Óþarft sérákvæði um heimilisofbeldi 10. september 2006 04:30 Björn Bjarnason vill sjá hver reynslan verður af lagabreytingunum. Ákveðið var að taka ekki inn í íslensk lög sérákvæði um heimilisofbeldi þegar rætt var um breytingar á lögum til þess að laga þau að þörfum þolenda heimilisofbeldis. Frumvarp Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra var samþykkt en í því er refsiþyngingarástæða, sem hægt er að beita þegar náin tengsl gerenda og brotaþola þykja hafa aukið grófleika verknaðar. Róbert Ragnar Spanó, formaður refsiréttarnefndar og kennari við lagadeild Háskóla Íslands, segir það hafa verið samróma álit nefndarinnar að óþarft væri að breyta lögum á þann veg að sérákvæði um heimilisofbeldi væri komið á. „Við mátum það svo að það væri ekki ástæða til þess að setja sérstakt ákvæði í lög um heimilisofbeldi. Við mæltum hins vegar með því að sett yrði sérstakt ákvæði um að líta skuli til þess ef gerandi hefur brotið gegn nákomnum einstaklingi við ákvörðun refsingar. Ákvæðið er því refsiþyngingarástæða. Það var samdóma álit innan nefndarinnar að það væri ekki tilefni til þess að taka inn í lögin sérstakt ákvæði um heimilisofbeldi,“ sagði Róbert Ragnar. Ágúst Ólafur Ágústsson Segir sérákvæði um heimilisofbeldi til bóta. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar, lýsti þeirri skoðun sinni í Fréttablaðinu á dögunum að skynsamlegast væri að koma sérákvæði um heimilisofbeldi inn í lög til þess að geta tekið á heimilisofbeldi með skilvirkari hætti. Bjarnþór Aðalsteinsson, fulltrúi í ofbeldisbrotadeild lögreglunnar, sagði í viðtali við Fréttablaðið 5. september síðastliðinn að það væri almennt viðhorf innan lögreglunnar að nauðsynlegt væri að breyta nálgunarbannslöggjöfinni á þann veg að hægt væri að beita henni betur í heimilisofbeldismálum. Starfsmenn Neyðarlínunnar Eins og greint var frá í Fréttblaðinu hefur tilkynningum barna til Neyðarlínunnar vegna heimilisofbeldis fjölgað umtalsvert. Deilt er um hvernig best sé að bregðast við heimilisofbeldi.FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Björn Bjarnason segir skynsamlegast að fylgjast náið með því hvernig breytingar á lögum skila sér gegn heimilisofbeldi á næstu árum. „Ég flutti frumvarp um breytingar á lögum varðandi heimilisofbeldi á síðasta þingi auk þess sem ég beitti mér fyrir nýjum verklagsreglum hjá lögreglu vegna heimilisofbeldis. Ég tel að fá eigi reynslu af þessum breytingum, áður en gripið verður til frekari breytinga á inntaki íslenskra laga um þetta efni.“ Innlent Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Sjá meira
Ákveðið var að taka ekki inn í íslensk lög sérákvæði um heimilisofbeldi þegar rætt var um breytingar á lögum til þess að laga þau að þörfum þolenda heimilisofbeldis. Frumvarp Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra var samþykkt en í því er refsiþyngingarástæða, sem hægt er að beita þegar náin tengsl gerenda og brotaþola þykja hafa aukið grófleika verknaðar. Róbert Ragnar Spanó, formaður refsiréttarnefndar og kennari við lagadeild Háskóla Íslands, segir það hafa verið samróma álit nefndarinnar að óþarft væri að breyta lögum á þann veg að sérákvæði um heimilisofbeldi væri komið á. „Við mátum það svo að það væri ekki ástæða til þess að setja sérstakt ákvæði í lög um heimilisofbeldi. Við mæltum hins vegar með því að sett yrði sérstakt ákvæði um að líta skuli til þess ef gerandi hefur brotið gegn nákomnum einstaklingi við ákvörðun refsingar. Ákvæðið er því refsiþyngingarástæða. Það var samdóma álit innan nefndarinnar að það væri ekki tilefni til þess að taka inn í lögin sérstakt ákvæði um heimilisofbeldi,“ sagði Róbert Ragnar. Ágúst Ólafur Ágústsson Segir sérákvæði um heimilisofbeldi til bóta. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar, lýsti þeirri skoðun sinni í Fréttablaðinu á dögunum að skynsamlegast væri að koma sérákvæði um heimilisofbeldi inn í lög til þess að geta tekið á heimilisofbeldi með skilvirkari hætti. Bjarnþór Aðalsteinsson, fulltrúi í ofbeldisbrotadeild lögreglunnar, sagði í viðtali við Fréttablaðið 5. september síðastliðinn að það væri almennt viðhorf innan lögreglunnar að nauðsynlegt væri að breyta nálgunarbannslöggjöfinni á þann veg að hægt væri að beita henni betur í heimilisofbeldismálum. Starfsmenn Neyðarlínunnar Eins og greint var frá í Fréttblaðinu hefur tilkynningum barna til Neyðarlínunnar vegna heimilisofbeldis fjölgað umtalsvert. Deilt er um hvernig best sé að bregðast við heimilisofbeldi.FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Björn Bjarnason segir skynsamlegast að fylgjast náið með því hvernig breytingar á lögum skila sér gegn heimilisofbeldi á næstu árum. „Ég flutti frumvarp um breytingar á lögum varðandi heimilisofbeldi á síðasta þingi auk þess sem ég beitti mér fyrir nýjum verklagsreglum hjá lögreglu vegna heimilisofbeldis. Ég tel að fá eigi reynslu af þessum breytingum, áður en gripið verður til frekari breytinga á inntaki íslenskra laga um þetta efni.“
Innlent Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Sjá meira