Nýr formaður breytir engu 27. ágúst 2006 08:45 10,7 prósent segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. sem er nánast sama hlutfall og í síðustu könnun blaðsins í júní þegar fylgi flokksins var 10,6 prósent. Kjör nýrrar stjórnar flokksins virðist því ekki hafa haft áhrif á fylgi flokksins. „Fylgi miðjuflokka, eins og Framsóknarflokksins, er það fólk sem ekki tekur þátt í sveiflum í mánaðarlegum skoðanakönnunum,“ segir Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins. „Ég hef séð svona tölur í þrjátíu til fjörutíu ár og kippi mér ekkert upp við þetta.“ Sjálfstæðisflokkurinn missir aðeins fylgi frá síðustu könnun og segjast nú 39,8 prósent myndu kjósa flokkinn. Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir að sér lítist ágætlega á þessar niðurstöður. „Flestar kannanir hafa verið að sýna okkur í kringum 40 prósent sem við höldum í þessari könnun.“ Hlutfallslega missir Frjálslyndi flokkurinn mest fylgi, um fjögur prósentustig og mælist fylgið nú 2,1 prósent. Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, segist ekki láta svona könnun á sig fá. „Við komum vel út í síðustu sveitarstjórnarkosningum og lítum bara til kosninga. Spyrjum að leikslokum.“ Vinstri græn mælast nú með 18,8 prósent fylgi sem er fjórum prósentustigum meira en í síðustu könnun blaðsins. „Ef þessar niðurstöður standast þá stefnir í spennandi kosningar enda frekar jafnt hlutfall milli ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins. Samfylking bætir einnig við sig frá síðustu könnun og segjast nú 28,0 prósent myndu kjósa flokkinn. „Fylgi við Samfylkinguna eykst, sem er gott, en við ætlum okkur auðvitað meira. Þetta er auðvitað spurning um að toppa á réttum tíma,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar. Hann segist ánægður með að Samfylkingin og Vinstri græn eru einungis tveimur þingmönnum frá því að fella ríkisstjórnina. „Samfylkingin gengur auðvitað óbundin til kosninga, en það hlýtur að vera hlutverk stjórnarandstöðu hverju sinni að fella ríkisstjórnarflokkana og við sjáum að það er fullkomlega raunhæft að það gerist.“ Innlent Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Fleiri fréttir Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Sjá meira
10,7 prósent segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. sem er nánast sama hlutfall og í síðustu könnun blaðsins í júní þegar fylgi flokksins var 10,6 prósent. Kjör nýrrar stjórnar flokksins virðist því ekki hafa haft áhrif á fylgi flokksins. „Fylgi miðjuflokka, eins og Framsóknarflokksins, er það fólk sem ekki tekur þátt í sveiflum í mánaðarlegum skoðanakönnunum,“ segir Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins. „Ég hef séð svona tölur í þrjátíu til fjörutíu ár og kippi mér ekkert upp við þetta.“ Sjálfstæðisflokkurinn missir aðeins fylgi frá síðustu könnun og segjast nú 39,8 prósent myndu kjósa flokkinn. Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir að sér lítist ágætlega á þessar niðurstöður. „Flestar kannanir hafa verið að sýna okkur í kringum 40 prósent sem við höldum í þessari könnun.“ Hlutfallslega missir Frjálslyndi flokkurinn mest fylgi, um fjögur prósentustig og mælist fylgið nú 2,1 prósent. Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, segist ekki láta svona könnun á sig fá. „Við komum vel út í síðustu sveitarstjórnarkosningum og lítum bara til kosninga. Spyrjum að leikslokum.“ Vinstri græn mælast nú með 18,8 prósent fylgi sem er fjórum prósentustigum meira en í síðustu könnun blaðsins. „Ef þessar niðurstöður standast þá stefnir í spennandi kosningar enda frekar jafnt hlutfall milli ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins. Samfylking bætir einnig við sig frá síðustu könnun og segjast nú 28,0 prósent myndu kjósa flokkinn. „Fylgi við Samfylkinguna eykst, sem er gott, en við ætlum okkur auðvitað meira. Þetta er auðvitað spurning um að toppa á réttum tíma,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar. Hann segist ánægður með að Samfylkingin og Vinstri græn eru einungis tveimur þingmönnum frá því að fella ríkisstjórnina. „Samfylkingin gengur auðvitað óbundin til kosninga, en það hlýtur að vera hlutverk stjórnarandstöðu hverju sinni að fella ríkisstjórnarflokkana og við sjáum að það er fullkomlega raunhæft að það gerist.“
Innlent Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Fleiri fréttir Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Sjá meira