Ferð til Íslands í brúðkaupsgjöf 30. nóvember 2006 06:00 Hakan og Aylin eru ritstjórar tímaritsins Bant í Tyrklandi, en þau fengu heldur óhefðbundna brúðkaupsgjöf. 35 vinir þeirra lögðu í púkk og gáfu þeim ferð til Íslands. „Við héldum veislu á veitingastað í Istanbúl til að þakka þeim fyrir, og hengdum íslenska fánann á vegginn," segja hin nýbökuðu hjón þar sem þau sitja á hótelinu Klöpp á Klapparstíg. Þau eru þó ekki eingöngu hér til að skemmta sér, því þau nýta fríið til að taka viðtöl við íslenska tónlistarmenn eins og Dr. Gunna og Örvar úr múm. „Þetta er yfirleitt svona hjá okkur, við höfum farið saman til Barcelona og Stokkhólms og notuðum þá tækifærið til að tala við þarlenda tónlistarmenn. En manni líður aldrei eins og þetta sé vinna, þvert á móti er þetta góð leið til að kynnast fólki," segir Aylin. „Við giftum okkur fyrir þremur vikum síðan, en vinirnir pössuðu upp á að panta ekki ferðina fyrr en blaðið var komið í prentun. Daginn eftir brúðkaupið þurftum við að mæta til vinnu," segir Hakan. Þau unnu áður hjá fyrirtækinu Merkez Dergi, sem gefur út fjöldamörg blöð, meðal annars Cosmopolitan á tyrknesku, en stofnuðu fyrir tveimur árum síðan tímaritið Bent. „Okkur langaði til að gera eitthvað þar sem við sjálf réðum ferðinni. Í fyrstu lögðu vinir okkar til greinar, en nú erum við farin að geta borgað fólki og erum einnig með útvarpsþátt og höldum tónleika. Þetta er allsherjar lífsstílsblað, en við leggjum áherslu á að kynna listafólk og tónlistarmenn sem ekki er fjallað um annars staðar. Það er mikil gróska í Istanbúl þótt plötufyrirtækin sinni henni illa og gefi helst út iðnaðarpopp." En hvers vegna, ber mér skylda til að spyrja, Ísland? „Það var annaðhvort Brasilía eða Ísland," svarar Hakan. Jú, annaðhvort hlaut það að vera. „Ég hef mikinn áhuga á norðurslóðum og hef horft á íslenskar bíómyndir eins og Cold Fever, 101 Reykjavík og Nóa albínóa, og langaði til að sjá öll litlu húsin," segir Aylin. Nýbakaður eiginmaðurinn hefur meiri áhuga á tónlist. „Það hljómar klént, en ég hef hlustað mikið á Björk og hún hefur dregið upp ákveðna mynd af Íslandi sem er heillandi en kannski aðeins að hluta til rétt. Hún spilaði á djasshátíð í Istanbúl fyrir tíu árum síðan en það hefði verið gaman að sjá hana hér með Sykurmolunum. Svo hlusta ég einnig á Sigurrós og múm." Hjónin verða hér í rúma viku og ætla að fara í sund, sjá Gullfoss og Geysi og svo að sjálfsögðu skoða sig um í plötubúðum. „Smekkleysubúðin og 12 Tónar eru mjög skemmtilegar búðir, en geisladiskar hér eru dýrir. Ég keypti þrjá geisladiska í gær en hefði fengið tíu á sama verði heima," segir Aylin. Innlent Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Hakan og Aylin eru ritstjórar tímaritsins Bant í Tyrklandi, en þau fengu heldur óhefðbundna brúðkaupsgjöf. 35 vinir þeirra lögðu í púkk og gáfu þeim ferð til Íslands. „Við héldum veislu á veitingastað í Istanbúl til að þakka þeim fyrir, og hengdum íslenska fánann á vegginn," segja hin nýbökuðu hjón þar sem þau sitja á hótelinu Klöpp á Klapparstíg. Þau eru þó ekki eingöngu hér til að skemmta sér, því þau nýta fríið til að taka viðtöl við íslenska tónlistarmenn eins og Dr. Gunna og Örvar úr múm. „Þetta er yfirleitt svona hjá okkur, við höfum farið saman til Barcelona og Stokkhólms og notuðum þá tækifærið til að tala við þarlenda tónlistarmenn. En manni líður aldrei eins og þetta sé vinna, þvert á móti er þetta góð leið til að kynnast fólki," segir Aylin. „Við giftum okkur fyrir þremur vikum síðan, en vinirnir pössuðu upp á að panta ekki ferðina fyrr en blaðið var komið í prentun. Daginn eftir brúðkaupið þurftum við að mæta til vinnu," segir Hakan. Þau unnu áður hjá fyrirtækinu Merkez Dergi, sem gefur út fjöldamörg blöð, meðal annars Cosmopolitan á tyrknesku, en stofnuðu fyrir tveimur árum síðan tímaritið Bent. „Okkur langaði til að gera eitthvað þar sem við sjálf réðum ferðinni. Í fyrstu lögðu vinir okkar til greinar, en nú erum við farin að geta borgað fólki og erum einnig með útvarpsþátt og höldum tónleika. Þetta er allsherjar lífsstílsblað, en við leggjum áherslu á að kynna listafólk og tónlistarmenn sem ekki er fjallað um annars staðar. Það er mikil gróska í Istanbúl þótt plötufyrirtækin sinni henni illa og gefi helst út iðnaðarpopp." En hvers vegna, ber mér skylda til að spyrja, Ísland? „Það var annaðhvort Brasilía eða Ísland," svarar Hakan. Jú, annaðhvort hlaut það að vera. „Ég hef mikinn áhuga á norðurslóðum og hef horft á íslenskar bíómyndir eins og Cold Fever, 101 Reykjavík og Nóa albínóa, og langaði til að sjá öll litlu húsin," segir Aylin. Nýbakaður eiginmaðurinn hefur meiri áhuga á tónlist. „Það hljómar klént, en ég hef hlustað mikið á Björk og hún hefur dregið upp ákveðna mynd af Íslandi sem er heillandi en kannski aðeins að hluta til rétt. Hún spilaði á djasshátíð í Istanbúl fyrir tíu árum síðan en það hefði verið gaman að sjá hana hér með Sykurmolunum. Svo hlusta ég einnig á Sigurrós og múm." Hjónin verða hér í rúma viku og ætla að fara í sund, sjá Gullfoss og Geysi og svo að sjálfsögðu skoða sig um í plötubúðum. „Smekkleysubúðin og 12 Tónar eru mjög skemmtilegar búðir, en geisladiskar hér eru dýrir. Ég keypti þrjá geisladiska í gær en hefði fengið tíu á sama verði heima," segir Aylin.
Innlent Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent