Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt mann til að greiða 70.000 króna sekt til ríkissjóðs vegna tveggja fíkniefnabrota. Maðurinn hefur tvívegis áður hlotið dóma vegna brota á fíkniefnalögum. Hann játaði sök fyrir dómi en rauf skilorð.
Dómara þótti þó við hæfi að láta skilorðsdóminn standa áfram og dæma sérstaklega fyrir þau brot sem ákært var fyrir nú.