Steinunn Guðnadóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, gefur kost á sér í 6. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Steinunn starfar sem íþróttakennari við endurhæfingardeild Hrafnistu í Hafnarfirði ásamt því að vera í meistaranámi í mennta- og menningarstjórnun við Viðskiptaháskólann á Bifröst.
Steinunn hefur sinnt ýmsum störfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Hafnarfjarðarbæ og var meðal annars bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á árunum 1998-2006 og formaður skólanefndar Hafnarfjarðar 1998-2002.