Í Alþjóðahús vegna ofbeldis 4. október 2006 07:15 Í hverri viku koma ein eða fleiri konur af erlendu bergi brotnar, sem búsettar eru hér, í Alþjóðahúsið vegna ofbeldis sem þær hafa orðið fyrir. Þessar konur eru ýmist giftar eða í sambúð með íslenskum eða erlendum mönnum, að sögn Margrétar Steinarsdóttur, lögfræðings Alþjóðahúss. Eiginmenn tveggja þessara kvenna höfðu selt þær í vændi. Fréttablaðið greindi í gær frá því að nítján konur voru í sambandi við Stígamót á síðasta ári vegna þess að þær höfðu verið seldar í vændi og voru sumar að leita sér aðstoðar við að komast undan dólgunum sem seldu þær. Tvær pólskar stúlkur fóru úr landi í síðustu viku eftir að lögreglan í Reykjavík hafði komist á snoðir um að þær væru hingað komnar til að stunda vændi. "Andlegt ofbeldi, svo sem hótanir, er algengara en líkamlegt ofbeldi hjá þeim konum sem hingað leita undan ofbeldisverkum," segir Margrét og bætir við að sumar þessara kvenna hafi unnið á nektardansstað áður en þær leituðu til Alþjóðahúss. Hún segir þær konur sem leitað hafa til Alþjóðahúss af þessum sökum komnar frá hinum ýmsu Evrópulöndum, að Norðurlöndunum undanskildum. "Til mín hafa komið tvær konur sem eru að skilja við ofbeldisfulla eiginmenn eftir að hafa kynnst þeim á nektardansstað. Fleiri stúlkur hafa komið til mín sem unnið hafa á svona stöðum. Þær hafa komið út af atriðum sem sýna að þær virðast ekki geta ráðið eigin örlögum og eru þar af leiðandi ekki í góðri stöðu. Ein stúlka er til dæmis í stórum skuldum á eigin mælikvarða eftir að hafa unnið á nektarstað, en ég sé ekki betur en að staðurinn eigi að greiða þær upphæðir. En það er alltof mikið um að konur komi til mín af því að þær eru í ofbeldissamböndum." Margrét segir að stúlkurnar leiti sér ekki aðstoðar fyrr en þær séu hættar að vinna á nektarstöðunum, en hafi ílengst eftir það á landinu af einhverjum ástæðum. Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
Í hverri viku koma ein eða fleiri konur af erlendu bergi brotnar, sem búsettar eru hér, í Alþjóðahúsið vegna ofbeldis sem þær hafa orðið fyrir. Þessar konur eru ýmist giftar eða í sambúð með íslenskum eða erlendum mönnum, að sögn Margrétar Steinarsdóttur, lögfræðings Alþjóðahúss. Eiginmenn tveggja þessara kvenna höfðu selt þær í vændi. Fréttablaðið greindi í gær frá því að nítján konur voru í sambandi við Stígamót á síðasta ári vegna þess að þær höfðu verið seldar í vændi og voru sumar að leita sér aðstoðar við að komast undan dólgunum sem seldu þær. Tvær pólskar stúlkur fóru úr landi í síðustu viku eftir að lögreglan í Reykjavík hafði komist á snoðir um að þær væru hingað komnar til að stunda vændi. "Andlegt ofbeldi, svo sem hótanir, er algengara en líkamlegt ofbeldi hjá þeim konum sem hingað leita undan ofbeldisverkum," segir Margrét og bætir við að sumar þessara kvenna hafi unnið á nektardansstað áður en þær leituðu til Alþjóðahúss. Hún segir þær konur sem leitað hafa til Alþjóðahúss af þessum sökum komnar frá hinum ýmsu Evrópulöndum, að Norðurlöndunum undanskildum. "Til mín hafa komið tvær konur sem eru að skilja við ofbeldisfulla eiginmenn eftir að hafa kynnst þeim á nektardansstað. Fleiri stúlkur hafa komið til mín sem unnið hafa á svona stöðum. Þær hafa komið út af atriðum sem sýna að þær virðast ekki geta ráðið eigin örlögum og eru þar af leiðandi ekki í góðri stöðu. Ein stúlka er til dæmis í stórum skuldum á eigin mælikvarða eftir að hafa unnið á nektarstað, en ég sé ekki betur en að staðurinn eigi að greiða þær upphæðir. En það er alltof mikið um að konur komi til mín af því að þær eru í ofbeldissamböndum." Margrét segir að stúlkurnar leiti sér ekki aðstoðar fyrr en þær séu hættar að vinna á nektarstöðunum, en hafi ílengst eftir það á landinu af einhverjum ástæðum.
Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira