Gagnslítil OECD-skýrsla 9. október 2006 18:00 Nýverið kom út ársrit OECD um menntamál sem oft er vitnað í. Ég vara við því án vandlegrar skoðunar. Ritið er misvísandi og það sama gildir um flestar aðrar skýrslur stofnunarinnar um menntamál. Þetta eru vísbendingar (indicators) í einni svipan (at a glance). Orðavalið gefur tilefni til að ætla að hér sé um að ræða eins konar stikkorðaskýrslu. Auðvelt er að fela sig á bak við titilinn ef með þarf þar sem litlar kröfur eru gerðar til upplýsinga sem kalla sig vísbendingar. Skýrslan er unnin af Efnahags- og framfarastofnuninni. Efnahagsmál eru aðalviðfangsefni hennar og samfélagsmál eru skoðuð með tilliti til peninga enda stendur skammstöfunin fyrir Organization for Economic Co-operation and Development. Orðið development er yfirleitt þýtt sem þróun en miðað við verksvið mætti skipta út "þróun" fyrir "breytingu" (e. change). Fólk myndi þá betur átta sig á að stofnunin fæst við eftirfarandi: að hjálpa stjórnsýslunni að spara peninga. Skýrslurnar eru fyrst og fremst tölfræði og gagna að mestu aflað hjá embættismönnum í viðkomandi landi. Enn fremur ætti að leita til þeirra sem þekkja skólastarf og fá frá þeim upplýsingar. Skortur er á nýlegum gögnum og í ritinu eru upplýsingar að mestu frá 2003-2004. Sums staðar hafa slæðst inn villur, t.d. er sagt að grunnskólakennarar á Íslandi hafi kennt í 36 vikur eða í 175 daga skólaárið 2003-2004. Hið rétta er að frá árinu 2001 eru kennsludagar grunnskólakennara 180 á ári og kennsluvikur 38. Talnavillur sem berast inn í skýrslur OECD eru frá okkur sjálfum komnar. Þær eru þó ekki það sem mér finnst gagnrýnisverðast. Verri er aðferðafræðin og hversu mjög við reiðum okkur á þessar skýrslur þrátt fyrir þröngt sjónarhorn. Ekki er allt jafngagnslítið sem frá OECD kemur. Til viðmiðunar má nefna aðra nýlega skýrslu stofnunarinnar sem fjallar um háskólamenntun og ber af eins og gull af eiri. Við gerð hennar var Ísland eitt þrettán landa (af alls 24) sem sótt var heim, enda úttektin gerð að beiðni íslenskra stjórnvalda. Bakgrunnsupplýsingar eru ítarlegar og tekið tillit til sérstöðu landsins. Hérlendis höfum við verið stolt af fjáraustri í grunnskólann samkvæmt OECD. En ef við tökum með í dæmið lýðfræðilega samsetningu þjóðarinnar og fjölda fámennra skóla þá verður útkoman önnur. Það er ekki bara við OECD að sakast. Fjölmiðlar fjalla um grunnskólaútgjöldin án þess að kafa dýpra. Örlítið aftar í skýrslunni kemur fram að kostnaður á hvern grunnskólanemanda á Íslandi sé miðlungs mikill miðað við samanburðarlöndin. Það er ekki heldur við OECD að sakast að við skulum ætla skýrslunni svona mikið vægi. Í ljósi nýrra áherslna í rannsóknum og skýrslugerð er þó tímabært að stofnunin sé spurð hvort aðferðir hennar séu ekki úreltar. Þótt OECD leggi í orði áherslu á samtengingu félags- og efnahagslegra þátta verður hið efnahagslega alltaf ofan á. Oftrú á skýrslur sem unnar eru á afar þröngum forsendum er heimskuleg. Vel unnar skýrslur geta reynst mikilvægt hjálpartæki við ákvarðanir og stefnumótun. Vondar skýrslur eru það ekki. Höfundur er ritstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Nýverið kom út ársrit OECD um menntamál sem oft er vitnað í. Ég vara við því án vandlegrar skoðunar. Ritið er misvísandi og það sama gildir um flestar aðrar skýrslur stofnunarinnar um menntamál. Þetta eru vísbendingar (indicators) í einni svipan (at a glance). Orðavalið gefur tilefni til að ætla að hér sé um að ræða eins konar stikkorðaskýrslu. Auðvelt er að fela sig á bak við titilinn ef með þarf þar sem litlar kröfur eru gerðar til upplýsinga sem kalla sig vísbendingar. Skýrslan er unnin af Efnahags- og framfarastofnuninni. Efnahagsmál eru aðalviðfangsefni hennar og samfélagsmál eru skoðuð með tilliti til peninga enda stendur skammstöfunin fyrir Organization for Economic Co-operation and Development. Orðið development er yfirleitt þýtt sem þróun en miðað við verksvið mætti skipta út "þróun" fyrir "breytingu" (e. change). Fólk myndi þá betur átta sig á að stofnunin fæst við eftirfarandi: að hjálpa stjórnsýslunni að spara peninga. Skýrslurnar eru fyrst og fremst tölfræði og gagna að mestu aflað hjá embættismönnum í viðkomandi landi. Enn fremur ætti að leita til þeirra sem þekkja skólastarf og fá frá þeim upplýsingar. Skortur er á nýlegum gögnum og í ritinu eru upplýsingar að mestu frá 2003-2004. Sums staðar hafa slæðst inn villur, t.d. er sagt að grunnskólakennarar á Íslandi hafi kennt í 36 vikur eða í 175 daga skólaárið 2003-2004. Hið rétta er að frá árinu 2001 eru kennsludagar grunnskólakennara 180 á ári og kennsluvikur 38. Talnavillur sem berast inn í skýrslur OECD eru frá okkur sjálfum komnar. Þær eru þó ekki það sem mér finnst gagnrýnisverðast. Verri er aðferðafræðin og hversu mjög við reiðum okkur á þessar skýrslur þrátt fyrir þröngt sjónarhorn. Ekki er allt jafngagnslítið sem frá OECD kemur. Til viðmiðunar má nefna aðra nýlega skýrslu stofnunarinnar sem fjallar um háskólamenntun og ber af eins og gull af eiri. Við gerð hennar var Ísland eitt þrettán landa (af alls 24) sem sótt var heim, enda úttektin gerð að beiðni íslenskra stjórnvalda. Bakgrunnsupplýsingar eru ítarlegar og tekið tillit til sérstöðu landsins. Hérlendis höfum við verið stolt af fjáraustri í grunnskólann samkvæmt OECD. En ef við tökum með í dæmið lýðfræðilega samsetningu þjóðarinnar og fjölda fámennra skóla þá verður útkoman önnur. Það er ekki bara við OECD að sakast. Fjölmiðlar fjalla um grunnskólaútgjöldin án þess að kafa dýpra. Örlítið aftar í skýrslunni kemur fram að kostnaður á hvern grunnskólanemanda á Íslandi sé miðlungs mikill miðað við samanburðarlöndin. Það er ekki heldur við OECD að sakast að við skulum ætla skýrslunni svona mikið vægi. Í ljósi nýrra áherslna í rannsóknum og skýrslugerð er þó tímabært að stofnunin sé spurð hvort aðferðir hennar séu ekki úreltar. Þótt OECD leggi í orði áherslu á samtengingu félags- og efnahagslegra þátta verður hið efnahagslega alltaf ofan á. Oftrú á skýrslur sem unnar eru á afar þröngum forsendum er heimskuleg. Vel unnar skýrslur geta reynst mikilvægt hjálpartæki við ákvarðanir og stefnumótun. Vondar skýrslur eru það ekki. Höfundur er ritstjóri.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun