Sjónmengun af völdum háspennulína 20. september 2006 07:45 háspennulínur Möstur sem reist voru í sumar við bæinn Eyrarteig í Skriðdal í Fljótsdalshéraði. mynd/sigurður arnarsson Náttúruvaktin mótmælir harðlega þeim áætlunum Landsnets að leggja háspennulínur frá Hellisheiðarvirkjun vegna þeirrar gríðarlegu sjónmengunar sem þær munu valda. Landsnet undirbýr nú framkvæmdir við háspennulínur frá fyrirhuguðum virkjunum á Ölkelduhálsi og við Hverahlíð, og frá Hellisheiðarvirkjun í Ölfusi, að Geithálsi í Reykjavík og Straumsvík í Hafnarfirði. Mat á umhverfisáhrifum þessara framkvæmda er að hefjast og gefst almenningi kostur á að koma með athugasemdir við drög að matsáætlun fram til 29. september. Ásta Þorleifsdóttir, sem situr í stjórn Náttúruvaktarinnar, segir óforsvaranlegt að hafa háspennulínur ofanjarðar svo nálægt þéttbýli. "Landsneti ber skylda til að bera saman kosti þess að leggja háspennulínur í jörð eða ofanjarðar." Ásta telur skammtíma gróðahyggju of ráðandi og að þegar litið sé til lengri tíma sé alls óvíst að ódýrara sé að leggja háspennulínur ofanjarðar með tilheyrandi viðhaldskostnaði. Í drögum að matsáætlun Landsnets, sem kynnt voru á sunnudag, segir að kostnaður við jarðstrengi á lægstu spennu sé sambærilegur við loftlínu en hækki hratt með aukinni spennu, einkum þegar komið er upp fyrir 132 kílóvatta spennu. Af þeim sökum sé ekki reiknað með jarðlínu sem valkosti nema aðstæður verði með þeim hætti að ekki sé um aðra lausn að ræða. Innlent Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Náttúruvaktin mótmælir harðlega þeim áætlunum Landsnets að leggja háspennulínur frá Hellisheiðarvirkjun vegna þeirrar gríðarlegu sjónmengunar sem þær munu valda. Landsnet undirbýr nú framkvæmdir við háspennulínur frá fyrirhuguðum virkjunum á Ölkelduhálsi og við Hverahlíð, og frá Hellisheiðarvirkjun í Ölfusi, að Geithálsi í Reykjavík og Straumsvík í Hafnarfirði. Mat á umhverfisáhrifum þessara framkvæmda er að hefjast og gefst almenningi kostur á að koma með athugasemdir við drög að matsáætlun fram til 29. september. Ásta Þorleifsdóttir, sem situr í stjórn Náttúruvaktarinnar, segir óforsvaranlegt að hafa háspennulínur ofanjarðar svo nálægt þéttbýli. "Landsneti ber skylda til að bera saman kosti þess að leggja háspennulínur í jörð eða ofanjarðar." Ásta telur skammtíma gróðahyggju of ráðandi og að þegar litið sé til lengri tíma sé alls óvíst að ódýrara sé að leggja háspennulínur ofanjarðar með tilheyrandi viðhaldskostnaði. Í drögum að matsáætlun Landsnets, sem kynnt voru á sunnudag, segir að kostnaður við jarðstrengi á lægstu spennu sé sambærilegur við loftlínu en hækki hratt með aukinni spennu, einkum þegar komið er upp fyrir 132 kílóvatta spennu. Af þeim sökum sé ekki reiknað með jarðlínu sem valkosti nema aðstæður verði með þeim hætti að ekki sé um aðra lausn að ræða.
Innlent Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira