Hæstiréttur hefur staðfest farbann yfir Jesus Sainz, einum fimmmenninganna sem sakaðir eru um að hafa stolið vísindaniðurstöðum og viðskiptaupplýsingum frá Íslenskri erfðagreiningu. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn í farbann 29. september.
Sainz er fyrrverandi starfsmaður ÍE og er sakaður um að hafa, ásamt fjórum öðrum fyrrum starfsmönnum, afritað mikilvæg gögn af tölvum ÍE fyrir Barnaspítalann í Fíladelfíu í Bandaríkjunum, þar sem hinir fjórir starfa nú.