Kæra rektor vegna skemmtanabanns 18. september 2006 06:00 Menntaskólinn við Sund. Rektor segist ekki hafa treyst sér til að hafa sjö unga menn á dansleik sem haldinn var við skólann. „Við teljum son okkar hafa verið beittan svo miklum órétti í þessu máli að við sjáum okkur ekki annað fært en að bregðast við,“ segir Viðar Garðarsson, sem nú er að undirbúa stjórnsýslukæru á hendur Más Vilhjálmssonar, rektors Menntaskólans við Sund. Ástæðu kærunnar segir Viðar vera þá að hann telji rektorinn hafa farið langt út fyrir valdsvið sitt þegar hann úrskurðaði nokkra pilta í skemmtanabann við skólann, þar sem hann taldi þá hafa átt aðild að átökum lögreglu og ungmenna í Skeifunni snemma í mánuðinum. Viðar segir son sinn ekki tengjast þessu máli á annan hátt en að hann er meðlimur á bloggsíðu þar sem skrifað var um atburðina. Þau skrif segir hann þó hafa verið undirrituð með fullu nafni höfundar og því telji hann undarlegt að þau séu látin bitna á öllum þeim sem tengjast síðunni. VIÐAR GARÐARSSON Telur son sinn hafa verið beittan órétti að hálfu rektors Menntaskólans við Sund og undirbýr stjórnsýslu kæru. „Það að banna ungmennum að taka þátt í félagslífi menntaskóla síns vegna atburða sem þau tengdust ekki neitt og hafa ekkert með skólann að gera þykir mér einkennilegt. Ég hef farið yfir málið ásamt lögfræðingi og við fáum ekki sé að ákvörðun rektors standist reglur nemendafélags, menntaskólans eða menntamálaráðuneytisins,“ segir Viðar. Hann kveðst hafa spurt rektorinn margoft í hverju hann teldi brot sonar síns vera fólgið og á hvaða reglum hann hefði byggt ákvörðun sína um skemmtanabann. Það eina sem hann hafi uppskorið var að væri hann ósáttur gæti hann kært málið eftir formlegum leiðum. Því segist Viðar ekki eiga annars úrkosta en að senda stjórnsýslukæru. Fleiri foreldrar sem haft var samband við vegna málsins töldu rektor ekki hafa gætt sanngirni og töldu afskipti hans af því sem nemendur hafa haft fyrir stafni í frítíma sínum óþörf. Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund, segir ekki rétt að kalla aðgerðirnar bann. Hann telur eðlilegt að álitamál geti komið upp innan opinberra stofnana eins og menntaskóla og ekkert sé athugavert við að þau séu afgreidd eftir opinberum leiðum. „Það voru sjö einstaklingar við skólann sem ég treysti mér ekki til að hafa með á dansleik í skólanum,“ segir Már sem telur aðgerðirnar réttlætanlegar af sinni hálfu til að tryggja að öryggi annarra. Innlent Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Fleiri fréttir „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Sjá meira
„Við teljum son okkar hafa verið beittan svo miklum órétti í þessu máli að við sjáum okkur ekki annað fært en að bregðast við,“ segir Viðar Garðarsson, sem nú er að undirbúa stjórnsýslukæru á hendur Más Vilhjálmssonar, rektors Menntaskólans við Sund. Ástæðu kærunnar segir Viðar vera þá að hann telji rektorinn hafa farið langt út fyrir valdsvið sitt þegar hann úrskurðaði nokkra pilta í skemmtanabann við skólann, þar sem hann taldi þá hafa átt aðild að átökum lögreglu og ungmenna í Skeifunni snemma í mánuðinum. Viðar segir son sinn ekki tengjast þessu máli á annan hátt en að hann er meðlimur á bloggsíðu þar sem skrifað var um atburðina. Þau skrif segir hann þó hafa verið undirrituð með fullu nafni höfundar og því telji hann undarlegt að þau séu látin bitna á öllum þeim sem tengjast síðunni. VIÐAR GARÐARSSON Telur son sinn hafa verið beittan órétti að hálfu rektors Menntaskólans við Sund og undirbýr stjórnsýslu kæru. „Það að banna ungmennum að taka þátt í félagslífi menntaskóla síns vegna atburða sem þau tengdust ekki neitt og hafa ekkert með skólann að gera þykir mér einkennilegt. Ég hef farið yfir málið ásamt lögfræðingi og við fáum ekki sé að ákvörðun rektors standist reglur nemendafélags, menntaskólans eða menntamálaráðuneytisins,“ segir Viðar. Hann kveðst hafa spurt rektorinn margoft í hverju hann teldi brot sonar síns vera fólgið og á hvaða reglum hann hefði byggt ákvörðun sína um skemmtanabann. Það eina sem hann hafi uppskorið var að væri hann ósáttur gæti hann kært málið eftir formlegum leiðum. Því segist Viðar ekki eiga annars úrkosta en að senda stjórnsýslukæru. Fleiri foreldrar sem haft var samband við vegna málsins töldu rektor ekki hafa gætt sanngirni og töldu afskipti hans af því sem nemendur hafa haft fyrir stafni í frítíma sínum óþörf. Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund, segir ekki rétt að kalla aðgerðirnar bann. Hann telur eðlilegt að álitamál geti komið upp innan opinberra stofnana eins og menntaskóla og ekkert sé athugavert við að þau séu afgreidd eftir opinberum leiðum. „Það voru sjö einstaklingar við skólann sem ég treysti mér ekki til að hafa með á dansleik í skólanum,“ segir Már sem telur aðgerðirnar réttlætanlegar af sinni hálfu til að tryggja að öryggi annarra.
Innlent Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Fleiri fréttir „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Sjá meira