Að villa á sér heimildir 29. nóvember 2006 05:00 Í viðhorfi í þessu blaði sl. þriðjudag gefur Björn Ingi Hrafnsson borgarfulltrúi í skyn að ég nýti mér í pólitískum tilgangi að dóttir mín hafi verið á biðlista eftir plássi á frístundaheimilum borgarinnar. Ég hafi haldið því leyndu fyrir fréttamanni að ég væri í pólitík til að komast í blöðin á þennan hátt. Þetta er auðvitað fráleitt og lýsir e.t.v. meira hugsunarhætti þess sem lætur sér detta þvílíkt í hug. Ég var hins vegar beðinn um að ljá úttekt blaðamanns á biðlistum eftir frístundaplássi persónulegan vinkil og mér fannst mér ekki stætt á að neita því þar sem ég hef, ásamt félögum mínum í Íþrótta- og tómstundaráði, verið að beita mér fyrir lausn á þessu máli. Staðreyndin er sú að sem formaður Íþrótta- og tómstundaráðs hefur Björn Ingi dregið lappirnar í þessu máli. Hann verður því að geta tekið gagnrýni frá foreldrum sem hafa þurft að vera á hlaupum á milli vinnu og barna af því að ekki eru til næg rými á frístundaheimilunum. Samfylkingin í Íþrótta- og tómstundaráði hefur mælt með að foreldrum verði boðið upp á hlutavistun fyrir börn sín og ég bind miklar vonir við að það bæti úr þessum vanda. Það er hins vegar nokkuð sem hefði þurft að skoða miklu fyrr. Björn Ingi talaði í vor um sig sem sérstakan athafnastjórnmálamann sem léti verkin tala. Það hefur hann ekki gert í þessu máli og eðlilegt að á það sé bent þegar menn auglýsa sig sem sérstaklega framtakssama stjórnmálamenn. Það er óþarfi að taka það persónulega, nær að líta á það sem faglega gagnrýni. Ég tek fram að ég hef ekkert út á persónu Björns Inga að setja en dálitla samúð með þeirri stöðu sem hann er í. Þótt hann hafi komið sér í þá stöðu sjálfur hlýtur það að vera strembið að vera eini borgarfulltrúi flokks sem ræður yfir nánast helmingi nefnda borgarinnar. Ég vona hins vegar að biðlistum frístundaheimilanna verði útrýmt hið fyrsta því fyrir þá tæplega 200 foreldra sem í 14 vikur hafa ýmist þurft að taka vinnuna með sér heim, börnin í vinnuna eða jafnvel skilja börnin eftir ein heima er þetta mál afar persónulegt. Dofri Hermannsson er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og foreldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Í viðhorfi í þessu blaði sl. þriðjudag gefur Björn Ingi Hrafnsson borgarfulltrúi í skyn að ég nýti mér í pólitískum tilgangi að dóttir mín hafi verið á biðlista eftir plássi á frístundaheimilum borgarinnar. Ég hafi haldið því leyndu fyrir fréttamanni að ég væri í pólitík til að komast í blöðin á þennan hátt. Þetta er auðvitað fráleitt og lýsir e.t.v. meira hugsunarhætti þess sem lætur sér detta þvílíkt í hug. Ég var hins vegar beðinn um að ljá úttekt blaðamanns á biðlistum eftir frístundaplássi persónulegan vinkil og mér fannst mér ekki stætt á að neita því þar sem ég hef, ásamt félögum mínum í Íþrótta- og tómstundaráði, verið að beita mér fyrir lausn á þessu máli. Staðreyndin er sú að sem formaður Íþrótta- og tómstundaráðs hefur Björn Ingi dregið lappirnar í þessu máli. Hann verður því að geta tekið gagnrýni frá foreldrum sem hafa þurft að vera á hlaupum á milli vinnu og barna af því að ekki eru til næg rými á frístundaheimilunum. Samfylkingin í Íþrótta- og tómstundaráði hefur mælt með að foreldrum verði boðið upp á hlutavistun fyrir börn sín og ég bind miklar vonir við að það bæti úr þessum vanda. Það er hins vegar nokkuð sem hefði þurft að skoða miklu fyrr. Björn Ingi talaði í vor um sig sem sérstakan athafnastjórnmálamann sem léti verkin tala. Það hefur hann ekki gert í þessu máli og eðlilegt að á það sé bent þegar menn auglýsa sig sem sérstaklega framtakssama stjórnmálamenn. Það er óþarfi að taka það persónulega, nær að líta á það sem faglega gagnrýni. Ég tek fram að ég hef ekkert út á persónu Björns Inga að setja en dálitla samúð með þeirri stöðu sem hann er í. Þótt hann hafi komið sér í þá stöðu sjálfur hlýtur það að vera strembið að vera eini borgarfulltrúi flokks sem ræður yfir nánast helmingi nefnda borgarinnar. Ég vona hins vegar að biðlistum frístundaheimilanna verði útrýmt hið fyrsta því fyrir þá tæplega 200 foreldra sem í 14 vikur hafa ýmist þurft að taka vinnuna með sér heim, börnin í vinnuna eða jafnvel skilja börnin eftir ein heima er þetta mál afar persónulegt. Dofri Hermannsson er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og foreldri.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar