Fernando Alonso og Renault meistarar 23. október 2006 11:00 alonso og schumacher Fernando Alonso tryggði sér heimsmeistaratitilinn en hann er hér við hlið Michaels Schumachers sem tók í gær þátt í sínum síðasta kappakstri á ferlinum. MYND/nordicphotos/getty images Þetta hefur verið frábær helgi. Ég vissi það að ég þyrfti bara eitt stig til að vinna meistaratitilinn en markmiðið var líka að tryggja okkur sigur í keppni bílasmiða. Það tókst og tilfinningin er bara frábær, sagði Fernando Alonso, ökumaður Renault, sem tryggði sér í gær heimsmeistaratitil ökuþóra í Formúlu-1 þegar hann varð annar í kappakstrinum í Brasilíu. Það var heimamaðurinn Felipe Massa hjá Ferrari sem kom fyrstur í mark í kappakstrinum í gær. Þetta var síðasta keppni Michael Schumacher í Formúlu-1 en hann ætlar nú að fara að snúa sér að fjölskyldulífinu. Fyrir síðustu keppnina átti hann smá möguleika á heimsmeistaratitlinum en þá hefði hann þurft að sigra og treysta á að Alonso fengi ekki stig. Það hefur verið frábært að fá að keppa við Michael og ég vil nota tækifærið og óska honum alls hins besta í framtíðinni. Það gerir titla mína verðmætari að hafa unnið þá meðan hann var enn á brautinni, sagði Alonso sem vann heimsmeistaratitilinn einnig í fyrra. Schumacher endaði í fjórða sæti kappakstursins í gær en dekk sprakk á bíl hans snemma keppninnar. Í heildarstigakeppninni endaði Alonso með þrettán stigum meira en Schumacher en 41 stigi þar á eftir kom Massa. Renault vann nauman sigur í keppni bílasmiða, með fimm stigum meira en Ferrari. Íþróttir Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Þetta hefur verið frábær helgi. Ég vissi það að ég þyrfti bara eitt stig til að vinna meistaratitilinn en markmiðið var líka að tryggja okkur sigur í keppni bílasmiða. Það tókst og tilfinningin er bara frábær, sagði Fernando Alonso, ökumaður Renault, sem tryggði sér í gær heimsmeistaratitil ökuþóra í Formúlu-1 þegar hann varð annar í kappakstrinum í Brasilíu. Það var heimamaðurinn Felipe Massa hjá Ferrari sem kom fyrstur í mark í kappakstrinum í gær. Þetta var síðasta keppni Michael Schumacher í Formúlu-1 en hann ætlar nú að fara að snúa sér að fjölskyldulífinu. Fyrir síðustu keppnina átti hann smá möguleika á heimsmeistaratitlinum en þá hefði hann þurft að sigra og treysta á að Alonso fengi ekki stig. Það hefur verið frábært að fá að keppa við Michael og ég vil nota tækifærið og óska honum alls hins besta í framtíðinni. Það gerir titla mína verðmætari að hafa unnið þá meðan hann var enn á brautinni, sagði Alonso sem vann heimsmeistaratitilinn einnig í fyrra. Schumacher endaði í fjórða sæti kappakstursins í gær en dekk sprakk á bíl hans snemma keppninnar. Í heildarstigakeppninni endaði Alonso með þrettán stigum meira en Schumacher en 41 stigi þar á eftir kom Massa. Renault vann nauman sigur í keppni bílasmiða, með fimm stigum meira en Ferrari.
Íþróttir Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira