Fríhöfnin þyrfti að efla upplýsingagjöf 21. september 2006 07:00 Vökvi gerður upptækur Dæmi eru þess að vökvi úr Fríhöfninni, til dæmis ilmvötn og rakspírar, hafi verið gerður upptækur í Boston hjá farþegum sem skiptu þar um vélar og héldu áfram til Kanada. Fríður Helgadóttir lenti í þessu og bendir Fríhafnarstarfsmönnum á að vara farþega við þessu. Neytendur Bannað er að fljúga með vökva í handfarangri beint til annarra landa frá Bandaríkjunum, jafnvel þó að vökvinn hafi verið innsiglaður í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli, nema hann sé settur í ferðatöskuna áður en flugi er haldið áfram. Það er hins vegar leyfilegt að kaupa vökva í Fríhöfninni og flytja inn til Bandaríkjanna ef vökvinn hefur verið innsiglaður. Misbrestur virðist á því að upplýsingastreymi sé nógu gott hvað þetta varðar. Fríður Helgadóttir, starfsmaður Skjalasafns Kanada, flaug frá Íslandi til Kanada í gegnum Boston fyrir fjórum vikum og fékk þær upplýsingar að það væri í lagi að flytja vökva áfram til Kanada. Það reyndist rangt og var vökvinn, sem hún hafði keypt, gerður upptækur í Boston. Þegar ég kom inn í flugstöðina hér heima var mér réttur miði til allra farþega. Á honum kom fram að það væri bannað að flytja vökva til Bandaríkjanna en tekið fram að farþegar gætu keypt vökva í Fríhöfninni þegar þeir væru búnir að fara í gegnum öryggiseftirlitið. Vörurnar yrðu þá settar í poka og pokinn innsiglaður, segir hún. Ég spurði stúlku sem sat við kassann í Fríhöfninni hvort þetta bann gilti fyrir mig líka eða hvort ég gæti flutt vökvann áfram í handfarangri þar sem ég væri að skipta um vél í Boston. Hún sagði að það væri allt í lagi og var alveg viss um að ég myndi ekki lenda í neinum vandræðum svo lengi sem innsiglið væri órofið. Ég keypti því eina litla flösku sem síðan var tekin af mér og gerð upptæk í Boston. Fríður þekkir dæmi um annan Íslending á leiðinni til Kanada sem hafi keypt rakspíra sem síðan hafi verið gerður upptækur. Hún kveðst hafa sent Jóni Helgasyni verslunarstjóra tölvupóst og beðið hann um að láta starfsfólkið vita en ekki fengið neitt svar. Hún bendir Fríhöfninni á að vara farþega betur við þessu. Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar, segir að Fríhöfnin viti af þessu og hafi brýnt þetta fyrir viðskiptavinum en í rauninni ættu ferðaskrifstofurnar að veita þessar upplýsingar. Öryggisstigið í Bandaríkjaflugi breytist nánast daglega og reglurnar séu misjafnar eftir flugvöllum. Innlent Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira
Neytendur Bannað er að fljúga með vökva í handfarangri beint til annarra landa frá Bandaríkjunum, jafnvel þó að vökvinn hafi verið innsiglaður í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli, nema hann sé settur í ferðatöskuna áður en flugi er haldið áfram. Það er hins vegar leyfilegt að kaupa vökva í Fríhöfninni og flytja inn til Bandaríkjanna ef vökvinn hefur verið innsiglaður. Misbrestur virðist á því að upplýsingastreymi sé nógu gott hvað þetta varðar. Fríður Helgadóttir, starfsmaður Skjalasafns Kanada, flaug frá Íslandi til Kanada í gegnum Boston fyrir fjórum vikum og fékk þær upplýsingar að það væri í lagi að flytja vökva áfram til Kanada. Það reyndist rangt og var vökvinn, sem hún hafði keypt, gerður upptækur í Boston. Þegar ég kom inn í flugstöðina hér heima var mér réttur miði til allra farþega. Á honum kom fram að það væri bannað að flytja vökva til Bandaríkjanna en tekið fram að farþegar gætu keypt vökva í Fríhöfninni þegar þeir væru búnir að fara í gegnum öryggiseftirlitið. Vörurnar yrðu þá settar í poka og pokinn innsiglaður, segir hún. Ég spurði stúlku sem sat við kassann í Fríhöfninni hvort þetta bann gilti fyrir mig líka eða hvort ég gæti flutt vökvann áfram í handfarangri þar sem ég væri að skipta um vél í Boston. Hún sagði að það væri allt í lagi og var alveg viss um að ég myndi ekki lenda í neinum vandræðum svo lengi sem innsiglið væri órofið. Ég keypti því eina litla flösku sem síðan var tekin af mér og gerð upptæk í Boston. Fríður þekkir dæmi um annan Íslending á leiðinni til Kanada sem hafi keypt rakspíra sem síðan hafi verið gerður upptækur. Hún kveðst hafa sent Jóni Helgasyni verslunarstjóra tölvupóst og beðið hann um að láta starfsfólkið vita en ekki fengið neitt svar. Hún bendir Fríhöfninni á að vara farþega betur við þessu. Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar, segir að Fríhöfnin viti af þessu og hafi brýnt þetta fyrir viðskiptavinum en í rauninni ættu ferðaskrifstofurnar að veita þessar upplýsingar. Öryggisstigið í Bandaríkjaflugi breytist nánast daglega og reglurnar séu misjafnar eftir flugvöllum.
Innlent Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira