Pólitísk samstaða ríkir um málið 6. september 2006 07:45 Hanna Birna Kristjánsdóttir Mynd/Heiða Tillögu Samfylkingarinnar, um að gengið verði til viðræðna við byggingarfélög námsmanna um uppbyggingu allt að átta hundruð stúdentaíbúða á næstu árum, var einróma vísað til meðferðar í skipulagsráði á fundi borgarráðs í gær. Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, kveðst ánægður með samstöðu borgarstjórnar um málið. "Ég tel að þarna hafi verið tekið af skarið með að haldið verði áfram með þessi verkefni sem eru brýn því þörfin er gríðarleg." Dagur segir áherslu lagða á að íbúðir séu gjarnan í miðborginni innan um verslun og þjónustu. Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir viðræður við námsmannahreyfingarnar um húsnæðismál hafa staðið yfir undanfarið og að ekkert nýtt komi fram í tillögunni. "Það er hægt að segja að samstaða ríki í borgarstjórn um að tryggja námsmönnum íbúðir í borginni en við hefðum viljað sjá fyrrverandi meirihluta hefja áætlun um uppbyggingu fyrr." Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, vonast til að lausn sé í sjónmáli á miklum húsnæðisvanda námsmanna. "Á undanförnum árum hefur húsnæðisverð hækkað gríðarlega og ungt fólk verður í meiri mæli að leita út á leigumarkaðinn. Þar bætir ekki úr skák að húsaleigubætur hafa ekki hækkað frá árinu 2000, en á sama tíma hefur leiguverð hækkað um 55 prósent." Svæðin sem eru í deiglunni eru á svokölluðum Barónsreit við Hlemm þar sem um 100 íbúðir geta risið, við Einholt-Þverholt, þar sem fyrirhugað er að byggja upp allt að 400 herbergi og íbúðir. Einnig eru byggingarreitir í Vatnsmýrinni sem gætu opnað fjölmarga möguleika fyrir stúdentagarða með nýju skipulagi á svæðum HÍ og HR. Innlent Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Tillögu Samfylkingarinnar, um að gengið verði til viðræðna við byggingarfélög námsmanna um uppbyggingu allt að átta hundruð stúdentaíbúða á næstu árum, var einróma vísað til meðferðar í skipulagsráði á fundi borgarráðs í gær. Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, kveðst ánægður með samstöðu borgarstjórnar um málið. "Ég tel að þarna hafi verið tekið af skarið með að haldið verði áfram með þessi verkefni sem eru brýn því þörfin er gríðarleg." Dagur segir áherslu lagða á að íbúðir séu gjarnan í miðborginni innan um verslun og þjónustu. Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir viðræður við námsmannahreyfingarnar um húsnæðismál hafa staðið yfir undanfarið og að ekkert nýtt komi fram í tillögunni. "Það er hægt að segja að samstaða ríki í borgarstjórn um að tryggja námsmönnum íbúðir í borginni en við hefðum viljað sjá fyrrverandi meirihluta hefja áætlun um uppbyggingu fyrr." Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, vonast til að lausn sé í sjónmáli á miklum húsnæðisvanda námsmanna. "Á undanförnum árum hefur húsnæðisverð hækkað gríðarlega og ungt fólk verður í meiri mæli að leita út á leigumarkaðinn. Þar bætir ekki úr skák að húsaleigubætur hafa ekki hækkað frá árinu 2000, en á sama tíma hefur leiguverð hækkað um 55 prósent." Svæðin sem eru í deiglunni eru á svokölluðum Barónsreit við Hlemm þar sem um 100 íbúðir geta risið, við Einholt-Þverholt, þar sem fyrirhugað er að byggja upp allt að 400 herbergi og íbúðir. Einnig eru byggingarreitir í Vatnsmýrinni sem gætu opnað fjölmarga möguleika fyrir stúdentagarða með nýju skipulagi á svæðum HÍ og HR.
Innlent Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira