Hann ætlaði að drepa mig 21. september 2006 07:15 Þorleifur Eggertsson Bjargaði lífi sínu með því að taka til fótanna. MYND/Brink „Hann tók upp hnífinn, ógnaði mér og sagði mér að afhenda sér peningana,“ segir Þorleifur Eggertsson, eigandi Leifasjoppu við Iðufell í Breiðholti, en hann var að störfum í söluturninum þegar ránstilraun var gerð þar á þriðjudagskvöld. „Ég neitaði honum, en þá sagðist hann ætla að stinga mig á hol og stökk yfir búðarborðið. Ég reyndi að hlaupa út um bakdyr en hann náði mér næstum því í dyragættinni. Hann lét peningakassann vera. Hann einbeitti sér alveg að mér. Það er eiginlega skuggalegast í þessu því hann kom til að ná í peningana. En hann var síðan ekkert að pæla í þeim.“ Maðurinn hafði komið inn í söluturninn á tólfta tímanum og beðið eftir því að verða einn með Þorleifi áður en hann lét til skarar skríða. Hann var vopnaður hnífi og huldi andlit sitt með hvítum klút. Á eftirlitsmyndbandi úr söluturninum sést maðurinn stökkva yfir búðarborðið, hlaupa framhjá peningakassanum og veita Þorleifi eftirför með hnífinn á lofti. Í atburðarásinni gerir hann enga tilraun til þess að tæma peningakassann heldur einbeitir sér að því að ná Þorleifi. Þorleifur segir að svo virðist sem maðurinn hafi hætt við þegar þeir voru komnir út. „Þá hljóp hann bara í burtu. En þegar ég var að opna dyrnar var hann alveg í bakinu á mér. Það munaði engu.“ Að sögn Þorleifs voru einungis um 4.500 krónur í kassanum þetta kvöld og því ljóst að maðurinn hefði ekki haft mikið upp úr krafsinu. Hann segir það mikla mildi að hafa sloppið óskaddaður frá þessu en viðurkennir þó að hann hafi ekki sofið mikið um nóttina. Þorleifur segist trúa því að maðurinn hafi ætlað að drepa sig. „Hann var ekkert að reyna að ná í peningana. Það sést þegar maður skoðar myndbandið.“ Tveir menn og ein kona voru handtekin við Höfðabakka stuttu síðar á stolnum bíl, grunuð um ránstilraunina. Þau eru öll um tvítugt. Bílnum sem þau óku hafði verið stolið á Selfossi fyrr um kvöldið. Einn hinna handteknu er þekktur af lögreglu fyrir ýmis afbrot. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Reykjavík var fólkið í annarlegu ástandi þegar það var handtekið og beið enn yfirheyrslu síðast þegar fréttist. Innlent Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
„Hann tók upp hnífinn, ógnaði mér og sagði mér að afhenda sér peningana,“ segir Þorleifur Eggertsson, eigandi Leifasjoppu við Iðufell í Breiðholti, en hann var að störfum í söluturninum þegar ránstilraun var gerð þar á þriðjudagskvöld. „Ég neitaði honum, en þá sagðist hann ætla að stinga mig á hol og stökk yfir búðarborðið. Ég reyndi að hlaupa út um bakdyr en hann náði mér næstum því í dyragættinni. Hann lét peningakassann vera. Hann einbeitti sér alveg að mér. Það er eiginlega skuggalegast í þessu því hann kom til að ná í peningana. En hann var síðan ekkert að pæla í þeim.“ Maðurinn hafði komið inn í söluturninn á tólfta tímanum og beðið eftir því að verða einn með Þorleifi áður en hann lét til skarar skríða. Hann var vopnaður hnífi og huldi andlit sitt með hvítum klút. Á eftirlitsmyndbandi úr söluturninum sést maðurinn stökkva yfir búðarborðið, hlaupa framhjá peningakassanum og veita Þorleifi eftirför með hnífinn á lofti. Í atburðarásinni gerir hann enga tilraun til þess að tæma peningakassann heldur einbeitir sér að því að ná Þorleifi. Þorleifur segir að svo virðist sem maðurinn hafi hætt við þegar þeir voru komnir út. „Þá hljóp hann bara í burtu. En þegar ég var að opna dyrnar var hann alveg í bakinu á mér. Það munaði engu.“ Að sögn Þorleifs voru einungis um 4.500 krónur í kassanum þetta kvöld og því ljóst að maðurinn hefði ekki haft mikið upp úr krafsinu. Hann segir það mikla mildi að hafa sloppið óskaddaður frá þessu en viðurkennir þó að hann hafi ekki sofið mikið um nóttina. Þorleifur segist trúa því að maðurinn hafi ætlað að drepa sig. „Hann var ekkert að reyna að ná í peningana. Það sést þegar maður skoðar myndbandið.“ Tveir menn og ein kona voru handtekin við Höfðabakka stuttu síðar á stolnum bíl, grunuð um ránstilraunina. Þau eru öll um tvítugt. Bílnum sem þau óku hafði verið stolið á Selfossi fyrr um kvöldið. Einn hinna handteknu er þekktur af lögreglu fyrir ýmis afbrot. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Reykjavík var fólkið í annarlegu ástandi þegar það var handtekið og beið enn yfirheyrslu síðast þegar fréttist.
Innlent Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira