Kjarklausir heilbrigðisráðherrar 2. nóvember 2006 06:00 Árið 2002 hættu flestir heilsugæslulæknar hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Upp úr því fara bæjaryfirvöld fram á það við heilbrigðisráðherra sem þá var Jón Kristjánsson að gerður yrði þjónustusamningur við Grindavík um að Grindavíkurbær gerðist reynslusveitarfélag í reksturs heilsugæslu. Eftir 2 ára vinnu með heimsóknum í ráðuneytið og bréfaskiptum kom loks svar frá ráðuneytinu þar sem segir að Grindavíkurbær verði að semja við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja um þjónustusamning vilji bærinn reka heilsugæsluna. Þegar eftir því er spurt við stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hvort hægt sé að yfirtaka reksturinn á heilsugæslunni er sagt að það sé hægt en þá þurfi leyfi heilbrigðisráðuneytis. Sem sagt pattstaða vegna ákvörðunarfælni heilbrigðisráðherra. Síðan gerist það að nýr heilbrigðisráðherra tekur við, Siv Friðleifsdóttir og óska þá sveitarstjórnarmenn eftir fundi með henni. Eftir margra mánaða árangurslausar tilraunir við að fá tíma hjá heilbrigðisráðherra er sveitarstjórnamönnum sagt að þeir geti ekki fengið tíma hjá ráðherra en embættismenn heilbrigðiráðuneytis geti tekið á móti þeim. Funduðu þeir með bæjarfulltrúum þann 3. október síðastliðinn og höfnuðu þeir á þeim fundi því að Grindavík gerðist reynslu sveitarfélag í rekstri á heilsugæslu líkt og Akureyringar og Hornfirðingar gera. Mér finnst það kjarkleysi hjá heilbrigðisráðherra að þora ekki að taka á móti bæjarfulltrúum sjálf og mér finnst ekki neitt innihald í því þegar fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna segjast vilja færa verkefni frá ríki til sveitarfélaga en verkin eru eins og á undan er lýst. Hörður Guðbrandsson býður sig fram í 3-4 sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2002 hættu flestir heilsugæslulæknar hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Upp úr því fara bæjaryfirvöld fram á það við heilbrigðisráðherra sem þá var Jón Kristjánsson að gerður yrði þjónustusamningur við Grindavík um að Grindavíkurbær gerðist reynslusveitarfélag í reksturs heilsugæslu. Eftir 2 ára vinnu með heimsóknum í ráðuneytið og bréfaskiptum kom loks svar frá ráðuneytinu þar sem segir að Grindavíkurbær verði að semja við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja um þjónustusamning vilji bærinn reka heilsugæsluna. Þegar eftir því er spurt við stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hvort hægt sé að yfirtaka reksturinn á heilsugæslunni er sagt að það sé hægt en þá þurfi leyfi heilbrigðisráðuneytis. Sem sagt pattstaða vegna ákvörðunarfælni heilbrigðisráðherra. Síðan gerist það að nýr heilbrigðisráðherra tekur við, Siv Friðleifsdóttir og óska þá sveitarstjórnarmenn eftir fundi með henni. Eftir margra mánaða árangurslausar tilraunir við að fá tíma hjá heilbrigðisráðherra er sveitarstjórnamönnum sagt að þeir geti ekki fengið tíma hjá ráðherra en embættismenn heilbrigðiráðuneytis geti tekið á móti þeim. Funduðu þeir með bæjarfulltrúum þann 3. október síðastliðinn og höfnuðu þeir á þeim fundi því að Grindavík gerðist reynslu sveitarfélag í rekstri á heilsugæslu líkt og Akureyringar og Hornfirðingar gera. Mér finnst það kjarkleysi hjá heilbrigðisráðherra að þora ekki að taka á móti bæjarfulltrúum sjálf og mér finnst ekki neitt innihald í því þegar fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna segjast vilja færa verkefni frá ríki til sveitarfélaga en verkin eru eins og á undan er lýst. Hörður Guðbrandsson býður sig fram í 3-4 sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í suðvesturkjördæmi.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar