Segir jafnræðisreglu klárlega vera brotna 18. september 2006 06:30 Þjóðskjalasafn Íslands. Kjartan Ólafsson hefur kært Þjóðskjalasafn Íslands fyrir að veita sér ekki aðgang að gögnum um símhleranir á árunum 1949 til 1968. MYND/GVA Eiríkur Tómasson, prófessor í lögfræði og fyrrverandi formaður úrskurðarnefndar um upplýsingamál, telur ófært að Kjartani Ólafssyni, fyrrverandi þingmanni og formanni Sósíalistafélags Íslands, hafi ekki verið veittur aðgangur að gögnum um símhleranir. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur fékk aðgang að gögnunum og opinberaði síðar að símhleranir hefðu verið stundaðar að minnsta kosti sex sinnum á árunum 1949 til 1968. Skrifstofur félaga sem Kjartan var í forsvari fyrir á þessum tíma voru meðal annars hleraðar. Eiríkur segir þagnarskyldu hafa verið aflétt af gögnunum. Með því að veita Guðna aðgang að gögnunum, þá er búið að aflétta þagnarskyldu, sem kann að hafa hvílt á efni þessara skjala. Þá finnst mér, með vísan til jafnréttissjónarmiða, að Kjartan, sem er líklegur þolandi í málinu, eigi að fá sama aðgang að gögnunum og Guðni eða jafnvel meiri, sagði Eiríkur og bætti við að lögin um þessi mál væru tiltölulega skýr. Eiríkur Tómasson Efast ekki um að Kjartan Ólafsson eigi að fá aðgang að gögnum líkt og Guðni Th. Jóhannesson. Ég geri ráð fyrir, miðað við það sem ég hef heyrt af ákvörðun Þjóðskjalasafnsins, að hér sé um að ræða gögn sem varða rannsókn opinbers máls. Ef svo er þá ná upplýsingalögin ekki yfir gögnin, þar sem sérstaklega er tekið fram í lögunum að slík gögn séu undanskilin gildissviði slíkra laga. Hins vegar hefur mótast sú meginregla að öll gögn, nema þau sem hafa að geyma viðkvæm einkamálefni einstaklinga, eru aðgengileg öllum eftir að þrjátíu ár eru liðin frá því þau urðu til. Ég hefði talið eðlilegt að beita sömu reglu um gögn sem varða rannsókn í opinberu máli en Alþingi hefur ekki sett lög sem ná til þessara þátta. En aðalatriðið er, að þegar búið er að aflétta þagnarskyldunni gagnvart einum sagnfræðingi, þá finnst mér ófært að veita ekki manni sem virðist hafa meira hagsmuni að gæta, aðgang að gögnunum. Ólafur Ásgeirsson Þjóðskjalavörður neitar að veita aðgang að gögnum um símhleranir. Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður segir eðlilegt að úrskurðarnefnd um upplýsingamál fjalli um kærumál sem tengjast þessu máli áður en frekari aðgangur er veittur að gögnunum. Fyrst er fræðimanni veittur aðgangur að gögnunum þar sem hann þurfti að nota þau í norrænni rannsókn. Síðan tók Alþingi málið upp með því að ákveða að skipa nefnd sem fjallar um aðgang að gögnum eins og þessum. Niðurstöður þeirrar vinnu liggja ekki fyrir. Þessi gögn eru venjulega lokuð en Guðni fékk takmarkaðan aðgang að gögnunum með skilyrðum. Málið er nú hjá nefnd sem úrskurðar um þessi mál og meðan svo er þá teljum við okkur ekki geta veitt aðgang að gögnunum. Páll Hreinsson, formaður úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sagðist í gær ekki geta svarað hvenær úrskurður vegna kæra sem borist hafa vegna þessa máls lægi fyrir. Fréttablaðið hefur óskað eftir því skriflega að fá að skoða gögnin en ekki borist svar við beiðninni ennþá. Innlent Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Eiríkur Tómasson, prófessor í lögfræði og fyrrverandi formaður úrskurðarnefndar um upplýsingamál, telur ófært að Kjartani Ólafssyni, fyrrverandi þingmanni og formanni Sósíalistafélags Íslands, hafi ekki verið veittur aðgangur að gögnum um símhleranir. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur fékk aðgang að gögnunum og opinberaði síðar að símhleranir hefðu verið stundaðar að minnsta kosti sex sinnum á árunum 1949 til 1968. Skrifstofur félaga sem Kjartan var í forsvari fyrir á þessum tíma voru meðal annars hleraðar. Eiríkur segir þagnarskyldu hafa verið aflétt af gögnunum. Með því að veita Guðna aðgang að gögnunum, þá er búið að aflétta þagnarskyldu, sem kann að hafa hvílt á efni þessara skjala. Þá finnst mér, með vísan til jafnréttissjónarmiða, að Kjartan, sem er líklegur þolandi í málinu, eigi að fá sama aðgang að gögnunum og Guðni eða jafnvel meiri, sagði Eiríkur og bætti við að lögin um þessi mál væru tiltölulega skýr. Eiríkur Tómasson Efast ekki um að Kjartan Ólafsson eigi að fá aðgang að gögnum líkt og Guðni Th. Jóhannesson. Ég geri ráð fyrir, miðað við það sem ég hef heyrt af ákvörðun Þjóðskjalasafnsins, að hér sé um að ræða gögn sem varða rannsókn opinbers máls. Ef svo er þá ná upplýsingalögin ekki yfir gögnin, þar sem sérstaklega er tekið fram í lögunum að slík gögn séu undanskilin gildissviði slíkra laga. Hins vegar hefur mótast sú meginregla að öll gögn, nema þau sem hafa að geyma viðkvæm einkamálefni einstaklinga, eru aðgengileg öllum eftir að þrjátíu ár eru liðin frá því þau urðu til. Ég hefði talið eðlilegt að beita sömu reglu um gögn sem varða rannsókn í opinberu máli en Alþingi hefur ekki sett lög sem ná til þessara þátta. En aðalatriðið er, að þegar búið er að aflétta þagnarskyldunni gagnvart einum sagnfræðingi, þá finnst mér ófært að veita ekki manni sem virðist hafa meira hagsmuni að gæta, aðgang að gögnunum. Ólafur Ásgeirsson Þjóðskjalavörður neitar að veita aðgang að gögnum um símhleranir. Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður segir eðlilegt að úrskurðarnefnd um upplýsingamál fjalli um kærumál sem tengjast þessu máli áður en frekari aðgangur er veittur að gögnunum. Fyrst er fræðimanni veittur aðgangur að gögnunum þar sem hann þurfti að nota þau í norrænni rannsókn. Síðan tók Alþingi málið upp með því að ákveða að skipa nefnd sem fjallar um aðgang að gögnum eins og þessum. Niðurstöður þeirrar vinnu liggja ekki fyrir. Þessi gögn eru venjulega lokuð en Guðni fékk takmarkaðan aðgang að gögnunum með skilyrðum. Málið er nú hjá nefnd sem úrskurðar um þessi mál og meðan svo er þá teljum við okkur ekki geta veitt aðgang að gögnunum. Páll Hreinsson, formaður úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sagðist í gær ekki geta svarað hvenær úrskurður vegna kæra sem borist hafa vegna þessa máls lægi fyrir. Fréttablaðið hefur óskað eftir því skriflega að fá að skoða gögnin en ekki borist svar við beiðninni ennþá.
Innlent Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira