Vörubíll valt á hliðina í Lágmúlanum í Reykjavík í gær. Vörubíllinn var að hífa gifsplötur við verslun Bræðranna Ormsson skömmu fyrir hádegi þegar ein af undirstöðum hans gaf sig og hann valt. Hvorki bílstjóra né vegfarendur sakaði, að því er fram kom á Vísi.
Vörubílar með krönum voru notaðir til að hífa bílinn aftur á hjólin og tók um hálfan annan klukkutíma að rétta hann við. Bíllinn var mikið skemmdur eftir veltuna en var þó hægt að aka honum burt. Bílveltan varð á háannatíma í umferðinni.