvæmt þessu fá 50,5 prósent atkvæða og 32 þingmenn kjörna og núverandi meirihluti myndi því halda. Hringt var í 800 kjósendur laugardaginn 26. ágúst. Svarendur skiptust jafnt milli karla og kvenna og hlutfallslega milli kjördæma. 60,6 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar. Innlent Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Frjálslyndi flokkurinn missir mest fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Flokkurinn, sem hlaut 7,4 prósent atkvæða í síðustu kosningum, nýtur nú fylgis 2,1 prósents svarenda. Ekki hafa færri sagst myndu kjósa Frjálslynda flokkinn, væri boðað til þingkosninga nú, síðan í febrúar 2003, þegar fylgi flokksins mældist 1,8 prósent í könnun blaðsins. Í síðustu könnun Fréttablaðsins, sem gerð var 28. júní, sögðust 6,2 prósent myndu kjósa flokkinn sem er rúmlega fjórum prósentustigum meira en nú. Mest fylgi missir flokkurinn meðal íbúa á landsbyggðinni og kvenna. Fylgi meðal íbúa á landsbyggðinni er nú 6,1 prósentustigi minna en í síðustu könnun og segjast nú 1,6 prósent þeirra myndu kjósa Frjálslynda flokkinn. Þá er fylgi meðal kvenna 5,5 prósentustigum minnan nú en í síðustu könnun og segjast 0,5 prósent kvenna myndu kjósa flokkinn. Ef þetta væru niðurstöður kosninga myndi flokkurinn einungis fá einn þingmann kjörinn. Fylgi Samfylkingar eykst nokkuð eftir að hafa dalað nokkuð samkvæmt könnunum Fréttablaðsins. 28,0 prósent svarenda segjast nú myndu kjósa flokkinn, en 24,2 prósent sögðust myndu kjósa flokkinn í síðustu könnun blaðsins. Samkvæmt þessu gæti flokkurinn fengið 18 þingmenn kjörna. Fylgi Samfylkingar er þó ekki komið í kjörfylgi, en flokkurinn hlaut 30,9 prósent atkvæða í síðustu kosningum. Mest bætir flokkurinn við sig fylgi meðal karla, en 26,5 prósent karla segjast nú myndu kjósa Samfylkinguna í stað 19,7 prósenta í könnun blaðsins í júní. Þá bætir flokkurinn einnig við sig tæplega fimm prósentustigum á landsbyggðinni. Nú segjast 26,5 prósent íbúa utan höfuðborgarsvæðisins myndu kjósa flokkinn í stað 21,6 prósenta áður. Vinstri grænir bæta einnig við sig fjórum prósentustigum frá síðustu könnun og segjast nú 18,8 prósent svarenda myndu kjósa flokkinn, en fylgi við Vinstri græn var 14,8 prósent í síðustu könnun. Samkvæmt þessu hefur flokkurinn rúmlega tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum þegar 8,8 prósent kusu Vinstri græn. Samkvæmt þessari niðurstöðu gæti flokkurinn fengið 12 þingmenn kjörna. Mest bætir flokkurinn við sig meðal kvenna. Nú segist 24,1 prósent kvenna myndu kjósa Vinstri græn, en fylgi meðal kvenna var 12,4 prósent í könnun blaðsins í júní. Þá bætir flokkurinn einnig við sig 7,3 prósentustigum á höfuðborgarsvæðinu, en 22 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu segjast nú myndu kjósa flokkinn, en hlutfallið var 14,7 prósent í síðustu könnun. Þá missir flokkurinn örlítið fylgi meðal karla, en nú segjast 14,7 prósent karla myndu kjósa Vinstri græn, en í júní var hlutfallið 17,1 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur verið að bæta við sig fylgi síðan í nóvember á síðasta ári, dalar aðeins frá síðustu könnun. Nú segjast 39,8 prósent svarenda myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, sem er 2,7 prósentustigum minna en í síðustu könnun. Ef þetta væru niðurstöður kosninga gæti Sjálfstæðisflokkurinn fengið 25 þingmenn kjörna. Mesta breyting á fylgi Sjálfstæðisflokksins er meðal kvenna sem dalar um tæp níu prósentustig frá síðustu könnun blaðsins. Nú segjast 34 prósent kvenna myndu kjósa flokkinn, en hlutfallið var 42,6 prósent í síðustu könnun. Því er aftur kominn nokkur kynjamunur á stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn sem mældist ekki í síðustu könnun, en 44,3 prósent karla segjast nú myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þá dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu um rúm fimm prósentustig frá síðustu könnun og segjast nú 40,0 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Engin breyting er á fylgi Framsóknarflokks frá síðustu könnun, en í millitíðinni hélt Framsóknarflokkurinn flokksþing þar sem Jón Sigurðsson var kjörinn nýr formaður flokksins, Guðni Ágústsson var áfram kjörinn varaformaður og Sæunn Stefánsdóttir var kjörinn ritari. Þá hefur Framsóknarráðherrann Valgerður Sverrisdóttir verið sökuð um að stinga skýrslu um byggingu Kárahnjúkavirkjunar undir stól í fréttum að undanförnu. 10,7 prósent kjósenda segjast nú myndu kjósa flokkinn sem er 0,1 prósentustigi meira en í síðustu könnun og gæti flokkurinn samkvæmt því fengið sjö þingmenn kjörna. Ríkisstjórnarflokkarnir tveir myndu samkvæmt þessu fá 50,5 prósent atkvæða og 32 þingmenn kjörna og núverandi meirihluti myndi því halda. Hringt var í 800 kjósendur laugardaginn 26. ágúst. Svarendur skiptust jafnt milli karla og kvenna og hlutfallslega milli kjördæma. 60,6 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar.
Innlent Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira