Nýr formaður breytir engu 27. ágúst 2006 08:45 10,7 prósent segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. sem er nánast sama hlutfall og í síðustu könnun blaðsins í júní þegar fylgi flokksins var 10,6 prósent. Kjör nýrrar stjórnar flokksins virðist því ekki hafa haft áhrif á fylgi flokksins. „Fylgi miðjuflokka, eins og Framsóknarflokksins, er það fólk sem ekki tekur þátt í sveiflum í mánaðarlegum skoðanakönnunum,“ segir Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins. „Ég hef séð svona tölur í þrjátíu til fjörutíu ár og kippi mér ekkert upp við þetta.“ Sjálfstæðisflokkurinn missir aðeins fylgi frá síðustu könnun og segjast nú 39,8 prósent myndu kjósa flokkinn. Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir að sér lítist ágætlega á þessar niðurstöður. „Flestar kannanir hafa verið að sýna okkur í kringum 40 prósent sem við höldum í þessari könnun.“ Hlutfallslega missir Frjálslyndi flokkurinn mest fylgi, um fjögur prósentustig og mælist fylgið nú 2,1 prósent. Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, segist ekki láta svona könnun á sig fá. „Við komum vel út í síðustu sveitarstjórnarkosningum og lítum bara til kosninga. Spyrjum að leikslokum.“ Vinstri græn mælast nú með 18,8 prósent fylgi sem er fjórum prósentustigum meira en í síðustu könnun blaðsins. „Ef þessar niðurstöður standast þá stefnir í spennandi kosningar enda frekar jafnt hlutfall milli ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins. Samfylking bætir einnig við sig frá síðustu könnun og segjast nú 28,0 prósent myndu kjósa flokkinn. „Fylgi við Samfylkinguna eykst, sem er gott, en við ætlum okkur auðvitað meira. Þetta er auðvitað spurning um að toppa á réttum tíma,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar. Hann segist ánægður með að Samfylkingin og Vinstri græn eru einungis tveimur þingmönnum frá því að fella ríkisstjórnina. „Samfylkingin gengur auðvitað óbundin til kosninga, en það hlýtur að vera hlutverk stjórnarandstöðu hverju sinni að fella ríkisstjórnarflokkana og við sjáum að það er fullkomlega raunhæft að það gerist.“ Innlent Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira
10,7 prósent segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. sem er nánast sama hlutfall og í síðustu könnun blaðsins í júní þegar fylgi flokksins var 10,6 prósent. Kjör nýrrar stjórnar flokksins virðist því ekki hafa haft áhrif á fylgi flokksins. „Fylgi miðjuflokka, eins og Framsóknarflokksins, er það fólk sem ekki tekur þátt í sveiflum í mánaðarlegum skoðanakönnunum,“ segir Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins. „Ég hef séð svona tölur í þrjátíu til fjörutíu ár og kippi mér ekkert upp við þetta.“ Sjálfstæðisflokkurinn missir aðeins fylgi frá síðustu könnun og segjast nú 39,8 prósent myndu kjósa flokkinn. Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir að sér lítist ágætlega á þessar niðurstöður. „Flestar kannanir hafa verið að sýna okkur í kringum 40 prósent sem við höldum í þessari könnun.“ Hlutfallslega missir Frjálslyndi flokkurinn mest fylgi, um fjögur prósentustig og mælist fylgið nú 2,1 prósent. Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, segist ekki láta svona könnun á sig fá. „Við komum vel út í síðustu sveitarstjórnarkosningum og lítum bara til kosninga. Spyrjum að leikslokum.“ Vinstri græn mælast nú með 18,8 prósent fylgi sem er fjórum prósentustigum meira en í síðustu könnun blaðsins. „Ef þessar niðurstöður standast þá stefnir í spennandi kosningar enda frekar jafnt hlutfall milli ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins. Samfylking bætir einnig við sig frá síðustu könnun og segjast nú 28,0 prósent myndu kjósa flokkinn. „Fylgi við Samfylkinguna eykst, sem er gott, en við ætlum okkur auðvitað meira. Þetta er auðvitað spurning um að toppa á réttum tíma,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar. Hann segist ánægður með að Samfylkingin og Vinstri græn eru einungis tveimur þingmönnum frá því að fella ríkisstjórnina. „Samfylkingin gengur auðvitað óbundin til kosninga, en það hlýtur að vera hlutverk stjórnarandstöðu hverju sinni að fella ríkisstjórnarflokkana og við sjáum að það er fullkomlega raunhæft að það gerist.“
Innlent Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira