Starfsmenn telja uppsagnir ólöglegar 19. nóvember 2006 08:45 Flugumferðarstjórar og aðrir starfsmenn Flugmálastjórnar telja að brotin hafi verið á sér lög. Stjórnvöld eru því ósammála. MYND/Heiða Margir starfsmenn Flugmálastjórnar telja að brotin hafi verið lög um réttindi starfsmanna við aðilaskipti fyrirtækja frá 2002 þegar þeim var sagt upp störfum vegna breytingar stofnunarinnar í opinbert hlutafélag. Flugmálastjóri segir að ákvörðun um uppsagnir hafi verið tekin sameiginlega af Flugmálastjórn og samgöngu- og fjármálaráðuneyti. Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir að samkvæmt lögum um aðilaskipti sé einfaldlega bannað að segja starfsmönnum upp, þeir eigi að færast til nýja fyrirtækisins og við það séu starfsmenn mjög ósáttir. „Ástæðan fyrir uppsögninni er annaðhvort klúður hjá ríkinu eða verið er að rjúfa ráðningarsambandið til að Flugstoðir þurfi ekki að standa skil á þeim réttindum og skyldum sem eru skilgreind í ráðningarsamningum starfsmanna sem eru ekki lengur til staðar." Þorgeir Pálsson flugmálastjóri þekkir til þeirra efasemda að uppsagnirnar samrýmist lögum um aðilaskipti en segir það ekki túlkun stjórnvalda. „Yfir málið fóru nánast allir sem þekkja til þessara mála hjá okkur og ráðuneytunum og það var full samstaða um að rétt væri að standa að þessu með þessum hætti. Með uppsagnarbréfi var öllum boðið sama starf á sömu kjörum hjá Flugstoðum." Þorgeir segir einnig að ríkisstarfsmenn eigi biðlaunarétt og hann verði ekki virkur nema starf sé lagt niður eða starfsmanni sagt upp. „Þetta var því hugsað meðal annars til hagsbóta fyrir þá sem vildu nýta sér biðlaunarétt sinn." Loftur minnir á að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sagði þegar hann mælti fyrir frumvarpinu um stofnun Flugstoða ohf. að engum starfsmanni Flugmálastjórnar yrði sagt upp störfum og vitnaði þar í lögin um aðilaskipti. „Hann sagði líka í Sjónvarpinu í gær að eftir 1. janúar hafi flugumferðarstjórar ekki atvinnutækifæri hjá öðrum en Flugstoðum. Í Evrópu vantar á þriðja þúsund flugumferðarstjóra svo þeir sem vinna á Íslandi gætu fengið vinnu annars staðar á morgun. Ég þekki til flugumferðarstjóra sem fengið hafa störf í Noregi á næsta ári og að aðrir hyggjast nýta sér biðlaunarétt sinn og hætta um áramótin." Loftur segir marga kollega sína vilja vinna fyrir Flugstoðir en þeir muni ekki þiggja það eins og ölmusu. Ekki náðist í Sturlu Böðvarsson í gær vegna málsins. Innlent Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Margir starfsmenn Flugmálastjórnar telja að brotin hafi verið lög um réttindi starfsmanna við aðilaskipti fyrirtækja frá 2002 þegar þeim var sagt upp störfum vegna breytingar stofnunarinnar í opinbert hlutafélag. Flugmálastjóri segir að ákvörðun um uppsagnir hafi verið tekin sameiginlega af Flugmálastjórn og samgöngu- og fjármálaráðuneyti. Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir að samkvæmt lögum um aðilaskipti sé einfaldlega bannað að segja starfsmönnum upp, þeir eigi að færast til nýja fyrirtækisins og við það séu starfsmenn mjög ósáttir. „Ástæðan fyrir uppsögninni er annaðhvort klúður hjá ríkinu eða verið er að rjúfa ráðningarsambandið til að Flugstoðir þurfi ekki að standa skil á þeim réttindum og skyldum sem eru skilgreind í ráðningarsamningum starfsmanna sem eru ekki lengur til staðar." Þorgeir Pálsson flugmálastjóri þekkir til þeirra efasemda að uppsagnirnar samrýmist lögum um aðilaskipti en segir það ekki túlkun stjórnvalda. „Yfir málið fóru nánast allir sem þekkja til þessara mála hjá okkur og ráðuneytunum og það var full samstaða um að rétt væri að standa að þessu með þessum hætti. Með uppsagnarbréfi var öllum boðið sama starf á sömu kjörum hjá Flugstoðum." Þorgeir segir einnig að ríkisstarfsmenn eigi biðlaunarétt og hann verði ekki virkur nema starf sé lagt niður eða starfsmanni sagt upp. „Þetta var því hugsað meðal annars til hagsbóta fyrir þá sem vildu nýta sér biðlaunarétt sinn." Loftur minnir á að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sagði þegar hann mælti fyrir frumvarpinu um stofnun Flugstoða ohf. að engum starfsmanni Flugmálastjórnar yrði sagt upp störfum og vitnaði þar í lögin um aðilaskipti. „Hann sagði líka í Sjónvarpinu í gær að eftir 1. janúar hafi flugumferðarstjórar ekki atvinnutækifæri hjá öðrum en Flugstoðum. Í Evrópu vantar á þriðja þúsund flugumferðarstjóra svo þeir sem vinna á Íslandi gætu fengið vinnu annars staðar á morgun. Ég þekki til flugumferðarstjóra sem fengið hafa störf í Noregi á næsta ári og að aðrir hyggjast nýta sér biðlaunarétt sinn og hætta um áramótin." Loftur segir marga kollega sína vilja vinna fyrir Flugstoðir en þeir muni ekki þiggja það eins og ölmusu. Ekki náðist í Sturlu Böðvarsson í gær vegna málsins.
Innlent Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira