Fyrirtæki sem ríkisborgari? 15. desember 2006 05:00 Ef litið væri á fyrirtæki sem ríkisborgara gætum við heimfært þá samfélagsábyrgð, sem við teljum einstaklinga hafa yfir á fyrirtæki, og þannig vænst þess að það taki sömu siðferðislegu, félagslegu og umhverfislegu ábyrgð og skyldur sem krafist er af öllum eða flestum þjóðfélagsþegnum. En hvernig getur fyrirtæki axlað slíka ábyrgð? Mikilvægt er að fyrirtæki setji sér siðareglur og geri samfélagsábyrgð að hluta af þeim fyrirtækisstefnum sem það ætlar sér að fylgja. Mjög mikilvægt er að stjórnendur fyrirtækis fylgist náið með að slíkum stefnum sé framfylgt og komi þannig í veg fyrir hvers konar brot á þeim. Slíkt gagnsæi og upplýsingaflæði tengist beint áhættustjórnun, sem hvert fyrirtæki ætti að hafa á takteinum. Það skiptir sköpum fyrir fyrirtæki að tileinka sér sterkt viðskiptasiðferði. Þannig er hægt að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra innan fyrirtækis og langtímamarkmið vega þá þyngra en skammtímamarkmið. Sem dæmi, ef fyrirtæki stundar kaup og sölu, að eiga ekki viðskipti við þann aðila sem framleiðir vörur sínar undir annarlegum kringumstæðum þó það sé besta verðið þá stundina, og taka þar af leiðandi þá áhættu að skaða ímynd fyrirtækisins og mögulega framtíðarviðskipti, sem og auka óánægju starfsfólks. Fyrirtæki getur tekið félagslega ábyrgð með því að ráða ekki til sín einsleitan hóp einstaklinga, heldur ráði meðvitað til sín fólk af báðum kynjum og ólíkum bakgrunni, sérstaklega er kemur að stjórnunarstörfum, og skapar starfsaðstæður sem tekur tillit til ólíkra þarfa einstaklinga/hópa. Slíkt eykur jákvæð viðhorf til fyrirtækisins og minnkar líkurnar á því að einn eða fleiri hópar þjóðfélagsins líti fyrirtækið hornauga. Öll þurfum við að taka umhverfislega ábyrgð, jafnt einstaklingar sem fyrirtæki, svo samfélög okkar haldi áfram að vaxa og dafna. Fyrirtæki geta stuðlað að slíkri þróun með því að nota umhverfisvæna tækni og minnka losun úrgans og mengunar. Fyrirtækið stuðlar þannig að sjálfbærri þróun þess samfélags sem það starfar í, og heldur frekar í við hina hraðbreytilegu tækni. Það er í hag fyrirtækis að mynda sér heildstæða stefnu í þessum málaflokki og fylgi henni sterkt eftir. Fyrirtæki gæti t.d. styrkt háskóla eða námskeið sem viðkoma þeirra rekstri og þannig stuðlað að því að fá til sín hæft fólk, og á sama tíma styrkt sína viðskiptagrein. Eða byggt upp eigin sjóði og veitt styrki til vissra málaflokka. Þannig verður almenningur var við stefnu og störf fyrirtækisins og af því hlýtur fyrirtækið góða umsögn og jákvæð viðhorf í samfélaginu. Það mun ekki einungis auka aðdráttarafl þess og laða til sín starfsfólk, heldur einnig haldast betur á eigin fólki. Umhverfisvæn starfsemi býr einnig til betra starfsumhverfi ekki bara fyrir starfsfólk heldur fyrirtækið og reksturinn í heild. Kröfur almennings til einkageirans fara vaxandi og sífellt fleiri horfa til þess þegar keyptar eru vörur eða þjónusta, hvers konar fyrirtæki það er að eiga viðskipti við. Fjölbreytni meðal stjórnenda eykur skilning á þessum þáttum. Bættir viðskiptahættir þýðir bætt viðskipti og aukinn hagnaður. Stjórnendur ættu ekki að þurfa að hugsa sig tvisvar um. Það er mun ábatasamara að útfæra slíka fyrirtækjastefnu en að gera það ekki. Öll þurfum við að taka umhverfislega ábyrgð, jafnt einstaklingar sem fyrirtæki, svo samfélög okkar haldi áfram að vaxa og dafna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Ef