Hegðun skólabarna mótuð 3. október 2006 06:15 börn í ingunnarskóla Nemendurnir halda á merkjum sem þau safna sér inn með góðri hegðun og geta síðan skipt út fyrir verðlaun. Nýlega var staddur hér á landi Dr. Jeffrey Sprague frá Háskólanum í Oregon. Tilgangur ferðarinnar var að kynna PBS-hugmyndafræðina (positive behavior support) sem gengur út á að móta hegðun skólabarna á uppbyggilegan hátt. PBS hefur verið notað í Bandaríkjunum í 15 ár og er nú notað í yfir þrjú þúsund skólum þar í landi og víða annars staðar í veröldinni. Kannanir sýna að í þeim skólum þar sem PBS er notað ber minna á óæskilegri hegðun. Jeffrey segir markmið PBS að minnka hegðun sem er til vandræða svo sem andfélagslega- og afbrotahegðun. Þegar PBS var fyrst notað var áherslan einstaklingsmiðuð en hefur þróast út í vinnu með stærri hópa, svo sem skóla og leikskóla. Segja má að PBS sé að mestu fyrirbyggjandi kerfi þar sem tekið er á hegðunarvandamálum áður en þau verða óyfirstíganleg. Jeffrey segir hvern skóla fyrir sig þurfa að skilgreina þá hegðun sem leggja á áherslu á, eins og að fara eftir fyrirmælum, að trufla ekki kennsluna eða vera vingjarnlegur. Sýnt hefur verið fram á að þeir nemendur sem unnið hafa eftir PBS séu ólíklegri til að leiðast út í afbrotahegðun, vímuefnaneyslu og önnur vandamál síðar meir. Þá hefur verið sýnt fram á að notkun PBS hafi jákvæð áhrif á árangur barna í skóla. Sex skólar í Reykjavík nota, eða eru að kynna sér, PBS-kerfið og segir Margrét Birna Þórarinsdóttir, sálfræðingur í þjónustumiðstöð Breiðholts, að uppsetning kerfisins krefjist mikils undirbúnings og samstöðu kennara innan skólanna. Það er skilyrði að minnsta kosti 85 prósent starfsmanna skólanna vilji vinna samkvæmt PBS áður en hugmynafræðin er tekin upp í viðkomandi skóla. Þá þarf hver skóli fyrir sig að útskýra fyrir nemendum til hvers er ætlast af þeim ásamt því að styðja við æskilega hegðun. Ennfremur er mikilvægt að börnin viti hvað bíði þeirra ef þau fara ekki eftir settum reglum og hvaða umbun þau hljóti ef vel gengur. Ingunnarskóli er einn þeirra skóla sem notar PBS-agakerfið. Þar er reynslan mjög góð og segir Svandís Sturludóttir námsráðgjafi að neikvæð hegðun í skólanum hafi farið minnkandi eftir að það var tekið upp. Innlent Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Nýlega var staddur hér á landi Dr. Jeffrey Sprague frá Háskólanum í Oregon. Tilgangur ferðarinnar var að kynna PBS-hugmyndafræðina (positive behavior support) sem gengur út á að móta hegðun skólabarna á uppbyggilegan hátt. PBS hefur verið notað í Bandaríkjunum í 15 ár og er nú notað í yfir þrjú þúsund skólum þar í landi og víða annars staðar í veröldinni. Kannanir sýna að í þeim skólum þar sem PBS er notað ber minna á óæskilegri hegðun. Jeffrey segir markmið PBS að minnka hegðun sem er til vandræða svo sem andfélagslega- og afbrotahegðun. Þegar PBS var fyrst notað var áherslan einstaklingsmiðuð en hefur þróast út í vinnu með stærri hópa, svo sem skóla og leikskóla. Segja má að PBS sé að mestu fyrirbyggjandi kerfi þar sem tekið er á hegðunarvandamálum áður en þau verða óyfirstíganleg. Jeffrey segir hvern skóla fyrir sig þurfa að skilgreina þá hegðun sem leggja á áherslu á, eins og að fara eftir fyrirmælum, að trufla ekki kennsluna eða vera vingjarnlegur. Sýnt hefur verið fram á að þeir nemendur sem unnið hafa eftir PBS séu ólíklegri til að leiðast út í afbrotahegðun, vímuefnaneyslu og önnur vandamál síðar meir. Þá hefur verið sýnt fram á að notkun PBS hafi jákvæð áhrif á árangur barna í skóla. Sex skólar í Reykjavík nota, eða eru að kynna sér, PBS-kerfið og segir Margrét Birna Þórarinsdóttir, sálfræðingur í þjónustumiðstöð Breiðholts, að uppsetning kerfisins krefjist mikils undirbúnings og samstöðu kennara innan skólanna. Það er skilyrði að minnsta kosti 85 prósent starfsmanna skólanna vilji vinna samkvæmt PBS áður en hugmynafræðin er tekin upp í viðkomandi skóla. Þá þarf hver skóli fyrir sig að útskýra fyrir nemendum til hvers er ætlast af þeim ásamt því að styðja við æskilega hegðun. Ennfremur er mikilvægt að börnin viti hvað bíði þeirra ef þau fara ekki eftir settum reglum og hvaða umbun þau hljóti ef vel gengur. Ingunnarskóli er einn þeirra skóla sem notar PBS-agakerfið. Þar er reynslan mjög góð og segir Svandís Sturludóttir námsráðgjafi að neikvæð hegðun í skólanum hafi farið minnkandi eftir að það var tekið upp.
Innlent Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira