FL Group selur allan hlut sinn í Icelandair 8. október 2006 03:30 FL Group mun samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vera tilbúið að selja allan hlut sinn í félaginu eftir að ljóst varð að áhugi fjárfesta reyndist meiri en ráð hafði verið fyrir gert þegar tilkynnt var um sölu 51 prósents hlutar á þriðjudag. Fyrrverandi eigendur Vátryggingafélags Íslands munu mynda nýja kjölfestu í félaginu og eiga ríflega þriðjungshlut. Í þessum hópi eru Hesteyri, undir forystu Þórólfs Gíslasonar, kaupfélagsstjóra Kaupfélags Skagfirðinga, auk félaga sem áður tengdust Sambandi íslenskra samvinnufélaga. Aðrir sem koma þar við sögu eru Finnur Ingólfsson, fyrrverandi forstjóri VÍS, og Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands. Aðrir sem nefndir eru sem stórir hluthafar eru eigendur Olíufélagsins Essó, en í þeim hópi eru fyrrverandi stjórnarmaður flugfélagsins, Benedikt Sveinsson, og aðilar tengdir honum. Ómar Benediktsson, fyrrverandi forstjóri Íslandsflugs og flugfélagsins Atlanta, er einnig nefndur til sögunnar. Talið er að þessir aðilar muni kaupa um tíu prósent hvor hópur. Hópur annarra fjárfesta mun kaupa það sem á vantar, en gert er ráð fyrir að starfsmenn og almenningur muni kaupa um 15 prósent hlutafjár. Væntanlegir kaupendur eru einhuga um stjórnendur og stefnu Icelandair og því ekki búist við miklum breytingum á félaginu Glitnir sölutryggði 51 prósents hlut í félaginu og hafði þá þegar tryggt nægjanlegan áhuga fjárfesta á þeim hlut. Ljóst er nú að fullur áhugi er meðal fjárfesta að kaupa meira og er stefnt að því að ljúka sölu á öllum hlutum FL Group í Icelandair fyrir vikulok. Unnið er að áreiðanleikakönnun félagsins og er gert ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki fyrir vikulok. Heildarvirði félagsins er 43 milljarðar króna og hlutafé er metið á 33 milljarða króna. Forsvarsmenn FL Group hafa að undanförnu lýst því yfir að félagið hafi verið tilbúið að selja allt félagið eða eiga kjölfestuhlut áfram. Ljóst hefur verið að hugur FL Group hneigist í þá átt að draga úr eign í flugrekstri og því vilji til þess að mæta þeim áhuga sem reyndist vera á félaginu. Bókfærður hagnaður FL Group vegna sölunnar er um 26 milljarðar króna. Innlent Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Mikið slegist í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Sjá meira
FL Group mun samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vera tilbúið að selja allan hlut sinn í félaginu eftir að ljóst varð að áhugi fjárfesta reyndist meiri en ráð hafði verið fyrir gert þegar tilkynnt var um sölu 51 prósents hlutar á þriðjudag. Fyrrverandi eigendur Vátryggingafélags Íslands munu mynda nýja kjölfestu í félaginu og eiga ríflega þriðjungshlut. Í þessum hópi eru Hesteyri, undir forystu Þórólfs Gíslasonar, kaupfélagsstjóra Kaupfélags Skagfirðinga, auk félaga sem áður tengdust Sambandi íslenskra samvinnufélaga. Aðrir sem koma þar við sögu eru Finnur Ingólfsson, fyrrverandi forstjóri VÍS, og Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands. Aðrir sem nefndir eru sem stórir hluthafar eru eigendur Olíufélagsins Essó, en í þeim hópi eru fyrrverandi stjórnarmaður flugfélagsins, Benedikt Sveinsson, og aðilar tengdir honum. Ómar Benediktsson, fyrrverandi forstjóri Íslandsflugs og flugfélagsins Atlanta, er einnig nefndur til sögunnar. Talið er að þessir aðilar muni kaupa um tíu prósent hvor hópur. Hópur annarra fjárfesta mun kaupa það sem á vantar, en gert er ráð fyrir að starfsmenn og almenningur muni kaupa um 15 prósent hlutafjár. Væntanlegir kaupendur eru einhuga um stjórnendur og stefnu Icelandair og því ekki búist við miklum breytingum á félaginu Glitnir sölutryggði 51 prósents hlut í félaginu og hafði þá þegar tryggt nægjanlegan áhuga fjárfesta á þeim hlut. Ljóst er nú að fullur áhugi er meðal fjárfesta að kaupa meira og er stefnt að því að ljúka sölu á öllum hlutum FL Group í Icelandair fyrir vikulok. Unnið er að áreiðanleikakönnun félagsins og er gert ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki fyrir vikulok. Heildarvirði félagsins er 43 milljarðar króna og hlutafé er metið á 33 milljarða króna. Forsvarsmenn FL Group hafa að undanförnu lýst því yfir að félagið hafi verið tilbúið að selja allt félagið eða eiga kjölfestuhlut áfram. Ljóst hefur verið að hugur FL Group hneigist í þá átt að draga úr eign í flugrekstri og því vilji til þess að mæta þeim áhuga sem reyndist vera á félaginu. Bókfærður hagnaður FL Group vegna sölunnar er um 26 milljarðar króna.
Innlent Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Mikið slegist í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Sjá meira