litið væri á fyrirtæki sem ríkisborgara gætum við heimfært þá samfélagsábyrgð, sem við teljum einstaklinga hafa yfir á fyrirtæki, og þannig vænst þess að það taki sömu siðferðislegu, félagslegu og umhverfislegu ábyrgð og skyldur sem krafist er af öllum eða flestum þjóðfélagsþegnum. En hvernig getur fyrirtæki axlað slíka ábyrgð? Mikilvægt er að fyrirtæki setji sér siðareglur og geri samfélagsábyrgð að hluta af þeim fyrirtækisstefnum sem það ætlar sér að fylgja. Mjög mikilvægt er að stjórnendur fyrirtækis fylgist náið með að slíkum stefnum sé framfylgt og komi þannig í veg fyrir hvers konar brot á þeim. Slíkt gagnsæi og upplýsingaflæði tengist beint áhættustjórnun, sem hvert fyrirtæki ætti að hafa á takteinum. Það skiptir sköpum fyrir fyrirtæki að tileinka sér sterkt viðskiptasiðferði. Þannig er hægt að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra innan fyrirtækis og langtímamarkmið vega þá þyngra en skammtímamarkmið. Sem dæmi, ef fyrirtæki stundar kaup og sölu, að eiga ekki viðskipti við þann aðila sem framleiðir vörur sínar undir annarlegum kringumstæðum þó það sé besta verðið þá stundina, og taka þar af leiðandi þá áhættu að skaða ímynd fyrirtækisins og mögulega framtíðarviðskipti, sem og auka óánægju starfsfólks. Fyrirtæki getur tekið félagslega ábyrgð með því að ráða ekki til sín einsleitan hóp einstaklinga, heldur ráði meðvitað til sín fólk af báðum kynjum og ólíkum bakgrunni, sérstaklega er kemur að stjórnunarstörfum, og skapar starfsaðstæður sem tekur tillit til ólíkra þarfa einstaklinga/hópa. Slíkt eykur jákvæð viðhorf til fyrirtækisins og minnkar líkurnar á því að einn eða fleiri hópar þjóðfélagsins líti fyrirtækið hornauga. Öll þurfum við að taka umhverfislega ábyrgð, jafnt einstaklingar sem fyrirtæki, svo samfélög okkar haldi áfram að vaxa og dafna. Fyrirtæki geta stuðlað að slíkri þróun með því að nota umhverfisvæna tækni og minnka losun úrgans og mengunar. Fyrirtækið stuðlar þannig að sjálfbærri þróun þess samfélags sem það starfar í, og heldur frekar í við hina hraðbreytilegu tækni. Það er í hag fyrirtækis að mynda sér heildstæða stefnu í þessum málaflokki og fylgi henni sterkt eftir. Fyrirtæki gæti t.d. styrkt háskóla eða námskeið sem viðkoma þeirra rekstri og þannig stuðlað að því að fá til sín hæft fólk, og á sama tíma styrkt sína viðskiptagrein. Eða byggt upp eigin sjóði og veitt styrki til vissra málaflokka. Þannig verður almenningur var við stefnu og störf fyrirtækisins og af því hlýtur fyrirtækið góða umsögn og jákvæð viðhorf í samfélaginu. Það mun ekki einungis auka aðdráttarafl þess og laða til sín starfsfólk, heldur einnig haldast betur á eigin fólki. Umhverfisvæn starfsemi býr einnig til betra starfsumhverfi ekki bara fyrir starfsfólk heldur fyrirtækið og reksturinn í heild. Kröfur almennings til einkageirans fara vaxandi og sífellt fleiri horfa til þess þegar keyptar eru vörur eða þjónusta, hvers konar fyrirtæki það er að eiga viðskipti við. Fjölbreytni meðal stjórnenda eykur skilning á þessum þáttum. Bættir viðskiptahættir þýðir bætt viðskipti og aukinn hagnaður. Stjórnendur ættu ekki að þurfa að hugsa sig tvisvar um. Það er mun ábatasamara að útfæra slíka fyrirtækjastefnu en að gera það ekki. Öll þurfum við að taka umhverfislega ábyrgð, jafnt einstaklingar sem fyrirtæki, svo samfélög okkar haldi áfram að vaxa og dafna.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun