Ofursönnunarbyrði lögð á landeigendur 3. október 2006 07:00 Hæstiréttur Íslands Nýlega úrskurðaði Hæstiréttur að landnámslýsingar ættu að styðja eignarrétt frekar en eignarsaga. Hæstiréttur úrskurðaði nýlega í máli landeigenda og íslenska ríkisins um mörk þjóðlenda á einni af stærstu jörðum landsins, Stafafelli í Hornafirði. Ágreiningurinn stóð um svæði norðan og austan Jökulsár á Lóni sem óbyggðanefnd hafði á sínum tíma úrskurðað að væri þjóðlenda. Landeigendur höfðuðu þá gagnsök og kröfðust ógildingar á þeim úrskurði. Héraðsdómur dæmdi landeigendum í hag en Hæstiréttur snéri þeim úrskurði síðastliðinn fimmtudag. Gunnlaugur Ólafsson, talsmaður landeiganda Stafafells, segir málið mjög sérstakt þar sem ríkið hafi selt langafa hans jörðina árið 1913. Með þessum úrskurði Hæstaréttar er ríkið því að taka aftur land sem það hefur þegar selt án þess að tefla fram neinum heimildum þess efnis að það hafi nokkurn tímann átt landið. „Það er búið að greiða alla skatta af þessari jörð síðan þá og allar opinberar stofnanir hafa viðurkennt tiltekna landeigendur sem eigendur, enda rekja þeir rétt sinn til þessara kaupa af ríkinu með öllum gögnum og gæðum. Við getum sýnt fram á 300 ára eignarsögu á þessu landi. En dómurinn er fastur í því að landnám eigi að styðja eignarsöguna. Þetta er meginstef sem ríkið hefur komið sér upp, að láta landnámslýsingar vega meira en fleiri hundruð ára sögur.“ Gunnlaugur segir tvennt í stöðunni nú, annars vegar geti landeigendur kært ríkið fyrir að selja sér land sem það átti ekki á sínum tíma og hins vegar að leita réttar síns fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður landeigendanna, segir að Hæstiréttur sé með dómi sínum að leggja ofursönnunarbyrði á landeigendur. „Það er gert í hag íslenska ríkisins og þar með hverfa lönd sem hafa verið í einkaeign til ríkisins og verða að þjóðlendum. Átakaatriðið er fyrst og fremst það að það sé hægt að leggja slíka sönnunarbyrði, sem nær langt aftur í aldir og jafnvel aftur fyrir ritöld á Ísland, á eigendur jarða.“ Innlent Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Hæstiréttur úrskurðaði nýlega í máli landeigenda og íslenska ríkisins um mörk þjóðlenda á einni af stærstu jörðum landsins, Stafafelli í Hornafirði. Ágreiningurinn stóð um svæði norðan og austan Jökulsár á Lóni sem óbyggðanefnd hafði á sínum tíma úrskurðað að væri þjóðlenda. Landeigendur höfðuðu þá gagnsök og kröfðust ógildingar á þeim úrskurði. Héraðsdómur dæmdi landeigendum í hag en Hæstiréttur snéri þeim úrskurði síðastliðinn fimmtudag. Gunnlaugur Ólafsson, talsmaður landeiganda Stafafells, segir málið mjög sérstakt þar sem ríkið hafi selt langafa hans jörðina árið 1913. Með þessum úrskurði Hæstaréttar er ríkið því að taka aftur land sem það hefur þegar selt án þess að tefla fram neinum heimildum þess efnis að það hafi nokkurn tímann átt landið. „Það er búið að greiða alla skatta af þessari jörð síðan þá og allar opinberar stofnanir hafa viðurkennt tiltekna landeigendur sem eigendur, enda rekja þeir rétt sinn til þessara kaupa af ríkinu með öllum gögnum og gæðum. Við getum sýnt fram á 300 ára eignarsögu á þessu landi. En dómurinn er fastur í því að landnám eigi að styðja eignarsöguna. Þetta er meginstef sem ríkið hefur komið sér upp, að láta landnámslýsingar vega meira en fleiri hundruð ára sögur.“ Gunnlaugur segir tvennt í stöðunni nú, annars vegar geti landeigendur kært ríkið fyrir að selja sér land sem það átti ekki á sínum tíma og hins vegar að leita réttar síns fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður landeigendanna, segir að Hæstiréttur sé með dómi sínum að leggja ofursönnunarbyrði á landeigendur. „Það er gert í hag íslenska ríkisins og þar með hverfa lönd sem hafa verið í einkaeign til ríkisins og verða að þjóðlendum. Átakaatriðið er fyrst og fremst það að það sé hægt að leggja slíka sönnunarbyrði, sem nær langt aftur í aldir og jafnvel aftur fyrir ritöld á Ísland, á eigendur jarða.“
Innlent Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira