Hundruð erlendra manna óskráð 28. ágúst 2006 07:15 Vilhjálmur Birgisson Þjóðskráin afgreiðir um eitthundrað nýjar kennitölur fyrir erlenda starfsmenn fyrirtækja á hverjum degi og hefur samt ekki undan. Sex til átta vikur tekur að afgreiða kennitölurnar. Lögum samkvæmt á að gera það á tíu virkum dögum. Nýju lögin, sem sett voru 1. maí, halda hvorki vatni né vindum. Eftirlit átti að vera með því hversu margir erlendir starfsmenn kæmu til landsins en enginn veit hversu margir útlendingarnir eru, segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Fyrirtæki eiga að skila ráðningarsamningum við erlenda starfsmenn til Vinnumálastofnunar innan tíu daga frá því starfsmaðurinn hefur störf en gera ekki. Fyrirtækin geta ekki heldur staðið skil á staðgreiðslu skatta þegar kennitölu vantar. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir nokkuð til í gagnrýni verkalýðshreyfingarinnar en unnið sé ötullega að lausn málsins. Fulltrúar Vinnumálastofnunar eigi þessa dagana fundi með starfsmönnum Þjóðskrárinnar og skattyfirvalda. Í byrjun september eigum við von á að geta samkeyrt skrár og kennitölur til að finna út hverjir fá greidd laun án þess að vera skráðir. Höfuðmáli skiptir að vinnuveitendur sem leggja inn ósk um kennitölu sendi okkur afrit af ráðningarsamningi en þeir virðast ekki gera það, segir Gissur. Hann tekur fram að töf á afgreiðslu kennitölu gefi vinnuveitendum ekki rétt á að bíða með að senda inn ráðningarsamning en vinnuveitendur virðist hafa misskilið þetta. Áhyggjur eru innan verkalýðshreyfingarinnar um að svört atvinnustarfsemi hafi eða muni aukast vegna ástandsins hjá hinu opinbera. Gissur segir hægt að leiða líkur að því að þeir skipti hundruðum erlendu starfsmennirnir sem hafi verið óskráðir hér á landi í sumar. Við höfum þetta ekki fast í hendi. Vinnumálastofnun hefur heimild til að grípa til dagsekta sé ekki farið að lögum. Gissur segir að ekki hafi verið tilefni til að grípa til þessarar heimildar en ekki sé útilokað að það verði gert þegar stofnunin hafi fengið fullvissu sína um að tilkynningarskyldan sé öllum skýr. Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Þjóðskráin afgreiðir um eitthundrað nýjar kennitölur fyrir erlenda starfsmenn fyrirtækja á hverjum degi og hefur samt ekki undan. Sex til átta vikur tekur að afgreiða kennitölurnar. Lögum samkvæmt á að gera það á tíu virkum dögum. Nýju lögin, sem sett voru 1. maí, halda hvorki vatni né vindum. Eftirlit átti að vera með því hversu margir erlendir starfsmenn kæmu til landsins en enginn veit hversu margir útlendingarnir eru, segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Fyrirtæki eiga að skila ráðningarsamningum við erlenda starfsmenn til Vinnumálastofnunar innan tíu daga frá því starfsmaðurinn hefur störf en gera ekki. Fyrirtækin geta ekki heldur staðið skil á staðgreiðslu skatta þegar kennitölu vantar. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir nokkuð til í gagnrýni verkalýðshreyfingarinnar en unnið sé ötullega að lausn málsins. Fulltrúar Vinnumálastofnunar eigi þessa dagana fundi með starfsmönnum Þjóðskrárinnar og skattyfirvalda. Í byrjun september eigum við von á að geta samkeyrt skrár og kennitölur til að finna út hverjir fá greidd laun án þess að vera skráðir. Höfuðmáli skiptir að vinnuveitendur sem leggja inn ósk um kennitölu sendi okkur afrit af ráðningarsamningi en þeir virðast ekki gera það, segir Gissur. Hann tekur fram að töf á afgreiðslu kennitölu gefi vinnuveitendum ekki rétt á að bíða með að senda inn ráðningarsamning en vinnuveitendur virðist hafa misskilið þetta. Áhyggjur eru innan verkalýðshreyfingarinnar um að svört atvinnustarfsemi hafi eða muni aukast vegna ástandsins hjá hinu opinbera. Gissur segir hægt að leiða líkur að því að þeir skipti hundruðum erlendu starfsmennirnir sem hafi verið óskráðir hér á landi í sumar. Við höfum þetta ekki fast í hendi. Vinnumálastofnun hefur heimild til að grípa til dagsekta sé ekki farið að lögum. Gissur segir að ekki hafi verið tilefni til að grípa til þessarar heimildar en ekki sé útilokað að það verði gert þegar stofnunin hafi fengið fullvissu sína um að tilkynningarskyldan sé öllum skýr.
Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira