Ferð til Íslands í brúðkaupsgjöf 30. nóvember 2006 06:00 Hakan og Aylin eru ritstjórar tímaritsins Bant í Tyrklandi, en þau fengu heldur óhefðbundna brúðkaupsgjöf. 35 vinir þeirra lögðu í púkk og gáfu þeim ferð til Íslands. „Við héldum veislu á veitingastað í Istanbúl til að þakka þeim fyrir, og hengdum íslenska fánann á vegginn," segja hin nýbökuðu hjón þar sem þau sitja á hótelinu Klöpp á Klapparstíg. Þau eru þó ekki eingöngu hér til að skemmta sér, því þau nýta fríið til að taka viðtöl við íslenska tónlistarmenn eins og Dr. Gunna og Örvar úr múm. „Þetta er yfirleitt svona hjá okkur, við höfum farið saman til Barcelona og Stokkhólms og notuðum þá tækifærið til að tala við þarlenda tónlistarmenn. En manni líður aldrei eins og þetta sé vinna, þvert á móti er þetta góð leið til að kynnast fólki," segir Aylin. „Við giftum okkur fyrir þremur vikum síðan, en vinirnir pössuðu upp á að panta ekki ferðina fyrr en blaðið var komið í prentun. Daginn eftir brúðkaupið þurftum við að mæta til vinnu," segir Hakan. Þau unnu áður hjá fyrirtækinu Merkez Dergi, sem gefur út fjöldamörg blöð, meðal annars Cosmopolitan á tyrknesku, en stofnuðu fyrir tveimur árum síðan tímaritið Bent. „Okkur langaði til að gera eitthvað þar sem við sjálf réðum ferðinni. Í fyrstu lögðu vinir okkar til greinar, en nú erum við farin að geta borgað fólki og erum einnig með útvarpsþátt og höldum tónleika. Þetta er allsherjar lífsstílsblað, en við leggjum áherslu á að kynna listafólk og tónlistarmenn sem ekki er fjallað um annars staðar. Það er mikil gróska í Istanbúl þótt plötufyrirtækin sinni henni illa og gefi helst út iðnaðarpopp." En hvers vegna, ber mér skylda til að spyrja, Ísland? „Það var annaðhvort Brasilía eða Ísland," svarar Hakan. Jú, annaðhvort hlaut það að vera. „Ég hef mikinn áhuga á norðurslóðum og hef horft á íslenskar bíómyndir eins og Cold Fever, 101 Reykjavík og Nóa albínóa, og langaði til að sjá öll litlu húsin," segir Aylin. Nýbakaður eiginmaðurinn hefur meiri áhuga á tónlist. „Það hljómar klént, en ég hef hlustað mikið á Björk og hún hefur dregið upp ákveðna mynd af Íslandi sem er heillandi en kannski aðeins að hluta til rétt. Hún spilaði á djasshátíð í Istanbúl fyrir tíu árum síðan en það hefði verið gaman að sjá hana hér með Sykurmolunum. Svo hlusta ég einnig á Sigurrós og múm." Hjónin verða hér í rúma viku og ætla að fara í sund, sjá Gullfoss og Geysi og svo að sjálfsögðu skoða sig um í plötubúðum. „Smekkleysubúðin og 12 Tónar eru mjög skemmtilegar búðir, en geisladiskar hér eru dýrir. Ég keypti þrjá geisladiska í gær en hefði fengið tíu á sama verði heima," segir Aylin. Innlent Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Innlent Fleiri fréttir Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Sjá meira
Hakan og Aylin eru ritstjórar tímaritsins Bant í Tyrklandi, en þau fengu heldur óhefðbundna brúðkaupsgjöf. 35 vinir þeirra lögðu í púkk og gáfu þeim ferð til Íslands. „Við héldum veislu á veitingastað í Istanbúl til að þakka þeim fyrir, og hengdum íslenska fánann á vegginn," segja hin nýbökuðu hjón þar sem þau sitja á hótelinu Klöpp á Klapparstíg. Þau eru þó ekki eingöngu hér til að skemmta sér, því þau nýta fríið til að taka viðtöl við íslenska tónlistarmenn eins og Dr. Gunna og Örvar úr múm. „Þetta er yfirleitt svona hjá okkur, við höfum farið saman til Barcelona og Stokkhólms og notuðum þá tækifærið til að tala við þarlenda tónlistarmenn. En manni líður aldrei eins og þetta sé vinna, þvert á móti er þetta góð leið til að kynnast fólki," segir Aylin. „Við giftum okkur fyrir þremur vikum síðan, en vinirnir pössuðu upp á að panta ekki ferðina fyrr en blaðið var komið í prentun. Daginn eftir brúðkaupið þurftum við að mæta til vinnu," segir Hakan. Þau unnu áður hjá fyrirtækinu Merkez Dergi, sem gefur út fjöldamörg blöð, meðal annars Cosmopolitan á tyrknesku, en stofnuðu fyrir tveimur árum síðan tímaritið Bent. „Okkur langaði til að gera eitthvað þar sem við sjálf réðum ferðinni. Í fyrstu lögðu vinir okkar til greinar, en nú erum við farin að geta borgað fólki og erum einnig með útvarpsþátt og höldum tónleika. Þetta er allsherjar lífsstílsblað, en við leggjum áherslu á að kynna listafólk og tónlistarmenn sem ekki er fjallað um annars staðar. Það er mikil gróska í Istanbúl þótt plötufyrirtækin sinni henni illa og gefi helst út iðnaðarpopp." En hvers vegna, ber mér skylda til að spyrja, Ísland? „Það var annaðhvort Brasilía eða Ísland," svarar Hakan. Jú, annaðhvort hlaut það að vera. „Ég hef mikinn áhuga á norðurslóðum og hef horft á íslenskar bíómyndir eins og Cold Fever, 101 Reykjavík og Nóa albínóa, og langaði til að sjá öll litlu húsin," segir Aylin. Nýbakaður eiginmaðurinn hefur meiri áhuga á tónlist. „Það hljómar klént, en ég hef hlustað mikið á Björk og hún hefur dregið upp ákveðna mynd af Íslandi sem er heillandi en kannski aðeins að hluta til rétt. Hún spilaði á djasshátíð í Istanbúl fyrir tíu árum síðan en það hefði verið gaman að sjá hana hér með Sykurmolunum. Svo hlusta ég einnig á Sigurrós og múm." Hjónin verða hér í rúma viku og ætla að fara í sund, sjá Gullfoss og Geysi og svo að sjálfsögðu skoða sig um í plötubúðum. „Smekkleysubúðin og 12 Tónar eru mjög skemmtilegar búðir, en geisladiskar hér eru dýrir. Ég keypti þrjá geisladiska í gær en hefði fengið tíu á sama verði heima," segir Aylin.
Innlent Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Innlent Fleiri fréttir Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Sjá meira