Breytist ekki í bílahlussu 25. september 2006 05:30 Freyr og corolla. Freyr fer aldrei yfir hámarkshraða. „Það stóð nú alltaf til að taka bílprófið en það tafðist í 15 ár vegna annarra verkefna. Svo sá ég smugu í stundaskránni og dreif í þessu," segir Freyr Eyjólfsson, dagskrárgerðarmaður á Rás 2, sem fékk loksins ökuskírteinið í síðasta mánuði. Hann bættist þar með í hóp með mönnum eins og Bubba Morthens og Merði Árnasyni, sem tóku bílprófið seint og um síðir. Freyr segist ekkert hafa fundið fyrir bílprófsleysinu. „Mér finnst nú bara gaman að hjóla og labba og svo kann ég á strætó. Ef mikið lá við átti maður kærustu og vini sem höfðu bílpróf." Freyr hafði keyrt traktor í sveit sem unglingur en fannst samt dálítið erfitt að læra á bíl. „Það var meira mál en ég hélt. Ég mætti auðmjúkur í bóklegu tímana og var þar með eintómum krökkum í bekk. Ég hefði getað verið pabbi þeirra allra svo þetta var dálítið skrítin upplifun. Eftir prófið hef ég samt haldið áfram að labba og hjóla og ætla ekki að breytast í jeppakarl eða bílahlussu." Freyr keyrir nú fjölskyldubílinn, Toyotu Corolla, og segist vera mjög góður bílstjóri. „Ég fer aldrei yfir hámarkshraða og gef alltaf stefnuljós. Svo hlusta ég auðvitað alltaf á Umferðarútvarpið kl. 17. En það læðist engu að síður að manni ótti við allar þessar hörmungarfréttir úr umferðinni. Ég er ekkert óöruggur í umferðinni, þannig séð, en maður er hræddur við fávita sem keyra allt of hratt. Það virðist nóg vera til af þeim." Innlent Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
„Það stóð nú alltaf til að taka bílprófið en það tafðist í 15 ár vegna annarra verkefna. Svo sá ég smugu í stundaskránni og dreif í þessu," segir Freyr Eyjólfsson, dagskrárgerðarmaður á Rás 2, sem fékk loksins ökuskírteinið í síðasta mánuði. Hann bættist þar með í hóp með mönnum eins og Bubba Morthens og Merði Árnasyni, sem tóku bílprófið seint og um síðir. Freyr segist ekkert hafa fundið fyrir bílprófsleysinu. „Mér finnst nú bara gaman að hjóla og labba og svo kann ég á strætó. Ef mikið lá við átti maður kærustu og vini sem höfðu bílpróf." Freyr hafði keyrt traktor í sveit sem unglingur en fannst samt dálítið erfitt að læra á bíl. „Það var meira mál en ég hélt. Ég mætti auðmjúkur í bóklegu tímana og var þar með eintómum krökkum í bekk. Ég hefði getað verið pabbi þeirra allra svo þetta var dálítið skrítin upplifun. Eftir prófið hef ég samt haldið áfram að labba og hjóla og ætla ekki að breytast í jeppakarl eða bílahlussu." Freyr keyrir nú fjölskyldubílinn, Toyotu Corolla, og segist vera mjög góður bílstjóri. „Ég fer aldrei yfir hámarkshraða og gef alltaf stefnuljós. Svo hlusta ég auðvitað alltaf á Umferðarútvarpið kl. 17. En það læðist engu að síður að manni ótti við allar þessar hörmungarfréttir úr umferðinni. Ég er ekkert óöruggur í umferðinni, þannig séð, en maður er hræddur við fávita sem keyra allt of hratt. Það virðist nóg vera til af þeim."
Innlent Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira