Áhugi Kínverja á Íslandi mikill 23. september 2006 07:00 ÞETTA LÍTUR ÚT FYRIR AÐ VERA KÍNVERSKT... Varð Chen Zhili, varaforsætisráðherra Kína, að orði þegar hún skoðaði listgripi á þjóðminjasafninu ásamt fylgdarliði. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Zhou Ji, menntamálaráðherra Kína, hafa undirritað samkomulag um aukið samstarf á sviði æðri menntunar. Við undirritunina var Chen Zhili, varaforsætisráðherra og æðsti yfirmaður mennta- og vísindamála í Kína. Aðeins er vika frá því að Þorgerður Katrín átti fund með þeim í Peking en þar var grunnur lagður að samkomulaginu. Samkomulagið felur í sér að yfirvöld beggja ríkja ætla í samstarf um að gagnkvæm viðurkenning verði á námi og prófgráðum. Hvatt verði til þess að háskólar landanna efni til samstarfs um nemendaskipti og sameiginlegar prófgráður og að stuðlað verði að bættri aðstöðu til rannsókna og náms á kínversku og íslensku í löndunum tveimur. Líklegt þykir að þetta verði til þess að Kínverjar komi á fót hérlendis svokallaðri Konfúsíus-menningarstofnun eins og gert hefur verið víða um heim. Chen Zhili er ein af valdamestu konum Kína og segir Þorgerður Katrín áhuga Kínverja á samskiptum við Íslendinga afar mikinn, sérstaklega á sviði mennta, menningar og vísinda. „Við verðum að fara af ábyrgð og metnaði inn í þetta samstarf því það getur leitt til stórra og mikilla hluta, til að mynda á sviði umhverfisverndar. Þeir eru að leita til okkar vegna jarðvarmans hér á landi, þekkingar okkar og vísindafólks til þess að geta nýtt sér það heima fyrir. Það ætti að geta leitt mjög jákvæða hluti af sér á sviði umhverfismála,“ segir Þorgerður og bendir á að Íslendingar geti verið stoltir yfir þeim áhuga sem Kínverjar sýni landi og þjóð. Ástæða sé til að fara í þetta samstarf af áhuga og metnaði. Innlent Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Zhou Ji, menntamálaráðherra Kína, hafa undirritað samkomulag um aukið samstarf á sviði æðri menntunar. Við undirritunina var Chen Zhili, varaforsætisráðherra og æðsti yfirmaður mennta- og vísindamála í Kína. Aðeins er vika frá því að Þorgerður Katrín átti fund með þeim í Peking en þar var grunnur lagður að samkomulaginu. Samkomulagið felur í sér að yfirvöld beggja ríkja ætla í samstarf um að gagnkvæm viðurkenning verði á námi og prófgráðum. Hvatt verði til þess að háskólar landanna efni til samstarfs um nemendaskipti og sameiginlegar prófgráður og að stuðlað verði að bættri aðstöðu til rannsókna og náms á kínversku og íslensku í löndunum tveimur. Líklegt þykir að þetta verði til þess að Kínverjar komi á fót hérlendis svokallaðri Konfúsíus-menningarstofnun eins og gert hefur verið víða um heim. Chen Zhili er ein af valdamestu konum Kína og segir Þorgerður Katrín áhuga Kínverja á samskiptum við Íslendinga afar mikinn, sérstaklega á sviði mennta, menningar og vísinda. „Við verðum að fara af ábyrgð og metnaði inn í þetta samstarf því það getur leitt til stórra og mikilla hluta, til að mynda á sviði umhverfisverndar. Þeir eru að leita til okkar vegna jarðvarmans hér á landi, þekkingar okkar og vísindafólks til þess að geta nýtt sér það heima fyrir. Það ætti að geta leitt mjög jákvæða hluti af sér á sviði umhverfismála,“ segir Þorgerður og bendir á að Íslendingar geti verið stoltir yfir þeim áhuga sem Kínverjar sýni landi og þjóð. Ástæða sé til að fara í þetta samstarf af áhuga og metnaði.
Innlent Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira