Ný þjónusta styttir leiðina 20. september 2006 07:30 Inga María Vilhjálmsdóttir Við heilsugæsluna í Grafarvogi er nú í gangi tilraunaverkefni sem hugsað er sem fyrsta úrræði fyrir fjölskyldur í vanda. Inga María Vilhjálmsdóttir, félagsráðgjafi við heilsugæsluna í Grafarvogi, segir að í meðferðarteyminu sé hægt að veita þeim börnum aðstoð sem stríða við geðræn vandamál af ýmsum toga, eins og til dæmis kvíða sem komið hefur vegna breytinga svo sem skilnaðar eða annarra erfiðleika í fjölskyldunni. Inga María segir þá sem þiggja þjónustuna byrja á því að panta tíma hjá heimilislækni, sem síðan geti vísað viðkomandi í meðferðarteymi barna sem samanstendur af fagaðilum. "Þetta tilraunaverkefni hefur nú staðið yfir í á annað ár og hefur ásóknin verið mikil en þrátt fyrir það hafa biðlistar ekki myndast. Með þessu úrræði geta einstaklingar stytt sér leið ef vandamálið er ekki orðið mjög alvarlegt og virkar þá sem eins konar forvörn. Barna- og unglingageðdeild (BUGL) hefur verið að sinna alvarlegri málum en hefur einnig fengið inn á borð til sín mál sem við getum sinnt og þannig styttum við biðlistana á BUGL að einhverju leyti." Ólafur Guðmundsson, yfirlæknir Barna- og unglingageðdeidar, segir verkefnið í Grafarvogi mikilvægt og þykir líklegt að meðferðarteymi barna létti á sérfræðiþjónustu BUGL. "Ég myndi vilja sjá teymi af þessari gerð við fleiri heilsugæslustöðvar og beina þannig þjónustu á vægari vandamálum til þeirra." Ólafur segir þessa þjónustu einnig mikilvæga þegar BUGL hafi lokið meðferð málsins, til að fylgja málum eftir. "Eins og staðan er núna bíða um 100 börn eftir þjónustu göngudeildar BUGL. Biðtími þeirra er breytilegur eftir eðli vandans en getur farið yfir ár. Þegar beiðnir berast reynum við að finna út hvort hægt sé að afgreiða þær annars staðar og stytta þannig biðlistann. Hingað til hefur heilsugæslan ekki getað sinnt málum barna og unglinga með geðræn vandamál og hverfaþjónusturnar hafa lagt áherslu á félagsleg vandamál og vandamál innan skólanna." Ólafur segir næsta útspil hjá heilbrigðisráðherra, sem hefur leitað álits sænskra lækna um hvernig takast eigi á við geðræn vandamál barna og unglinga. Innlent Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Við heilsugæsluna í Grafarvogi er nú í gangi tilraunaverkefni sem hugsað er sem fyrsta úrræði fyrir fjölskyldur í vanda. Inga María Vilhjálmsdóttir, félagsráðgjafi við heilsugæsluna í Grafarvogi, segir að í meðferðarteyminu sé hægt að veita þeim börnum aðstoð sem stríða við geðræn vandamál af ýmsum toga, eins og til dæmis kvíða sem komið hefur vegna breytinga svo sem skilnaðar eða annarra erfiðleika í fjölskyldunni. Inga María segir þá sem þiggja þjónustuna byrja á því að panta tíma hjá heimilislækni, sem síðan geti vísað viðkomandi í meðferðarteymi barna sem samanstendur af fagaðilum. "Þetta tilraunaverkefni hefur nú staðið yfir í á annað ár og hefur ásóknin verið mikil en þrátt fyrir það hafa biðlistar ekki myndast. Með þessu úrræði geta einstaklingar stytt sér leið ef vandamálið er ekki orðið mjög alvarlegt og virkar þá sem eins konar forvörn. Barna- og unglingageðdeild (BUGL) hefur verið að sinna alvarlegri málum en hefur einnig fengið inn á borð til sín mál sem við getum sinnt og þannig styttum við biðlistana á BUGL að einhverju leyti." Ólafur Guðmundsson, yfirlæknir Barna- og unglingageðdeidar, segir verkefnið í Grafarvogi mikilvægt og þykir líklegt að meðferðarteymi barna létti á sérfræðiþjónustu BUGL. "Ég myndi vilja sjá teymi af þessari gerð við fleiri heilsugæslustöðvar og beina þannig þjónustu á vægari vandamálum til þeirra." Ólafur segir þessa þjónustu einnig mikilvæga þegar BUGL hafi lokið meðferð málsins, til að fylgja málum eftir. "Eins og staðan er núna bíða um 100 börn eftir þjónustu göngudeildar BUGL. Biðtími þeirra er breytilegur eftir eðli vandans en getur farið yfir ár. Þegar beiðnir berast reynum við að finna út hvort hægt sé að afgreiða þær annars staðar og stytta þannig biðlistann. Hingað til hefur heilsugæslan ekki getað sinnt málum barna og unglinga með geðræn vandamál og hverfaþjónusturnar hafa lagt áherslu á félagsleg vandamál og vandamál innan skólanna." Ólafur segir næsta útspil hjá heilbrigðisráðherra, sem hefur leitað álits sænskra lækna um hvernig takast eigi á við geðræn vandamál barna og unglinga.
Innlent Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira