Kæfisvefn getur valdið slysum 22. september 2006 06:30 Edda gunnarsdóttir, erna sif arnardóttir, bryndís halldórsdóttir, þórarinn gylfason og atli jósefsson Starfsfólk við kæfisvefnsrannsóknir á Landspítalanum. MYND/Heiða „Okkar aðaláhyggjumál er að biðlistar hafa farið mjög vaxandi. Í dag bíða 116 greindir kæfisvefnssjúklingar eftir meðferð og 178 manns eru á biðlista eftir mælingu," segir Þórarinn Gíslason, yfirlæknir lungnadeildar Landspítala-háskólasjúkrahúss. „Það þarf úrbætur á þessu sviði svo við getum staðið undir væntingum. Fólk sættir sig illa við að bíða í fjóra til sex mánuði eftir úrlausn sinna mála í þessu ríka samfélagi." Kæfisvefn er meðal þess sem fjallað verður um á Vísindavöku Rannís í Listasafni Reykjavíkur í dag. Kæfisvefn er sjúkdómsástand skilgreint sem endurtekin öndunarstopp þegar sjúklingur sefur, sem hafa í för með sér breytingar á líðan að degi til. Fólk nær ekki nægri hvíld og verður þreytt og syfjað að degi til. Lífshorfur fólks með kæfisvefn á háu stigi eru verulega skertar miðað við aðra á sama aldri. „Upphaflega var litið á kæfisvefn sem sjálfstætt einangrað fyrirbrigði sem fyrst og fremst einkenndist af hrotum, óværum svefni og syfju. Á síðustu árum hafa komið fram rannsóknir sem sýna greinilega að það eru fylgikvillar með kæfisvefni. Þar á meðal háþrýstingur, gáttaflökt, hjarta- og æðasjúkdómar, sykursýki og heilablóðföll," segir Þórarinn. Á Landspítalanum koma læknar, hjúkrunarfræðingar, líffræðingar og sálfræðingar að vísindarannsóknum á kæfisvefni. Dagsyfja er helsta einkenni kæfisvefns og hefur kanadísk rannsókn leitt í ljós að alvarleg umferðarslys voru þrefalt algengari meðal ómeðhöndlaðra kæfisvefnssjúklinga en meðal samanburðarhóps. Í virtu bresku læknatímariti var leitt að því líkum að með því að meðhöndla 500 kæfisvefnssjúklinga mætti koma í veg fyrir eitt banaslys, 75 slys með áverkum á fólki og yfir 200 slys með skemmdum á ökutækjum. Samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa varð að meðaltali eitt banaslys á ári hérlendis frá 1998 til 2004 vegna syfju ökumanns. Innlent Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Sjá meira
„Okkar aðaláhyggjumál er að biðlistar hafa farið mjög vaxandi. Í dag bíða 116 greindir kæfisvefnssjúklingar eftir meðferð og 178 manns eru á biðlista eftir mælingu," segir Þórarinn Gíslason, yfirlæknir lungnadeildar Landspítala-háskólasjúkrahúss. „Það þarf úrbætur á þessu sviði svo við getum staðið undir væntingum. Fólk sættir sig illa við að bíða í fjóra til sex mánuði eftir úrlausn sinna mála í þessu ríka samfélagi." Kæfisvefn er meðal þess sem fjallað verður um á Vísindavöku Rannís í Listasafni Reykjavíkur í dag. Kæfisvefn er sjúkdómsástand skilgreint sem endurtekin öndunarstopp þegar sjúklingur sefur, sem hafa í för með sér breytingar á líðan að degi til. Fólk nær ekki nægri hvíld og verður þreytt og syfjað að degi til. Lífshorfur fólks með kæfisvefn á háu stigi eru verulega skertar miðað við aðra á sama aldri. „Upphaflega var litið á kæfisvefn sem sjálfstætt einangrað fyrirbrigði sem fyrst og fremst einkenndist af hrotum, óværum svefni og syfju. Á síðustu árum hafa komið fram rannsóknir sem sýna greinilega að það eru fylgikvillar með kæfisvefni. Þar á meðal háþrýstingur, gáttaflökt, hjarta- og æðasjúkdómar, sykursýki og heilablóðföll," segir Þórarinn. Á Landspítalanum koma læknar, hjúkrunarfræðingar, líffræðingar og sálfræðingar að vísindarannsóknum á kæfisvefni. Dagsyfja er helsta einkenni kæfisvefns og hefur kanadísk rannsókn leitt í ljós að alvarleg umferðarslys voru þrefalt algengari meðal ómeðhöndlaðra kæfisvefnssjúklinga en meðal samanburðarhóps. Í virtu bresku læknatímariti var leitt að því líkum að með því að meðhöndla 500 kæfisvefnssjúklinga mætti koma í veg fyrir eitt banaslys, 75 slys með áverkum á fólki og yfir 200 slys með skemmdum á ökutækjum. Samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa varð að meðaltali eitt banaslys á ári hérlendis frá 1998 til 2004 vegna syfju ökumanns.
Innlent Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Sjá meira