Skiptar skoðanir um nekt barna í sjónvarpi 28. ágúst 2006 08:15 Ingibjörg Þ. Rafnar Börn eru fyrst og fremst á ábyrgð foreldra en samfélagið verður að sýna ábyrgð og þá sérstaklega fjölmiðlar. Allsnakin stúlka hleypur um reiðhöll föður síns og er í fangi hans í viðtali. Hann spyr hvort hún vilji ríða Plútó og hún játar því. Hann setur hana allsnakta á bak hestinum og teymir undir. Á höfuð hennar hefur verið settur reiðhjálmur. Myndin er úr sjónvarpsviðtali Brynju Þorgeirsdóttur við danskan reiðlistamann. Viðtalið var sýnt í síðustu viku í hestaþættinum Kóngur um stund. Í kjölfar þáttarins hafa vaknað ýmsar spurningar um nekt barna í sjónvarpi. Mér fannst þetta ósmekklegt. Nektin þjónaði engum tilgangi í þættinum, segir Ingibjörg Þ. Rafnar, umboðsmaður barna. Mér sýnist að þetta varði ekki við lög en þetta er alltaf spurning um hvað er við hæfi.Þarf að lifa við þettaLára StefánsdóttirForeldrar bera ábyrgð á börnum sínum og eiga að gæta hagsmuna þeirra. Í þættinum hefur faðirinn ekkert við nekt barnsins að athuga. Lára Stefánsdóttir menntunarfræðingur er sammála Ingibjörgu og telur óþarfa að sýna stúlkuna nakta. Það sé réttur hverrar mannveru að ákveða sjálf hvort hún sýni sig nakta eða ekki.Barn á þessum aldri getur ekki tekið þá ákvörðun. Ef annar tekur þá ákvörðun að sýna barnið nakið þá er spurning hver réttur hans er til að sýna barnið nakið í sjónvarpi, segir hún og bendir á að þó að það sé allt í lagi að börn striplist heima hjá sér þá gildi kannski ekki það sama um sjónvarpið.Lára bendir á að sjónvarpsþættir séu varðveittir til lengri tíma og hægt að ná í þá á netinu. Barnið þarf að lifa við þessa skrásetningu, segir hún og spyr hver sé réttur stúlkunnar þegar hún kemur til vits og ára. Mér finnst þetta vanhugsað gagnvart barninu.Sýna börnum virðinguÚr þættinum Kóngur um stundIngibjörg segir að börn séu fyrst og fremst á ábyrgð foreldra sinna en lýsir eftir því að að samfélagið sýni ábyrgð og veltir sérstaklega fyrir sér ábyrgð fjölmiðla. Hún telur að fjölmiðlar eigi að hafa stefnu um það hvernig þeir koma fram við börn og hvernig börn eru sýnd í fjölmiðlum. Fjölmiðlar eigi að sýna börnum virðingu.Í þessu tilfelli veltir maður fyrir sér hvað er við hæfi. Hefur þetta þýðingu fyrir umfjöllunina? Er nektin í samhengi við umfjöllunarefnið? Er vanalegt að börn og fullorðnir séu fáklæddir við þær aðstæður sem fjallað er um? Svarið við öllum þessum spurningum er nei, segir hún.Sjónvarpsefni langlíftIngibjörg telur að fjölmiðlamaðurinn hafi átt að velta þessum spurningum fyrir sér áður en ákveðið var að hafa barn nakið. Nekt barnsins sé ákveðið virðingarleysi gagnvart barninu og börnum almennt. Sjónvarpsefnið sé langlíft. Það sé sett á netið og öðlist þar líf sem fjölmiðillinn hafi enga stjórn yfir. Enginn viti hvar efnið endar.Ingibjörg telur að fjölmiðlar eigi að skoða siðareglur sínar út frá hagsmunum barna. Reglur einstakra fjölmiðla og siðareglur Blaðamannafélagsins séu fátæklegar að þessu leytinu til. Þau rök heyrast að það sé tepruskapur að vilja ekki sýna allsnakið barn í sjónvarpi. Ekki megi koma þeirri hugsun inn hjá fólki að nekt sé slæm. Lára telur álitamál hvort gengið hafi verið út fyrir velsæmismörk Íslendinga í þessari mynd.Íslendingar eiga meiri samleið með Norðurlandabúum en Bandaríkjamönnum í þessu efni. Við gerum ekki athugasemd þó að barn hlaupi um nakið í góðu veðri. En hvar eru næstu mörk? Mér finnst eðlilegt að setja þau mörk við að sýna allsnakið barn í sjónvarpi með fjöldadreifingu, segir Lára. Innlent Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Allsnakin stúlka hleypur um reiðhöll föður síns og er í fangi hans í viðtali. Hann spyr hvort hún vilji ríða Plútó og hún játar því. Hann setur hana allsnakta á bak hestinum og teymir undir. Á höfuð hennar hefur verið settur reiðhjálmur. Myndin er úr sjónvarpsviðtali Brynju Þorgeirsdóttur við danskan reiðlistamann. Viðtalið var sýnt í síðustu viku í hestaþættinum Kóngur um stund. Í kjölfar þáttarins hafa vaknað ýmsar spurningar um nekt barna í sjónvarpi. Mér fannst þetta ósmekklegt. Nektin þjónaði engum tilgangi í þættinum, segir Ingibjörg Þ. Rafnar, umboðsmaður barna. Mér sýnist að þetta varði ekki við lög en þetta er alltaf spurning um hvað er við hæfi.Þarf að lifa við þettaLára StefánsdóttirForeldrar bera ábyrgð á börnum sínum og eiga að gæta hagsmuna þeirra. Í þættinum hefur faðirinn ekkert við nekt barnsins að athuga. Lára Stefánsdóttir menntunarfræðingur er sammála Ingibjörgu og telur óþarfa að sýna stúlkuna nakta. Það sé réttur hverrar mannveru að ákveða sjálf hvort hún sýni sig nakta eða ekki.Barn á þessum aldri getur ekki tekið þá ákvörðun. Ef annar tekur þá ákvörðun að sýna barnið nakið þá er spurning hver réttur hans er til að sýna barnið nakið í sjónvarpi, segir hún og bendir á að þó að það sé allt í lagi að börn striplist heima hjá sér þá gildi kannski ekki það sama um sjónvarpið.Lára bendir á að sjónvarpsþættir séu varðveittir til lengri tíma og hægt að ná í þá á netinu. Barnið þarf að lifa við þessa skrásetningu, segir hún og spyr hver sé réttur stúlkunnar þegar hún kemur til vits og ára. Mér finnst þetta vanhugsað gagnvart barninu.Sýna börnum virðinguÚr þættinum Kóngur um stundIngibjörg segir að börn séu fyrst og fremst á ábyrgð foreldra sinna en lýsir eftir því að að samfélagið sýni ábyrgð og veltir sérstaklega fyrir sér ábyrgð fjölmiðla. Hún telur að fjölmiðlar eigi að hafa stefnu um það hvernig þeir koma fram við börn og hvernig börn eru sýnd í fjölmiðlum. Fjölmiðlar eigi að sýna börnum virðingu.Í þessu tilfelli veltir maður fyrir sér hvað er við hæfi. Hefur þetta þýðingu fyrir umfjöllunina? Er nektin í samhengi við umfjöllunarefnið? Er vanalegt að börn og fullorðnir séu fáklæddir við þær aðstæður sem fjallað er um? Svarið við öllum þessum spurningum er nei, segir hún.Sjónvarpsefni langlíftIngibjörg telur að fjölmiðlamaðurinn hafi átt að velta þessum spurningum fyrir sér áður en ákveðið var að hafa barn nakið. Nekt barnsins sé ákveðið virðingarleysi gagnvart barninu og börnum almennt. Sjónvarpsefnið sé langlíft. Það sé sett á netið og öðlist þar líf sem fjölmiðillinn hafi enga stjórn yfir. Enginn viti hvar efnið endar.Ingibjörg telur að fjölmiðlar eigi að skoða siðareglur sínar út frá hagsmunum barna. Reglur einstakra fjölmiðla og siðareglur Blaðamannafélagsins séu fátæklegar að þessu leytinu til. Þau rök heyrast að það sé tepruskapur að vilja ekki sýna allsnakið barn í sjónvarpi. Ekki megi koma þeirri hugsun inn hjá fólki að nekt sé slæm. Lára telur álitamál hvort gengið hafi verið út fyrir velsæmismörk Íslendinga í þessari mynd.Íslendingar eiga meiri samleið með Norðurlandabúum en Bandaríkjamönnum í þessu efni. Við gerum ekki athugasemd þó að barn hlaupi um nakið í góðu veðri. En hvar eru næstu mörk? Mér finnst eðlilegt að setja þau mörk við að sýna allsnakið barn í sjónvarpi með fjöldadreifingu, segir Lára.
Innlent Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira