Áhorfandi slasaðist í stúkunni 7. september 2006 05:00 Íslenskur áhorfandi slasaðist á landsleik Íslendinga og Dana í gær, þegar hann féll í tröppum í norðurenda nýju áhorfendastúkunnar á leið út eftir leikinn. Áhorfandinn skall harkalega með höfuðið í tröppurnar og fékk skurð á höfuð sem blæddi mikið úr og hugsanlega heilahristing. Sjúkraflutningamenn frá slökkviliðinu voru á svæðinu og var áhorfandinn fluttur á slysadeild Landspítalans til aðhlynningar. Grunur er um að ölvun hafi verið með í spilinu, að sögn slökkviliðsins. Þetta er ekki fyrsta óhappið sem á sér stað í þessari stúku, sem er minna en mánaðargömul. Hún var vígð 15. ágúst síðastliðinn þegar setið var í henni í fyrsta skipti á landsleik Íslendinga og Spánverja. Meðan á leiknum stóð hrundu nokkrar sætaraðir en sætin höfðu verið fest rétt áður en flautað var til leiksins. Framkvæmd við nýju stúkuna fól í sér að gamla stúkan var stækkuð til norðurs og suðurs og sætum á vellinum þannig fjölgað í tíu þúsund. Danirnir sigruðu leikinn 2-0 og skoruðu fyrsta markið eftir aðeins fjögurra mínútna leik. Sló það Íslendingana í fyrstu út af laginu. Þó sköpuðust nokkur góð færi þangað til seinna markið kom. Um leið og flautað var til leiksloka strunsaði fyrirliði íslenska landsliðsins, Eiður Smári Guðjohnsen, út af vellinum og inn í búningsklefa. Flestir aðrir leikmenn liðsins klöppuðu fyrir áhorfendum sem mættu á völlinn. Innlent Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Íslenskur áhorfandi slasaðist á landsleik Íslendinga og Dana í gær, þegar hann féll í tröppum í norðurenda nýju áhorfendastúkunnar á leið út eftir leikinn. Áhorfandinn skall harkalega með höfuðið í tröppurnar og fékk skurð á höfuð sem blæddi mikið úr og hugsanlega heilahristing. Sjúkraflutningamenn frá slökkviliðinu voru á svæðinu og var áhorfandinn fluttur á slysadeild Landspítalans til aðhlynningar. Grunur er um að ölvun hafi verið með í spilinu, að sögn slökkviliðsins. Þetta er ekki fyrsta óhappið sem á sér stað í þessari stúku, sem er minna en mánaðargömul. Hún var vígð 15. ágúst síðastliðinn þegar setið var í henni í fyrsta skipti á landsleik Íslendinga og Spánverja. Meðan á leiknum stóð hrundu nokkrar sætaraðir en sætin höfðu verið fest rétt áður en flautað var til leiksins. Framkvæmd við nýju stúkuna fól í sér að gamla stúkan var stækkuð til norðurs og suðurs og sætum á vellinum þannig fjölgað í tíu þúsund. Danirnir sigruðu leikinn 2-0 og skoruðu fyrsta markið eftir aðeins fjögurra mínútna leik. Sló það Íslendingana í fyrstu út af laginu. Þó sköpuðust nokkur góð færi þangað til seinna markið kom. Um leið og flautað var til leiksloka strunsaði fyrirliði íslenska landsliðsins, Eiður Smári Guðjohnsen, út af vellinum og inn í búningsklefa. Flestir aðrir leikmenn liðsins klöppuðu fyrir áhorfendum sem mættu á völlinn.
Innlent Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira