Lögreglumenn í Keflavík stöðvuðu sex ökumenn fyrir of hraðan akstur um liðna helgi. Að sögn lögreglunnar var einn ökumannanna mældur á 146 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni. Það er langt yfir mörkum, enda leyfilegur hámarkshraði á brautinni 90 kílómetrar á klukkustund.
Þá stöðvaði lögregla annan ökumann á Grindavíkurvegi en sá mældist á 120 kílómetra hraða.
Þrír ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um ölvun undir stýri og jafn margir vegna annarra umferðarlagabrota.