Auður Lilja Erlingsdóttir: Hæfasti einstaklingurinn kosinn? 16. nóvember 2006 05:00 Kosningabaráttan er hafin og tími prófkjöranna er runninn upp. Sú umræða sem alltaf virðist fylgja prófkjörsbaráttu er á sínum stað. Umræðan um hvort það skipti máli að kjósa konur eða karla eða hvort markmiðið sé einfaldlega að kjósa hæfasta einstaklinginn óháð kyni. Ég undrast alltaf þessa umræðu. Auðvitað eigum við að kjósa hæfasta fólkið eða öllu heldur það fólk sem við teljum hæfast. Satt best að segja þekki ég fáa sem kjósa konur eingöngu vegna þess að þær eru kvenkyns. Hins vegar þekki ég marga sem kjósa konur vegna þess að hlutur kvenna í stjórnmálum er of lítill og vegna þess að konur eiga erfiðara með að komast að í stjórnmálum en karlar. Það sem ég undrast helst er að fólkið sem hefur hæst um að kjósa skuli hæfasta fólkið vill sjaldnast heyra minnst á kynjakvóta eða fléttulista. Fólkið sem segist eingöngu kjósa eftir hæfni einstaklinga hlýtur þá að telja að verri staða kvenna á listum endurspegli það að karlar séu hæfari en konur. Er ekkert athugavert við slíka niðurstöðu? Út frá henni má álykta að konur í Sjálfstæðisflokknum séu sérstaklega óhæfar í samanburði við karlana þar. Kjósendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík settu til dæmis aðeins tvær konur í sæti sem geta talist örugg þingsæti á móti sjö körlum. Yfir þetta er svo reynt að breiða með fyrirsögninni 5 konur í 12 efstu sætunum! Það að stilla konum upp í neðri sæti lista mun ekki leiðrétta hlut kvenna á Alþingi. Þetta sést glögglega á því að í síðustu kosningum var hlutfall kvenkyns frambjóðenda um 42 prósent en hlutfall kvenna sem rataði inn á Alþingi talsvert lægra eða um 30 prósent. Svo lengi sem ekki er gengið út frá þeirri forsendu að konur séu ekki jafn hæfar og karlmenn hljótum við að velta fyrir okkar hvort að það sé ekki eitthvað að kerfinu sem notast er við þegar frambjóðendur eru valdir, þ.e. prófkjörunum, og í raun virðist uppstilling ekkert vera betri hvað þetta varðar. Það er aðeins eitt sem dugar. Það er það að stjórnmálaflokkar taki sér tak og setji reglur til að tryggja jafnt kynjahlutfall á framboðslistum sínum. Ekki eingöngu á neðri hluta framboðslistans, einnig í efstu sæti. Konur eru jafn hæfar körlum og eiga þessa meðferð ekki skilið. Höfundur er formaður Ungra vinstri grænna (UVG). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Kosningabaráttan er hafin og tími prófkjöranna er runninn upp. Sú umræða sem alltaf virðist fylgja prófkjörsbaráttu er á sínum stað. Umræðan um hvort það skipti máli að kjósa konur eða karla eða hvort markmiðið sé einfaldlega að kjósa hæfasta einstaklinginn óháð kyni. Ég undrast alltaf þessa umræðu. Auðvitað eigum við að kjósa hæfasta fólkið eða öllu heldur það fólk sem við teljum hæfast. Satt best að segja þekki ég fáa sem kjósa konur eingöngu vegna þess að þær eru kvenkyns. Hins vegar þekki ég marga sem kjósa konur vegna þess að hlutur kvenna í stjórnmálum er of lítill og vegna þess að konur eiga erfiðara með að komast að í stjórnmálum en karlar. Það sem ég undrast helst er að fólkið sem hefur hæst um að kjósa skuli hæfasta fólkið vill sjaldnast heyra minnst á kynjakvóta eða fléttulista. Fólkið sem segist eingöngu kjósa eftir hæfni einstaklinga hlýtur þá að telja að verri staða kvenna á listum endurspegli það að karlar séu hæfari en konur. Er ekkert athugavert við slíka niðurstöðu? Út frá henni má álykta að konur í Sjálfstæðisflokknum séu sérstaklega óhæfar í samanburði við karlana þar. Kjósendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík settu til dæmis aðeins tvær konur í sæti sem geta talist örugg þingsæti á móti sjö körlum. Yfir þetta er svo reynt að breiða með fyrirsögninni 5 konur í 12 efstu sætunum! Það að stilla konum upp í neðri sæti lista mun ekki leiðrétta hlut kvenna á Alþingi. Þetta sést glögglega á því að í síðustu kosningum var hlutfall kvenkyns frambjóðenda um 42 prósent en hlutfall kvenna sem rataði inn á Alþingi talsvert lægra eða um 30 prósent. Svo lengi sem ekki er gengið út frá þeirri forsendu að konur séu ekki jafn hæfar og karlmenn hljótum við að velta fyrir okkar hvort að það sé ekki eitthvað að kerfinu sem notast er við þegar frambjóðendur eru valdir, þ.e. prófkjörunum, og í raun virðist uppstilling ekkert vera betri hvað þetta varðar. Það er aðeins eitt sem dugar. Það er það að stjórnmálaflokkar taki sér tak og setji reglur til að tryggja jafnt kynjahlutfall á framboðslistum sínum. Ekki eingöngu á neðri hluta framboðslistans, einnig í efstu sæti. Konur eru jafn hæfar körlum og eiga þessa meðferð ekki skilið. Höfundur er formaður Ungra vinstri grænna (UVG).
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar