Ehud Olmert hvetur til friðar 28. nóvember 2006 02:00 Forsætisráðherra Ísraels bauð Palestínumönnum að koma aftur að friðarsamningaborðum í gær, svo fremi sem þeir fallist á kröfur hans. MYND/AP Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, bauð Palestínumönnum í stefnuræðu sinni í gær víðtækar friðarviðræður, hverfi þeir frá ofbeldi. Jafnframt sagði hann að slíkar viðræður við Ísraela myndu gera Palestínumönnum kleift að mynda sjálfstætt ríki á Vesturbakkanum og á Gaza-svæðinu. Olmert talaði beint til Palestínumanna og lofaði að fækka eftirlitsstöðvum, greiða skatta Palestínumanna sem Ísrael hefur haldið síðan leiðtogar Hamas-hreyfingarinnar voru kosnir til valda í þingkosningum Palestínumanna í janúar, og að leysa fanga úr haldi, komi til alvarlegra friðarviðræðna. Jafnframt myndu Ísraelar þá yfirgefa Vesturbakkann og hernumin svæði. „Ég rétti palestínskum nágrönnum okkar hönd mína í friði og vona að ég komi ekki tómhentur til baka,“ sagði Olmert. „Við getum ekki breytt fortíðinni og við munum ekki geta endurheimt fórnarlömbin beggja vegna landamæranna. Allt sem við getum gert í dag er að koma í veg fyrir frekari harmleiki.“ Þó verða Palestínumenn að velja sér nýja hófsama ríkisstjórn sem væri tilbúin til að fylgja friðaráætlun sem Bandaríkjamenn styðja, sem og að leysa ísraelskan hermann úr haldi, en gíslataka hans var uppspretta átakanna í sumar. Fyrr kemur Olmert ekki til þessara „alvöru, opnu, heiðarlegu, einlægu viðræðna“, sagði hann. Friðarumleitanir Ísraela og Palestínumanna hafa legið niðri mánuðum saman, eða frá umræddum kosningum. Þótt leiðtogar Hamas-samtakanna hafi verið lýðræðislega kosnir á þing hafa Ísraelar neitað að eiga samskipti við þá, enda er eitt af takmörkum samtakanna að eyða Ísrael. Tilboð Olmerts um að hefja aftur friðarumleitanir kom degi eftir að vopnahlé milli Hamas-liða og Ísraela hófst á Gaza-svæðinu, sem ætlað er að binda enda á fimm mánaða átök. Yfir 300 Palestínumenn hafa látist í átökunum seinustu mánuði, þar af fjölmargir óbreyttir borgarar. Einnig hafa fimm Ísraelar farist. Talsmaður palestínska ráðuneytisins sagði þingmenn taka tilboði Olmerts með fyrirvara. „Þetta er samsæri. Þetta er nýtt herbragð. Olmert talar um palestínska ríkið án þess að gefa upplýsingar um landamærin,“ sagði Ghazi Hamad, talsmaður stjórnarinnar. Erlent Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira
Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, bauð Palestínumönnum í stefnuræðu sinni í gær víðtækar friðarviðræður, hverfi þeir frá ofbeldi. Jafnframt sagði hann að slíkar viðræður við Ísraela myndu gera Palestínumönnum kleift að mynda sjálfstætt ríki á Vesturbakkanum og á Gaza-svæðinu. Olmert talaði beint til Palestínumanna og lofaði að fækka eftirlitsstöðvum, greiða skatta Palestínumanna sem Ísrael hefur haldið síðan leiðtogar Hamas-hreyfingarinnar voru kosnir til valda í þingkosningum Palestínumanna í janúar, og að leysa fanga úr haldi, komi til alvarlegra friðarviðræðna. Jafnframt myndu Ísraelar þá yfirgefa Vesturbakkann og hernumin svæði. „Ég rétti palestínskum nágrönnum okkar hönd mína í friði og vona að ég komi ekki tómhentur til baka,“ sagði Olmert. „Við getum ekki breytt fortíðinni og við munum ekki geta endurheimt fórnarlömbin beggja vegna landamæranna. Allt sem við getum gert í dag er að koma í veg fyrir frekari harmleiki.“ Þó verða Palestínumenn að velja sér nýja hófsama ríkisstjórn sem væri tilbúin til að fylgja friðaráætlun sem Bandaríkjamenn styðja, sem og að leysa ísraelskan hermann úr haldi, en gíslataka hans var uppspretta átakanna í sumar. Fyrr kemur Olmert ekki til þessara „alvöru, opnu, heiðarlegu, einlægu viðræðna“, sagði hann. Friðarumleitanir Ísraela og Palestínumanna hafa legið niðri mánuðum saman, eða frá umræddum kosningum. Þótt leiðtogar Hamas-samtakanna hafi verið lýðræðislega kosnir á þing hafa Ísraelar neitað að eiga samskipti við þá, enda er eitt af takmörkum samtakanna að eyða Ísrael. Tilboð Olmerts um að hefja aftur friðarumleitanir kom degi eftir að vopnahlé milli Hamas-liða og Ísraela hófst á Gaza-svæðinu, sem ætlað er að binda enda á fimm mánaða átök. Yfir 300 Palestínumenn hafa látist í átökunum seinustu mánuði, þar af fjölmargir óbreyttir borgarar. Einnig hafa fimm Ísraelar farist. Talsmaður palestínska ráðuneytisins sagði þingmenn taka tilboði Olmerts með fyrirvara. „Þetta er samsæri. Þetta er nýtt herbragð. Olmert talar um palestínska ríkið án þess að gefa upplýsingar um landamærin,“ sagði Ghazi Hamad, talsmaður stjórnarinnar.
Erlent Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira