September-umferðin Dagur B. Eggertsson skrifar 23. september 2006 05:00 Miklabrautin undirstrikaði mikilvægi sitt í umferðarkerfi höfuðborgarsvæðisins í vikunni þegar vörubíll með tengivagn valt og dreifði gleri þvert yfir götuna. Atburðurinn undirstrikar mikilvægi þess að Sundabraut komi án tafar og að Öskjuhlíðargöng verði forgangsverkefni frekar en mislæg gatnamót á Kringlumýrarbraut-Miklubraut. Með Sundabraut og Öskjuhlíðargöngum fengi umferðarflæðið þrjá meginása frá austri til vesturs í stað þess að Miklabraut einni sé ætlað það hlutverk. Það er því furðulegt að einu viðbrögð borgarstjóra í málinu hafi verið þau að lögreglan hafi átt að vera fljótari að sópa. Skilaboðin eru einföld: Sundabraut strax og Öskjuhlíðargöng í forgang. Þetta er stefna Samfylkingarinnar. Þetta á ekki að vera erfitt að skilja. Meirihlutinn í borgarstjórn vill það þó ekki. Það er viðkvæmt að viðurkenna að ofuráhersla meirhlutans á Miklubraut eru mistök. Eftir vel heppnaðar aðgerðir á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar árið 2005 eru þau miklu öruggari og afkasta meiru en áður. Flöskuhálsarnir eru nú miklu frekar á gatnamótum Lönguhlíðar og Miklubrautar annars vegar og hins vegar á Kringlumýrarbraut vegna bíla úr Hafnarfirði, Kópavogi og Garðabæ sem myndu nýta sér Öskjuhlíðargöng á leið í og úr miðborginni. Sundabraut, Öskjuhlíðargöng og stokkalausn á Miklubraut við Miklatún eru því allt verkefni sem eiga að koma á undan mislægum gatnamótum á Kringlumýrarbraut-Miklubraut. Slík aðgerð myndi einungis auka vandann við Lönguhlíð og raunar draga enn frekari umferð inn á þetta svæði og búa til flöskuhálsa á öllum næstu gatnamótum. Athuganir Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar sýndu enda fram á það að alls þyrfti mislægar framkvæmdir fyrir á annan tug milljarða á öllum næstu götuhornum ef mislæg gatnamót á Miklubraut-Kringlumýrarbraut ættu að greiða fyrir umferð. Þar með sætum við uppi með eina allsherjar hörmung í hjarta borgarinnar, Houston - Reykjavík, takk fyrir. Og litlu betra umferðarkerfi í ofanálag - aðeins einn meginás frá austri til vesturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Skoðanir Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Miklabrautin undirstrikaði mikilvægi sitt í umferðarkerfi höfuðborgarsvæðisins í vikunni þegar vörubíll með tengivagn valt og dreifði gleri þvert yfir götuna. Atburðurinn undirstrikar mikilvægi þess að Sundabraut komi án tafar og að Öskjuhlíðargöng verði forgangsverkefni frekar en mislæg gatnamót á Kringlumýrarbraut-Miklubraut. Með Sundabraut og Öskjuhlíðargöngum fengi umferðarflæðið þrjá meginása frá austri til vesturs í stað þess að Miklabraut einni sé ætlað það hlutverk. Það er því furðulegt að einu viðbrögð borgarstjóra í málinu hafi verið þau að lögreglan hafi átt að vera fljótari að sópa. Skilaboðin eru einföld: Sundabraut strax og Öskjuhlíðargöng í forgang. Þetta er stefna Samfylkingarinnar. Þetta á ekki að vera erfitt að skilja. Meirihlutinn í borgarstjórn vill það þó ekki. Það er viðkvæmt að viðurkenna að ofuráhersla meirhlutans á Miklubraut eru mistök. Eftir vel heppnaðar aðgerðir á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar árið 2005 eru þau miklu öruggari og afkasta meiru en áður. Flöskuhálsarnir eru nú miklu frekar á gatnamótum Lönguhlíðar og Miklubrautar annars vegar og hins vegar á Kringlumýrarbraut vegna bíla úr Hafnarfirði, Kópavogi og Garðabæ sem myndu nýta sér Öskjuhlíðargöng á leið í og úr miðborginni. Sundabraut, Öskjuhlíðargöng og stokkalausn á Miklubraut við Miklatún eru því allt verkefni sem eiga að koma á undan mislægum gatnamótum á Kringlumýrarbraut-Miklubraut. Slík aðgerð myndi einungis auka vandann við Lönguhlíð og raunar draga enn frekari umferð inn á þetta svæði og búa til flöskuhálsa á öllum næstu gatnamótum. Athuganir Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar sýndu enda fram á það að alls þyrfti mislægar framkvæmdir fyrir á annan tug milljarða á öllum næstu götuhornum ef mislæg gatnamót á Miklubraut-Kringlumýrarbraut ættu að greiða fyrir umferð. Þar með sætum við uppi með eina allsherjar hörmung í hjarta borgarinnar, Houston - Reykjavík, takk fyrir. Og litlu betra umferðarkerfi í ofanálag - aðeins einn meginás frá austri til vesturs.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun