170 kannabisplöntur gerðar upptækar 17. október 2006 06:45 Kannabisplöntur bornar út Lögreglumenn sjást hér bera kannabisplöntur út úr iðnaðarhúsnæði sem notað var til ræktunar á kannabisplöntum, fyrr á þessu ári. Lögreglan hefur gert upptækt umtalsvert magn af kannabisplöntum sem ræktaðar hafa verið hér á landi. MYND/Pjetur Lögreglan í Hafnarfirði lagði hald á 170 kannabisplöntur í húsleit í iðnarhúsnæði síðastliðinn sunnudag. Iðnaðarhúsnæðið er í suðurhluta Hafnarfjarðar en vísbendingar höfðu borist til lögreglu um að kannabisræktun færi fram í húsinu. Tveir karlmenn voru handteknir í húsleitinni en þeir voru báðir staddir í húsinu þegar lögreglan í Hafnarfirði, með aðstoð lögreglumanna úr Kópavogi og sérsveitar Ríkislögreglustjóra, gerði húsleitina. Kristján Ó. Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar í Hafnarfirði og yfirmaður rannsóknardeildar, segir stórfellda ræktun hafa farið fram í húsinu. Við framkvæmdum húsleitina eftir að hafa fengið vísbendingar um að það færi fram kannabisræktun í húsinu. Svo kom í ljós að þarna fór greinilega fram stórfelld ræktun, sem var nægilega tækjum búin til þess að rækta upp plöntur sem voru allt að 190 sentimetra háar. Í húsleitinni var einnig lagt hald á annan tug kílóa af niðurskornu marijúana en greining á efninu er ekki lokið ennþá. Þau hafa verið send til tæknideildar lögreglunnar í Reykjavík til greiningar. Lögreglan í Hafnarfirði verst frekari frétta af málinu en ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum. Við töldum það ekki þjóna rannsóknarhagsmunum að óska eftir gæsluvarðhaldi yfir mönnunum. Rannsókn málsins er langt komin og hefur gengið vel. Lögreglan verst frekari frétta af málinu, sem er eitt umfangsmesta fíkniefnamál sem upp hefur komið í Hafnarfirði. Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Lögreglan í Hafnarfirði lagði hald á 170 kannabisplöntur í húsleit í iðnarhúsnæði síðastliðinn sunnudag. Iðnaðarhúsnæðið er í suðurhluta Hafnarfjarðar en vísbendingar höfðu borist til lögreglu um að kannabisræktun færi fram í húsinu. Tveir karlmenn voru handteknir í húsleitinni en þeir voru báðir staddir í húsinu þegar lögreglan í Hafnarfirði, með aðstoð lögreglumanna úr Kópavogi og sérsveitar Ríkislögreglustjóra, gerði húsleitina. Kristján Ó. Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar í Hafnarfirði og yfirmaður rannsóknardeildar, segir stórfellda ræktun hafa farið fram í húsinu. Við framkvæmdum húsleitina eftir að hafa fengið vísbendingar um að það færi fram kannabisræktun í húsinu. Svo kom í ljós að þarna fór greinilega fram stórfelld ræktun, sem var nægilega tækjum búin til þess að rækta upp plöntur sem voru allt að 190 sentimetra háar. Í húsleitinni var einnig lagt hald á annan tug kílóa af niðurskornu marijúana en greining á efninu er ekki lokið ennþá. Þau hafa verið send til tæknideildar lögreglunnar í Reykjavík til greiningar. Lögreglan í Hafnarfirði verst frekari frétta af málinu en ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum. Við töldum það ekki þjóna rannsóknarhagsmunum að óska eftir gæsluvarðhaldi yfir mönnunum. Rannsókn málsins er langt komin og hefur gengið vel. Lögreglan verst frekari frétta af málinu, sem er eitt umfangsmesta fíkniefnamál sem upp hefur komið í Hafnarfirði.
Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira