Á móti, til þess að vera á móti? 21. september 2006 06:00 Þá er enn á ný verið að kjósa í stjórn Heimdallar. Ég leit inn á stefnumál framboðanna og gladdist yfir nýju yfirbragði framboðsins blatt.is. Sem dæmi má nefna nýstárlega umhverfisstefnu og meðbyr með fyrningarfresti í kynferðisbrotamálum. Ég las lengra og kem að málefnaflokknum "jöfn tækifæri-ekki jákvæð mismunun". Næst þegar ég tek þátt í bæta stefnuskrá þá ætla ég að hafa það í huga að það er líka hægt að dæla þar inn öllu því sem ég er ósammála. Mín stefnuskrá gæti t.d verið stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins, nema með neitunar forskeyti fyrir framan öll málin. Hvað í ósköpunum vill framboð Erlu Óskar Ásgeirsdóttur gera í jafnréttismálum kynjanna? Ég er engu nær þrátt fyrir að framboðið vilji varðveita og styrkja jöfn tækifæri einstaklinga. Það eina sem ég veit er að framboðið styður ekki jákvæða mismunun og kynjakvóta! Ég verð að segja að kynjakvótar eru alltaf neyðarúrræði. Aftur á móti get ég ekki bent á aðra leið sem sýnir betri árangur. Ef við ætlum að ná árangri í jafnréttismálum þá verðum við, því miður, að beita sértækum aðgerðum. Kvennalistinn var á sínum tíma sértæk aðgerð. Sértæk aðgerð til þess að auka hlut kvenna inná Alþingi. Í kjölfarið fjölgaði konum, ekki bara inná Alþingi heldur líka í fjölmiðlum, í stjórnunarstöðum og fl. Þegar Kvennalistinn hætti, þá lækkuðu þessar tölur í kjölfarið. Ef við myndum beita jákvæðri mismunun þegar hennar er þörf kæmi það sér vel fyrir bæði karla og konur. Körlum myndi fjölga í kennarastétt og konum myndi fjölga í bankastjórastöðum. Karlar ráða frekar karla. Til þess að koma í veg fyrir þann vítahring næstu áratugina, að einungis karlar verði bankastjórar og biskupar þá verðum við að beita jákvæðri mismunun, allavega ef við viljum að hæfasti einstaklingurinn komist að! Ef starfsmenn Háskóla Íslands sem stóðu að ráðningu prófessors í tölvunarfræði skor hefðu haft vit á því að beita jákvæðri mismunun hefði ekki karlmaður með miklu minni menntun og reynslu verið ráðin fram yfir þræl menntaða og reynslumikla konu sem Háskólinn hefði notið góðs að í átt að 100 bestu háskólum heims. Ég hef aldrei heyrt um stöðu þar sem kona hefur verið ráðin bara vegna þess að hún er kona. Ef svoleiðis dæmi eru til þá hefur ekki verið staðið rétt að aðgerðinni og ekki hægt að kenna neinum öðrum um en þeim sem réðu í starfið. Jákvæð mismunun er einmitt í takt við ykkar helsta markmið, að ráða hæfasta einstaklingin, sama að hvaða kyni hann er! Það hefur oft verið sagt um Vinstri Græn að þar sé einungis fólk sem er á móti bara til þess að vera á móti. Ég get ekki annað sé en stefnumálaflokkurinn "jöfn tækifæri-ekki jákvæð mismunun" sé ekkert annað en heilt framboð af fólki sem er á móti, bara til þess að vera á móti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Þá er enn á ný verið að kjósa í stjórn Heimdallar. Ég leit inn á stefnumál framboðanna og gladdist yfir nýju yfirbragði framboðsins blatt.is. Sem dæmi má nefna nýstárlega umhverfisstefnu og meðbyr með fyrningarfresti í kynferðisbrotamálum. Ég las lengra og kem að málefnaflokknum "jöfn tækifæri-ekki jákvæð mismunun". Næst þegar ég tek þátt í bæta stefnuskrá þá ætla ég að hafa það í huga að það er líka hægt að dæla þar inn öllu því sem ég er ósammála. Mín stefnuskrá gæti t.d verið stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins, nema með neitunar forskeyti fyrir framan öll málin. Hvað í ósköpunum vill framboð Erlu Óskar Ásgeirsdóttur gera í jafnréttismálum kynjanna? Ég er engu nær þrátt fyrir að framboðið vilji varðveita og styrkja jöfn tækifæri einstaklinga. Það eina sem ég veit er að framboðið styður ekki jákvæða mismunun og kynjakvóta! Ég verð að segja að kynjakvótar eru alltaf neyðarúrræði. Aftur á móti get ég ekki bent á aðra leið sem sýnir betri árangur. Ef við ætlum að ná árangri í jafnréttismálum þá verðum við, því miður, að beita sértækum aðgerðum. Kvennalistinn var á sínum tíma sértæk aðgerð. Sértæk aðgerð til þess að auka hlut kvenna inná Alþingi. Í kjölfarið fjölgaði konum, ekki bara inná Alþingi heldur líka í fjölmiðlum, í stjórnunarstöðum og fl. Þegar Kvennalistinn hætti, þá lækkuðu þessar tölur í kjölfarið. Ef við myndum beita jákvæðri mismunun þegar hennar er þörf kæmi það sér vel fyrir bæði karla og konur. Körlum myndi fjölga í kennarastétt og konum myndi fjölga í bankastjórastöðum. Karlar ráða frekar karla. Til þess að koma í veg fyrir þann vítahring næstu áratugina, að einungis karlar verði bankastjórar og biskupar þá verðum við að beita jákvæðri mismunun, allavega ef við viljum að hæfasti einstaklingurinn komist að! Ef starfsmenn Háskóla Íslands sem stóðu að ráðningu prófessors í tölvunarfræði skor hefðu haft vit á því að beita jákvæðri mismunun hefði ekki karlmaður með miklu minni menntun og reynslu verið ráðin fram yfir þræl menntaða og reynslumikla konu sem Háskólinn hefði notið góðs að í átt að 100 bestu háskólum heims. Ég hef aldrei heyrt um stöðu þar sem kona hefur verið ráðin bara vegna þess að hún er kona. Ef svoleiðis dæmi eru til þá hefur ekki verið staðið rétt að aðgerðinni og ekki hægt að kenna neinum öðrum um en þeim sem réðu í starfið. Jákvæð mismunun er einmitt í takt við ykkar helsta markmið, að ráða hæfasta einstaklingin, sama að hvaða kyni hann er! Það hefur oft verið sagt um Vinstri Græn að þar sé einungis fólk sem er á móti bara til þess að vera á móti. Ég get ekki annað sé en stefnumálaflokkurinn "jöfn tækifæri-ekki jákvæð mismunun" sé ekkert annað en heilt framboð af fólki sem er á móti, bara til þess að vera á móti.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar