Kaupmáttur eftir skatta og eldri borgarar 16. nóvember 2006 05:00 Eins og fram kom í síðustu grein hafa skattar á lægri tekjur allt frá árinu 1988 hækkað mikið vegna þess að skattleysismörkin hafa setið eftir að raungildi. Þannig greiðir sá sem nú hefur 110 þús kr. í tekjur á mánuði 10,3 prósent af þeim í tekjuskatta en hann greiddi ekki eina krónu í skatta af sambærilegum rauntekjum við upptöku staðgreiðslunnar. Hann greiðir því nú rúmlega 11.300 kr á mánuði í skatta en hann greiddi ekkert áður. Þetta er meira en heil mánaðarlaun á ári sem skattbyrði þyngist um. Skattleysismörkin eru nú aðeins 79.055 kr. á mánuði og verða 90.000 kr. á mánuði eftir áramót. Þau ættu hinsvegar að vera tæpar 111.000 kr. á mánuði nú þegar ef þau hefðu fylgt verðlagi og tæplega 137.000 kr. á mánuði ef þau hefðu fylgt launaþróun sem væri mjög eðlileg viðmiðun. Haustið 1995 var lögum breytt um greiðslur almannatrygginga þannig að ekki var lengur fylgt breytingu lágmarkslauna heldur skyldi taka mið af launaþróun eða verðlagi. Niðurstaðan á túlkun stjórnvalda á þessu hefur valdið því að bótaþegar hafa dregist aftur úr í tekjum sínum miðað við aðra hópa í þjóðfélaginu. Árið 1995 var ákveðið lágmark í kaupmætti ráðstöfunartekna í kjölfar kreppu og þjóðarsáttar. Þrátt fyrir einhverja hækkun á greiðslum almannatrygginga í ágúst síðastliðnum hefur sá ellilífeyrisþegi sem ekki býr einn hækkað í kaupmætti ráðstöfunartekna um minna en 20 prósent frá árinu 1995 -2007 hvort sem hann hafi aðeins greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins (TR) eða eins og dæmigerður ellilífeyrisþegi með um 55.000 kr. í tekjur frá lífeyrissjóði. Þetta er á sama tíma og ráðamenn segja að kaupmáttur ráðstöfunartekna almennings hafi hækkað um 60 prósent. Þarna munar verulega miklu. Ef nýleg tillaga til þingsályktunar frá stjórnarandstöðunni næði fram að ganga myndi staðan vissulega skána, þ.e. kaupmáttur þessara aðila eftir skatta myndi aukast um 4-5 prósent en ef hann hefði atvinnutekjur upp á t.d. 55.000 kr. á mánuði myndi staða hans batna um u.þ.b. 15 prósent vegna þess að þar er gert ráð fyrir að hann megi hafa tekjur allt að 75.000 kr. á mánuði án þess að greiðslur hans frá TR skerðist nokkuð. Þetta skiptir vissulega miklu en eldri borgarar hafa líka lagt áherslu á frítekjumörk vegna lífeyrissjóðstekna því skerðingar hér á landi ganga allt of langt. Ólafur Ólafsson er formaður LEB og Einar Árnason er hagfræðingur LEB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Eins og fram kom í síðustu grein hafa skattar á lægri tekjur allt frá árinu 1988 hækkað mikið vegna þess að skattleysismörkin hafa setið eftir að raungildi. Þannig greiðir sá sem nú hefur 110 þús kr. í tekjur á mánuði 10,3 prósent af þeim í tekjuskatta en hann greiddi ekki eina krónu í skatta af sambærilegum rauntekjum við upptöku staðgreiðslunnar. Hann greiðir því nú rúmlega 11.300 kr á mánuði í skatta en hann greiddi ekkert áður. Þetta er meira en heil mánaðarlaun á ári sem skattbyrði þyngist um. Skattleysismörkin eru nú aðeins 79.055 kr. á mánuði og verða 90.000 kr. á mánuði eftir áramót. Þau ættu hinsvegar að vera tæpar 111.000 kr. á mánuði nú þegar ef þau hefðu fylgt verðlagi og tæplega 137.000 kr. á mánuði ef þau hefðu fylgt launaþróun sem væri mjög eðlileg viðmiðun. Haustið 1995 var lögum breytt um greiðslur almannatrygginga þannig að ekki var lengur fylgt breytingu lágmarkslauna heldur skyldi taka mið af launaþróun eða verðlagi. Niðurstaðan á túlkun stjórnvalda á þessu hefur valdið því að bótaþegar hafa dregist aftur úr í tekjum sínum miðað við aðra hópa í þjóðfélaginu. Árið 1995 var ákveðið lágmark í kaupmætti ráðstöfunartekna í kjölfar kreppu og þjóðarsáttar. Þrátt fyrir einhverja hækkun á greiðslum almannatrygginga í ágúst síðastliðnum hefur sá ellilífeyrisþegi sem ekki býr einn hækkað í kaupmætti ráðstöfunartekna um minna en 20 prósent frá árinu 1995 -2007 hvort sem hann hafi aðeins greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins (TR) eða eins og dæmigerður ellilífeyrisþegi með um 55.000 kr. í tekjur frá lífeyrissjóði. Þetta er á sama tíma og ráðamenn segja að kaupmáttur ráðstöfunartekna almennings hafi hækkað um 60 prósent. Þarna munar verulega miklu. Ef nýleg tillaga til þingsályktunar frá stjórnarandstöðunni næði fram að ganga myndi staðan vissulega skána, þ.e. kaupmáttur þessara aðila eftir skatta myndi aukast um 4-5 prósent en ef hann hefði atvinnutekjur upp á t.d. 55.000 kr. á mánuði myndi staða hans batna um u.þ.b. 15 prósent vegna þess að þar er gert ráð fyrir að hann megi hafa tekjur allt að 75.000 kr. á mánuði án þess að greiðslur hans frá TR skerðist nokkuð. Þetta skiptir vissulega miklu en eldri borgarar hafa líka lagt áherslu á frítekjumörk vegna lífeyrissjóðstekna því skerðingar hér á landi ganga allt of langt. Ólafur Ólafsson er formaður LEB og Einar Árnason er hagfræðingur LEB.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun