Fáir sammála tillögu Samfylkingarinnar 25. september 2006 04:30 Steingrímur J. Sigfússon Viðbrögð stjórnmálaflokkanna við tillögum Samfylkingar um lækkun matvöruverðs eru neikvæð. Talsmenn flokkanna segja niðurfellingu innflutningstolla á einu og hálfu ári munu hafa slæm áhrif á íslenskan landbúnað. Einnig sé alls óvíst að breytingarnar skili sér í vasa neytenda. Tillögur Samfylkingar, sem birtar voru á laugardag, verða lagðar fram á Alþingi í haust. Í þeim felast meðal annars afnám vörugjalds og tolla í áföngum auk lækkunar virðisaukaskatts á mat. Að sögn Steingríms J. Sigfússonar, formanni Vinstri grænna, yrði íslenskum landbúnaði greitt þungt högg með því að opna fyrir óheftan og jafnvel niðurgreiddan innflutning á einu og hálfu ári. „Það er sýnd veiði en ekki gefin að það skili sér allt til neytenda þó að tollinum yrði létt af." Guðjón Arnar Kristjánsson „Eigi að fella innflutningstolla niður á einu og hálfu ári finnst mér það ansi bratt," segir Guðjón Arnar Kristjánsson, þingmaður Frjálslynda flokksins. „Það þarf að ræða þetta við bændur og innan bændasamtakanna hvernig svona breytingar eiga að eiga sér stað. Það er ekki hægt að gera þetta einhliða og taka ekki tillit til bænda." Arnbjörg Sveinsdóttir Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segist ekki sjá að það geti gengið upp að fella niður innflutningstolla á einu og hálfu ári. Það sé of stuttur aðlögunartími fyrir bændur. „Hins vegar er margt annað í matvöruverðinu sem má skoða, landbúnaðarframleiðslan sem slík er það lítill hluti af innkaupakörfu fjölskyldunnar." Hjálmar árnason „Mér finnst gæta mikillar einföldunar í málflutningi Samfylkingarinnar í þessu máli, staðreyndin er sú að í matarkörfunni eru íslenskar landbúnaðarvörur ekki nema fimm til sjö prósent," segir Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. „Ég veit ekki hvernig á að lækka verðið um tvö hundruð þúsund ef það á einungis að horfa á landbúnað." Hann segir meginatriðið hjá Framsókn vera að lækka matarverð en vera viss um að aðgerðir skili sér í vasa neytenda. Innlent Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Sjá meira
Viðbrögð stjórnmálaflokkanna við tillögum Samfylkingar um lækkun matvöruverðs eru neikvæð. Talsmenn flokkanna segja niðurfellingu innflutningstolla á einu og hálfu ári munu hafa slæm áhrif á íslenskan landbúnað. Einnig sé alls óvíst að breytingarnar skili sér í vasa neytenda. Tillögur Samfylkingar, sem birtar voru á laugardag, verða lagðar fram á Alþingi í haust. Í þeim felast meðal annars afnám vörugjalds og tolla í áföngum auk lækkunar virðisaukaskatts á mat. Að sögn Steingríms J. Sigfússonar, formanni Vinstri grænna, yrði íslenskum landbúnaði greitt þungt högg með því að opna fyrir óheftan og jafnvel niðurgreiddan innflutning á einu og hálfu ári. „Það er sýnd veiði en ekki gefin að það skili sér allt til neytenda þó að tollinum yrði létt af." Guðjón Arnar Kristjánsson „Eigi að fella innflutningstolla niður á einu og hálfu ári finnst mér það ansi bratt," segir Guðjón Arnar Kristjánsson, þingmaður Frjálslynda flokksins. „Það þarf að ræða þetta við bændur og innan bændasamtakanna hvernig svona breytingar eiga að eiga sér stað. Það er ekki hægt að gera þetta einhliða og taka ekki tillit til bænda." Arnbjörg Sveinsdóttir Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segist ekki sjá að það geti gengið upp að fella niður innflutningstolla á einu og hálfu ári. Það sé of stuttur aðlögunartími fyrir bændur. „Hins vegar er margt annað í matvöruverðinu sem má skoða, landbúnaðarframleiðslan sem slík er það lítill hluti af innkaupakörfu fjölskyldunnar." Hjálmar árnason „Mér finnst gæta mikillar einföldunar í málflutningi Samfylkingarinnar í þessu máli, staðreyndin er sú að í matarkörfunni eru íslenskar landbúnaðarvörur ekki nema fimm til sjö prósent," segir Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. „Ég veit ekki hvernig á að lækka verðið um tvö hundruð þúsund ef það á einungis að horfa á landbúnað." Hann segir meginatriðið hjá Framsókn vera að lækka matarverð en vera viss um að aðgerðir skili sér í vasa neytenda.
Innlent Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Sjá meira