
Skúli Helgason: Hreinsum til
Mikil umræða hefur verið í Samfylkingunni um nauðsyn þess að koma böndum á þann mikla auglýsingakostnað sem fylgt hefur prófkjörum. Mikilvæg skref voru stigin í þessa átt í prófkjörum flokksins. Í öllum kjördæmum voru einhverjar takmarkanir á auglýsingakostnaði og í Norðvestur- og Suðvesturkjördæmum var hreint bann við auglýsingum frambjóðenda en áhersla lögð á sameiginlega kynningu í blöðum og á framboðsfundum. Þá var mælst til þess að frambjóðendur stilltu kostnaði við prófkjörsbaráttu sína í hóf. Frambjóðendur tóku þessum tilmælum vel, auglýsingabönn héldu fullkomlega þar sem þeirra naut við og áttu stóran þátt í því að halda kostnaði innan hóflegra marka.
Í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík nam heildarkostnaður allra frambjóðendanna fimmtán um 23 milljónum króna, eða 1,5 milljónum króna á mann að meðaltali. Allir frambjóðendur þurfa að skila uppgjöri um kostnað sinn til kjörstjórnar og sumir hafa þegar birt sín uppgjör opinberlega. Það er eðlileg krafa að allir geri það. Samanburðurinn við Sjálfstæðisflokkinn er sláandi. NFS flutti þá frétt 30. október að heildarkostnaður frambjóðenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík væri áætlaður 80-90 milljónir króna - tæplega fjórfalt hærri en hjá Samfylkingunni.
Í Sjálfstæðisflokknum er engin krafa um upplýsingagjöf, engar reglur um takmörkun á kostnaði eða auglýsingum. Þar eru peningaöflin allsráðandi og altalað er að einstakir frambjóðendur hafi eytt vel á annan tug milljóna í sína baráttu. Allir sjá hvaða hömlur slíkt setur efnilegu fólki sem vill hasla sér völl í stjórnmálum auk þess að opna fyrir óeðlileg hagsmunatengsl við fjársterka aðila í samfélaginu.
Samfylkingin hefur um árabil barist fyrir gegnsæi og upplýsingagjöf um starfsemi og fjármál stjórnmálaflokkanna, að þeir setji sér opinberar siðareglur og opni bókhald sitt svo almenningur geti treyst því að flokkarnir þjóni aðeins fólkinu í landinu. Samfylkingin mun halda þessari baráttu áfram þangað til búið verður að hreinsa til í stjórnmálunum.
Höfundur er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar.
Skoðun

Aðför að menntakerfinu
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Er íslenska þjóðin að eldast?
Þorsteinn Þorsteinsson skrifar

Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk
Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar

Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands
Margrét Gíslínudóttir skrifar

Hvert fer kílómetragjaldið mitt?
Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar

Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga
Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar

Eyðileggjandi umræða
Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar

Lýðræðið sigrar
Snorri Ásmundsson skrifar

Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri
Stefán Ingi Arnarson skrifar

Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld
Bergur Hauksson skrifar

Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda!
Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar

Lítil breyting sem getur skipt sköpum!
Arnar Steinn Þórarinsson skrifar

Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra
Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar

Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur!
Bjarni Þór Sigurðsson skrifar

Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR?
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar

Kjarkur og kraftur til að breyta
Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar

Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Góður fyrsti aldarfjórðungur
Jón Guðni Ómarsson skrifar

Af hverju stríð?
Helga Þórólfsdóttir skrifar

Donald Trump
Jovana Pavlović skrifar

Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá
Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar

Stækkum Sjálfstæðisflokkinn
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu?
Svanur Sigurbjörnsson skrifar

Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda?
Eyþór Máni Steinarsson skrifar

Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Stjórnarskráin
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

„Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…”
Marta Wieczorek skrifar

Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili
Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar