Öflun gagna og yfirheyrslur í fjársvikamáli fyrrum starfsmanns Tryggingastofnunar standa enn yfir hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra. Aflað er upplýsinga hjá á þriðja tug manna til að kanna hvort þeir tengist fjársvikamálinu eða ekki. Talið er að starfsmaðurinn hafi dregið að sér allt að sjötíu milljónir króna.
Jón H. B. Snorrason saksóknari segir að bankareikningar hafi verið frystir, hald lagt á peninga og verðmæti svo sem fasteignir og bíla. Við stefnum að því að ljúka þessu fyrir áramót, segir Jón H. B. Snorrason.
Hald lagt á bíla og fasteignir
