Samið um tolla við Evrópusambandið 17. nóvember 2006 03:30 Íslensk stjórnvöld vilja ná nýjum samningi við Evrópusambandið um aukið frjálsræði í viðskiptum með landbúnaðarvörur. Markmiðið er að tollar á íslenskar landbúnaðarafurðir verði lækkaðir samhliða tollalækkun á landbúnaðarvörur frá ESB hér á landi 1. mars samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra greindi frá upphafi viðræðnanna á Alþingi í gær. Hún kveðst vongóð um að jákvæð niðurstaða fáist. „Þetta er stórt mál en við erum bjartsýn á að góður árangur geti náðst. Íslenskar landbúnaðarvörur eiga fullt erindi á Evrópumarkað enda gæði þeirra mikil,“ segir Valgerður. Nokkuð er síðan samkomulag var gert við Evrópusambandið um viðskipti með landbúnaðarvörur og átti það að taka gildi um áramót. Í kjölfar aðgerða ríkisstjórnarinnar til lækkunar matvælaverðs og tollalækkana því samfara vildu stjórnvöld fresta gildistökunni og hefja nýjar viðræður. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til lækkunar matarverðs var kveðið á um að tollar myndu lækka um allt að fjörutíu prósent. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins verður málið rætt á vinnufundi í Brussel undir lok mánaðarins. Vonast er til að hægt verði að undirrita nýtt samkomulag í Reykjavík fyrir árslok. Embættismenn utanríkis- og landbúnaðarráðuneytisins, auk íslenskra embættismanna í Brussel, skipa íslensku samninganefndina. Samkomulagið, sem taka átti gildi um áramót, náði til viðskipta með landbúnaðarvörur, aðrar en unnar afurðir, og var gert á grundvelli EES-samningsins. Ekki liggur fyrir hvort í viðræðunum nú verði lögð áhersla á að auka enn þær ívilnanir sem kveðið er á um í eldra samkomulagi eða hvort nýir vöruflokkar bætist við. Fréttablaðið hefur þó heimildir fyrir að vilji stjórnvalda standi til að fá tollfrjálsan ostkvóta en skyr flokkast til osta. Með því gæfist færi á að flytja skyrdrykki tollfrjálst til Evrópusambandsríkjanna. Innlent Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Íslensk stjórnvöld vilja ná nýjum samningi við Evrópusambandið um aukið frjálsræði í viðskiptum með landbúnaðarvörur. Markmiðið er að tollar á íslenskar landbúnaðarafurðir verði lækkaðir samhliða tollalækkun á landbúnaðarvörur frá ESB hér á landi 1. mars samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra greindi frá upphafi viðræðnanna á Alþingi í gær. Hún kveðst vongóð um að jákvæð niðurstaða fáist. „Þetta er stórt mál en við erum bjartsýn á að góður árangur geti náðst. Íslenskar landbúnaðarvörur eiga fullt erindi á Evrópumarkað enda gæði þeirra mikil,“ segir Valgerður. Nokkuð er síðan samkomulag var gert við Evrópusambandið um viðskipti með landbúnaðarvörur og átti það að taka gildi um áramót. Í kjölfar aðgerða ríkisstjórnarinnar til lækkunar matvælaverðs og tollalækkana því samfara vildu stjórnvöld fresta gildistökunni og hefja nýjar viðræður. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til lækkunar matarverðs var kveðið á um að tollar myndu lækka um allt að fjörutíu prósent. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins verður málið rætt á vinnufundi í Brussel undir lok mánaðarins. Vonast er til að hægt verði að undirrita nýtt samkomulag í Reykjavík fyrir árslok. Embættismenn utanríkis- og landbúnaðarráðuneytisins, auk íslenskra embættismanna í Brussel, skipa íslensku samninganefndina. Samkomulagið, sem taka átti gildi um áramót, náði til viðskipta með landbúnaðarvörur, aðrar en unnar afurðir, og var gert á grundvelli EES-samningsins. Ekki liggur fyrir hvort í viðræðunum nú verði lögð áhersla á að auka enn þær ívilnanir sem kveðið er á um í eldra samkomulagi eða hvort nýir vöruflokkar bætist við. Fréttablaðið hefur þó heimildir fyrir að vilji stjórnvalda standi til að fá tollfrjálsan ostkvóta en skyr flokkast til osta. Með því gæfist færi á að flytja skyrdrykki tollfrjálst til Evrópusambandsríkjanna.
Innlent Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira