Núverandi ríkisstjórn hefur ekkert að fela 18. október 2006 07:00 Geir H. Haarde forsætisráðherra telur ekki ástæðu til að ríkisstjórnin aðhafist frekar í hleranamálum. Hann vonar að þeir sem hlut eiga að máli hjálpi til við að upplýsa það. MYND/GVA Geir H. Haarde forsætisráðherra vill að allt sem snertir hleranamál, hvort heldur á dögum kalda stríðsins eða síðar, verði dregið fram í dagsljósið. Það er ekkert að fela og allra síst hefur ríkisstjórnin núverandi eitthvað að fela, sagði Geir í gær. Ríkissaksóknari hefur falið sýslumanninum á Akranesi að rannsaka ætlaðar hleranir á símum utanríkisráðuneytisins á árunum kringum 1993 og sérstök sérfræðinganefnd, skipuð af forsætisráðherra, vinnur að mótun reglna um aðgang fræðimanna að gögnum um hleranir á árunum 1945-1991. Þetta telur Geir nóg að gert að svo stöddu og segir ríkisstjórnina ekki munu aðhafast frekar í málinu. Ekki að svo komnu máli. Ég tel að það sé óþarft úr því að ríkissaksóknari tók þá ákvörðun sem hann tók og nú verður maður bara að vona að allir þeir sem komið hafa fram með ásakanir eða telja sig hafa upplýsingar um þessa þætti sýni samstarfsvilja og hjálpi þeim sem eru að rannsaka máið að upplýsa það. Geir segir eðlilegt að ef fram koma sakir um hugsanlegt refsivert athæfi taki ríkissaksóknari það til athugunar enda sé það hlutverk hans. Síðan verður bara að koma í ljós hvað út úr þeirri rannsókn kemur. Geir segir ennfremur ekki hægt að gagnrýna saksóknara fyrir að sinna skyldum sínum með þessum hætti. Að mati Geirs hefur málum er varða hleranir; annars vegar á tímum kalda stríðsins og hins vegar eftir það verið blandað saman. Málin séu nú hvort með sínum hætti til athugunar. Jafnvel sé rætt um að koma á fót sérstakri deild í Þjóðskjalasafninu með gögnum kaldastríðsáranna. Aðalatriðið er að opna þessi skjöl og fá allt upp á yfirborðið varðandi þetta tímabil. Geir gefur lítið út á efasemdir um að heppilegt sé að lögreglumenn rannsaki mál er hugsanlega varða gjörðir annarra lögreglumanna og segir langsótt að lögreglan á Akranesi hafi átt einhverja aðild að málinu. Og í framhaldi af hugmyndum um að þingskipuð nefnd rannsaki hleranir spyr hann hvort betra sé að pólitíkusar rannsaki pólitíkusa heldur en að lögreglan rannsaki lögregluna. Spurður um vangaveltur um hvort starfssvið sérfræðinganefndarinnar sé of þröngt svarar Geir því til að komi það á daginn verði það athugað. Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Geir H. Haarde forsætisráðherra vill að allt sem snertir hleranamál, hvort heldur á dögum kalda stríðsins eða síðar, verði dregið fram í dagsljósið. Það er ekkert að fela og allra síst hefur ríkisstjórnin núverandi eitthvað að fela, sagði Geir í gær. Ríkissaksóknari hefur falið sýslumanninum á Akranesi að rannsaka ætlaðar hleranir á símum utanríkisráðuneytisins á árunum kringum 1993 og sérstök sérfræðinganefnd, skipuð af forsætisráðherra, vinnur að mótun reglna um aðgang fræðimanna að gögnum um hleranir á árunum 1945-1991. Þetta telur Geir nóg að gert að svo stöddu og segir ríkisstjórnina ekki munu aðhafast frekar í málinu. Ekki að svo komnu máli. Ég tel að það sé óþarft úr því að ríkissaksóknari tók þá ákvörðun sem hann tók og nú verður maður bara að vona að allir þeir sem komið hafa fram með ásakanir eða telja sig hafa upplýsingar um þessa þætti sýni samstarfsvilja og hjálpi þeim sem eru að rannsaka máið að upplýsa það. Geir segir eðlilegt að ef fram koma sakir um hugsanlegt refsivert athæfi taki ríkissaksóknari það til athugunar enda sé það hlutverk hans. Síðan verður bara að koma í ljós hvað út úr þeirri rannsókn kemur. Geir segir ennfremur ekki hægt að gagnrýna saksóknara fyrir að sinna skyldum sínum með þessum hætti. Að mati Geirs hefur málum er varða hleranir; annars vegar á tímum kalda stríðsins og hins vegar eftir það verið blandað saman. Málin séu nú hvort með sínum hætti til athugunar. Jafnvel sé rætt um að koma á fót sérstakri deild í Þjóðskjalasafninu með gögnum kaldastríðsáranna. Aðalatriðið er að opna þessi skjöl og fá allt upp á yfirborðið varðandi þetta tímabil. Geir gefur lítið út á efasemdir um að heppilegt sé að lögreglumenn rannsaki mál er hugsanlega varða gjörðir annarra lögreglumanna og segir langsótt að lögreglan á Akranesi hafi átt einhverja aðild að málinu. Og í framhaldi af hugmyndum um að þingskipuð nefnd rannsaki hleranir spyr hann hvort betra sé að pólitíkusar rannsaki pólitíkusa heldur en að lögreglan rannsaki lögregluna. Spurður um vangaveltur um hvort starfssvið sérfræðinganefndarinnar sé of þröngt svarar Geir því til að komi það á daginn verði það athugað.
Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira